Föstudagur, 7. ágúst 2009
Skyldulesning um Icesave
Púkinn ætlaði að blogga um Icesave í dag, en ákvað þess í stað að benda á grein eftir Marinó G. Njálsson, sem segir allt það sem Púkinn vildi sagt hafa.
Hér er sem sagt skyldulesning um Icesave: Sterkustu rökin gegn Icesave
„Það er búið að semja!“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 6. ágúst 2009
Harðari heimur - þarf að byggja nýtt fangelsi?
Púkinn vill fá nýtt fangelsi, enda búinn að fá nóg af því að glæpamenn af öllum stærðum og gerðum gangi um lausir vegna þess að ekki er hagt að loka þá inni vegna plássleysis.
Hér er ekki verið að vísa til hvítflibbaglæpamanna í bankakerfinu - þeir eru kapítuli útaf fyrir sig og efni í sérstaka bloggfærslu - nei, Púkinn er nú bara að ræða um ofbeldismenn, innbrotsþjófa, dópsmyglara og annan gamaldags ruslaralýð.
Sumt af þessu liði er útlendingar, sem koma hingað gagngert til að stunda afbrot. Hagkvæmast væri að koma þeim úr landi og láta þá sitja af sér dóminn í sínu heimalandi - en sé það ekki hægt, ætti að loka þá inni hér, án möguleika á að mynda nokkur viðskiptatengsl við íslenska aðila í fangelsinu.
Íslenskir smákrimmar eru sumir hverjir að eltast við pening til að fjármagna sína dópneyslu. Púkinn myndi vilja sjá betri meðferðarúrræði standa þeim til boða - en ef þau bregðast, þá er fátt annað að gera en að loka viðkomandi inni - ekki í refsingarskyni, eða vegna fælimáttar sem fangelsisvist ætti að hafa, heldur til þess eins að vernda þjóðfélagið gegn viðkomandi.
Fangelsispláss eru bara fullnýtt á Íslandi - það þarf nýtt fangelsi - sem að auki myndi skapa fjölda starfa í byggingariðnaðinum. Nei, þetta er ekki ókeypis - en er jafnvel ekki dýrara fyrir þjóðfélagið að gera ekkert?
Var ekki verið að segja að það þyrfti að skapa vinnu fyrir fólk í byggingariðnaði?
Tíu ára fangelsi í Papeyjarmálinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 5. ágúst 2009
Takk fyrir netsambandið
Púkinn á netsambandinu frá 1989 mikið að þakka. Það var nefnilega akkúrat á þessum tíma, sumarið 1989, sem Púkinn var að byrja að selja hugbúnað erlendis.
Eftir á að hyggja hefði auðvitað verið gáfulegra að flytja bara úr landi, frekar en að reyna að reka hugbúnaðarfyrirtæki við íslenskar aðstæður, en hvað um það.
Púkinn ákvað semsagt að selja hugbúnað í gegnum netið - nokkuð sem þykir sjálfsagt í dag, en þótti gersamlega fáránlegt 1989. Sá hugbúnaður er enn i dag seldur og notaður um allan heim, og fjöldi fólks vinnur við þróun á honum í ýmsum heimshornum.
....en ef það hefði ekki verið fyrir þessa litlu, hægvirku nettengingu 1989, þá hefði aldrei orðið neitt úr þessu hjá Púkanum.
Íslendingar hafa verið nettengdir í 20 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 30. júlí 2009
Er sannleikurinn óþægilegur? (lokun á DoctorE)
Það er búið að loka á bloggið hjá DoctorE.
Það sem hann vann sér til sakar var að efast um geðheilsu eða siðferði hinnar misheppnuðu jarðskjálftaspákonu - að vísu með róttækara málfari en Púkinn myndi nota.
Púkinn er hins vegar í meginatriðum sammála DoctorE - manneskja sem kemur fram og hræðir auðtrúa einstaklinga með svona spádómum á annað hvort við einhvers konar vandamál að stríða eða er hreinn og klár svikahrappur.
