Þriðjudagur, 8. maí 2007
Ráðherrastólar - eða hvað?
Púkinn hefur gaman af að lesa um skemmtilegar uppfinningar - hluti sem gera mismikið gagn, en kosta sitt.
Hér er dæmi um einn slíkan hlut - hinn fullkomni stóll fyrir þá sem verða öðru hverju gripnir sterkum þreytuviðbrögðum við vinnu sína.
Undir þeim kringumstæðum geta menn dregið lok stólsins yfir sig og fengið sér 20 mínútna endurnærandi orkublund.
Stóllinn leyfir manni að vísu ekki að hvíla sig lengur en 20 mínútur, því þá fer hann að hristast og vekjaraklukkan fer í gang.
Eitthvað fyrir ráðherra sem hljóta að vera þreyttir vegna allra þeirra loforða og viljayfirlýsinga sem þeir eru að gefa út þessa dagana.
Og verðið? Aðeins 8000 dollarar. Sjá nánar hér.
Tölvur og tækni | Breytt 9.5.2007 kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. maí 2007
Stjórnarmyndunarmartröð?
Skoðanakannanir eru stöðugt að nálgast það sem Púkinn kýs að nefna "stjórnarmyndunarmartraðarniðurstöður" (púff, en sú langloka). Þær niðurstöður eru eftirfarandi:
B - 5 þingmenn
D - 26 þingmenn
F - 5 þingmenn
S - 16 þingmenn
V - 12 þingmenn
Núverandi stjórn væri fallin, með 31 þingmann, Samfylking og Vinstri grænir fengju ekki nægan þingstyrk saman og yrðu að bæta Framsókn eða Frjálslyndum við, en það yrði þriggja flokka stjórn án tryggs meirihluta og hætt við að hún yrði ekki langlíf.
Sjálfstæðisflokkurinn myndi tæplega hafa áhuga á þátttöku í þriggja flokka stjórn, þannig að þrautalendingin væri að þeir færu í stjórn með Samfylkingunni eða Vinstri Grænum.
Ef niðurstöður kosninga yrðu á þessa lund er Púkinn nokkuð viss um að stjórnarmyndun myndi taka mun lengri tíma en raunin hefur verið síðan.....ja....fyrir svo löngu síðan að Púkinn man varla eftir því.
![]() |
Fylgi Samfylkingar og Framsóknarflokks eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. maí 2007
Púkinn mættur til starfa
Innrás púkanna er hafinn. Hlauppúkinn, piparpúkinn og frændur þeirra hafa komið sér fyrir í sælgætisgeiranum og nú er röðin komin að fjölmiðlunum.
Villuleitarpúkinn er mættur til starfa hér á blogginu og mun hann gera sitt besta til að villuleita skrif bloggara. Þess ber reyndar að gæta að hann er svolítið takmarkaður - ræður ekki vel við erlend orð eða orð með fleiri en einni villu, en Villuleitarpúkinn lofar að gera sitt besta til að leita uppi allar einfaldar innsláttarvillur, en þær geta komið upp hjá öllum - líka þeim sem telja stafsetningu sína fullkomna.
Við púkarnir vonum bara að allir séu sáttir við að fá aðstoð hjá litlum, glottandi, rauðum púka með horn og hala.
![]() |
Leiðréttingapúki á blog.is |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 8. maí 2007
Heródes hvað?
Púkinn á bágt með að skilja viðbrögð sumra þeirra sem virðast telja að fundur grafar Heródesar staðfesti á einhvern hátt sögur Biblíunnar, ekki frekar en að tilvist bæjarins Betlehem staðfesti að tiltekinn óskilgetinn krakki hafi fæðst þar. Ólíkt þeim sögum hefur aldrei verið efast um tilvist Heródesar og mörg atriði í sögu hans eru vel þekkt. Það eru til peningar með nafni hans á og margvíslegar traustar samtímaheimildir.
Það að gröfin er fundin er í sjálfu sér fréttnæmt, en það breytir engu varðandi trúverðugleika eða sannleiksgildi Biblíunnar.
Það er nú kannski skiljanlegt að þeir sem trúa því að allt sé satt sem stendur í Biblíunni fagni þessari frétt - því eftir því sem því sem tíminn líður eru nú fleiri og fleiri að átta sig á því hve mikið af Biblíunni er skáldskapur, saminn eða "lagfærður" til að henta hagsmunum þeirra sem réðu á hverjum tíma.
Nei, gröf Heródesar er merk sem slík - hún veitir upplýsingar um ákveðna hluti fyrir 2000 árum síðan - en þetta kemur Biblíunni bara ekkert við.
![]() |
Gröf Heródesar fundin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 7. maí 2007
Óæskilegir útlendingar
Austur-evrópsk glæpagengi að stela fiskveislum og rúmenskir sígaunar að betla á götunum - hvað er eiginlega á seyði - er þetta einhver uppákoma, skipulögð af Frjálslynda flokknum?
Nei, það er nú víst bara það að Ísland er að verða líkara og líkara öðrum Evrópuþjóðum hvað þessi mál varðar.
Það er annars sérstakt að fólk virðist ekki mega ræða um þær neikvæðu afleiðingar sem Schengen/EES hefur varðandi aðstreymi fólks án þess að vera sakað um rasisma.
Setjum sem svo að einhver varpi fram fullyrðingunni "Það verður að hindra að óæskilegir útlendingar komist hingað til Íslands". Myndi sá sem það segir teljast rasisti, eða bara fordómafullur, nú eða er þetta kannski bara eðlileg afstaða?
Málið er að þetta snýst einfaldlega um hvernig við skilgreinum "óæskilega" aðila. Púkinn er til dæmis á þeirri skoðun að þeir sem reyna að smygla eiturlyfjum til Íslands séu óæskilegir og gildir þá einu hvort þeir eru Íslendingar eða útlendingar. Hins vegar hefur Púkinn ekkert á móti því að hingað til lands komi einstaklingar hvaðan sem er úr heiminum, svo framarlega sem þeir eru hér til að vinna (að því gefnu að eftirspurn sé eftir þeirra vinnu), eða sem ferðamenn á eðlilegum forsendum.
Ef hingað kemur hópur af rúmenskum verkamönnum til að byggja (eða rífa) hús, er það gott mál. Ef hingað koma rúmenskir ferðamenn til að skoða Bláa lónið og skreppa út á Jökulsárlón er það gott mál. Ef hingað kemur rúmenskur eiginmaður eða eiginkona Íslendings er það gott mál.
Ef hingað kemur rúmenskur sígauni til að hnupla og betla er það vont mál að mati Púkans - ekki af því að hann er sígauni eða af því að hann er Rúmeni, heldur því hverjar forsendurnar fyrir komu hans hingað eru. Það væri jafn vont mál þótt hann væri Færeyingur eða Finni.
Við eigum ekki að reka þetta fólk úr landi vegna þess að þau eru rúmenskir sígaunar. Við eigum að reka þau úr landi vegna þess að forsendurnar fyrir komu þeirra eru rangar.
Æ, já...að lokum - myndin hér að ofan er af hópi rúmenskra sígauna í Belzec fangabúðunum, sem bíða eftir að röðun komi að þeim í gasklefunum - þau voru víst líka flokkuð sem óæskileg.
![]() |
Nítján Rúmenar fara úr landi í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 7. maí 2007
Svikahrappar á ferð
Púkinn var að fá bréf - eða réttara sagt reikning, frá fyrirtæki að nafni "The Marks KFT", sem virðist staðsett í Ungverjalandi.
Með reikningnum fylgdi úrklippa með allmiklum texta á ensku, frönsku og spænsku sem varðaði vörumerki sem fyrirtæki Púkans á, en samkvæmt þeim gögnum sem fylgdu var reikningurinn fyrir þjónustu vegna vörumerkjaskráningar.
Þetta er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, nema hvað Púkinn hefur aldrei beðið um þessa þjónustu og hefur enga þörf fyrir hana. Við nánari leit fannst með smáu letri skrifað "By transferring the amount indicated, you approve of this offer for registration".
Jamm, það var einmitt það.
Leit á vefnum leiddi fljótt í ljós að þetta fyrirtæki er á svörtum lista yfir svikahrappa - þeir stunda það að senda út svona reikninga fyrir óumbeðna og gagnslausa "þjónustu" og vonast síðan til að þeir reikningar séu borgaðir fyrir mistök. Mest mun vera um þetta á sumrin, en þá eru þeir væntanlega að vonast til að einhverjir sumarafleysingastarfsmenn geri þau mistök að borga þetta.
Og já... þeir vildu fá 1.590 evrur frá Púkanum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 7. maí 2007
Höfundarréttarbrot
Tíu ára fangelsi fyrir að brjóta gegn höfundarrétti hugbúnaðarframleiðenda? Púkinn getur nú ekki að því gert að hann veltir fyrir sér hvort sú áhersla sem lögð hefur verið á þetta ákveðna mál sé ekki að hluta vegna þess að Bandaríkjamenn vilji senda út þau skilaboð að þeir muni ekki hika við að beita lögum sínum og krefjast framsals, jafnvel þótt brotin séu framin í öðru landi.
Púkinn veltir því líka fyrir sér hvort ekki sé fyrst og fremst verið að senda Kínverjum og öðrum Asíulöndum þessi boð - en þau lönd bera ábyrgð á stórum hluta ólöglegrar afritunar á bandarískum hugbúnaði og öðrum hugverkum.
Nú er Púkinn ekki að segja að þessi mál séu í góðu lagi hér á Íslandi, síður en svo, en ástandið er þó skárra en það var fyrir 20 árum síðan, þegar stolinn hugbúnað mátti jafnvel finna á tölvum Hæstaréttar.
Hvernig ætli viðbrögðin yrðu hér á Íslandi ef bandarísk stjórnvöld krefðust framsals á Íslendingi vegna svipaðra afbrota?
![]() |
Framseldur til Bandaríkjanna þrátt fyrir að hafa aldrei komið þangað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 7. maí 2007
Nýburar á Netinu
Nýlega komst Púkinn að því að nokkur sjúkrahús birta myndir af öllum nýburum á Netinu, ásamt upplýsingum um foreldra, fæðingardag og jafnvel lengd og þyngd.
Púkinn er nú oft svolítill nöldurpúki og hefur gaman af að benda á það sem aflaga fer, en þetta framtak finnst Púkanum það gott að sjálfsagt er að hrósa því, þar sem þetta gefur fjarstöddum vinum og ættingjum kost á að sjá nýjustu meðlimi þjóðfélagsins.
Svo er Púkinn líka áhugasamur um ættfræði, þannig að hann fagnar alltaf birtingu svona upplýsinga.
Þau sjúkrahús sem birta þessar upplýsingar eru:
Sambærilegar upplýsingar eru því miður ekki birtar á Akureyri, Reykjavík eða á Austurlandi.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 6. maí 2007
Karíus, Baktus og ... Samfylkingin?
Einu sinni var tannburstinn versti óvinur Karíusar og Baktusar...já og svo tannlæknirinn líka.
Þeir tímar virðast vera liðnir, samkvæmt þeim auglýsingum sem dynja á fólki þessa dagana, því nú á það að vera Samfylkingin sem þeir hræðast.
Í stað þess að hlaupa í felur þegar tannburstinn nálgast, þá æpa þeir og skrækja ef þeir heyra í Ingibjörgu Sólrúnu.
Púkinn skilur þetta ekki alveg.
Er það virkilega skoðun Samfylkingarinnar að bág tannheilsa íslenskra barna sé eingöngu að kenna því að foreldrar hafi ekki efni á að senda börnin sín til tannlæknis?
Telja Samfylkingarmenn að yfirgengileg neysla á sykruðum gosdrykkjum hafi ekkert með málið að gera, né heldur skortur á almennri tannhirðu? Íslensk börn tannbursta sig sjaldan og illa og kunna varla að nota tannþráð - mun þetta lagast ef foreldrar þeirra kjósa Samfylkinguna?
Er það skoðun Samfylkingarinnar að í stað þess að ráðast að orsökum vandamálsins sé best að leysa vandann með því að niðurgreiða tannlækningar enn frekar?
Það að halda ótæpilega sælgæti og sykruðum gosdrykkjum að börnum er bara hrein og klár heimska - og heimsku er ekki hægt að eyða með því að kjósa Samfylkinguna. Fólk verður að taka ábyrgð á hlutum eins og sykurneyslu barna sinna, en ekki ætlast til að samfélagið hlaupi til með niðurgreiddar tannlækningar þegar allt er komið í óefni.
Það eru margar ástæður fyrir því að Púkinn mun ekki kjósa Samfylkinguna. Þetta er ein þeirra.
Laugardagur, 5. maí 2007
Hvað á að kjósa? Taktu próf á vefnum.
Púkanum var nýlega bent á þessa slóð á vefnum, en þar er fólki gefið tækifæri á að svara nokkrum spurningum á vefnum og síðan er reiknað út hvaða flokk viðkomandi eigi helst samleið með.
Púkinn tók prófið og fékk út að hann ætti að kjósa Íslandshreyfinguna, sem kom honum nú ekkert svo voðalega á óvart.
Það var hins vegar athyglivert að prófa að segjast enga skoðun hafa á neinum málum ... þá var Púkanum sagt að hann ætti samleið með Samfylkingunni.
Það var nefnilega það.