Púkinn hvetur alla til að hlusta á viðtalið við "sjáandann" og mynda sér sína eigin skoðun á geðheilsu og siðferði viðkomandi.
Skoðun Púkans er hins vegar sú að sé það stefna blog.is að loka á þá sem segja sannleikann, þótt hann sé óþægilegur, þá efast Púkinn um að hann muni eiga samleið með blog.is mikið lengur.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (78)
Miðvikudagur, 29. júlí 2009
Barnaleg umræða um Evru á Íslandi
Púkanum finnst ótrúlegt að það skuli enn vera fólk á Íslandi sem trúir því að við getum tekið upp Evruna í náinni framtíð og að það muni verða allra meina bót.
Í því tilefni er ástæða til að ítreka eftirfarandi:
Ef svo fer að Íslendingar gangi í ESB (sem Púkinn vonar að gerist ekki) og við ákveðum að sækja um inngöngu í myntbandalagið of taka upp Evruna, munum við ekki fá neinn afslátt frá þeim skilyrðum sem eru sett.
Við munum þurfa að uppfylla kröfurnar um vaxtastig, gengisstöðugleika og fjárlagahalla - kröfur sem við höfum átt erfitt með að uppfylla hingað til.
Málið er hins vegar það að ef við myndum uppfylla þær kröfur - þá væri efnahagsástandið hér að við þyrftum ekki á Evrunni að halda.
Pólverjar fjarlægjast evruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Mánudagur, 27. júlí 2009
Mun "sjáandinn" biðjast afsökunar á morgun?
Það er auðvelt að þykjast vera "sjáandi" og spá fyrir um atburði, en tvær leiðir eru vænlegastar til að ná árángri á því sviði.
Annars vegar má koma með spádóma sem eru nægjanlega óljósir í stað og tíma. Hins vegar má spá atburðum sem eru næsta líklegir að gerist hvort eð er.
Það er hins vegar sjaldan sem "sjáendur" gerast svo kræfir að nefna ákveðna atburði og tiltekinn stað og tíma - því þá er svo auðvelt að sýna fram á að viðkomandi hafði rangt fyrir sér.
Púkinn er þess fullviss að á morgun mun meintur "sjáandi" þurfa að biðjast afsökunar á því að hafa hrætt fólk að óþörfu og vonandi verður niðurstaðan sú að einhverjir hætta að taka mark á svona þvættingi.
Því miður mun niðustaðan sennilega frekar verða sú að næst þegar þokkalegur jarðskjálfti verður á Reykjanesi, þá munu einhverir trúa því statt og stöðugt að þar hafi spádómurinn verið uppfylltur - jafnvel þótt mánuðum skeiki og styrkur sjálftans verði ekkert í líkingu við spána.
Það er nefnilega svo auðvelt að vera auðtrúa og kokgleypa svona þvætting.
Spurt um jarðskjálftaspádóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
Mánudagur, 6. júlí 2009
Orsök vandamáls: Of mikið lánsfé ... Lausn vandamáls: Meira lánsfé
Er það bara ég, eða finnst einhverjum öðrum það hljóma skringilega að tala um lánsfé sem lausn vandamála?
Nú er ég ekki bara að vísa til þess að óheftur aðgangur að "ódýru" lánsfé átti stóran þátt í þeim vandræðum sem nú þjaka marga aðila, heldur ekki síður til þeirrar staðreyndar að lán eru...lán.
Þau þarf að borga fyrr eða síðar og lántaka skuldsettra aðila er í raun bara frestun vandamála.
En...kannski er Púkinn bara skrýtinn - Púkinn vill nefnilega ekki taka lán - frekar að spara fyrir hlutum þangað til hann hefur efni á þeim.
Aðgangur að lánsfé lausnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 2. júlí 2009
Bregst Seðlabankinn enn?
Púkinn gagnrýndi hávaxtastefnu Seðlabankans á dögum "góðærisins". Í dag vill Púkinn líka gagnrýna vaxtastefnuna, en á allt öðrum forsendum.
Skoðum þetta aðeins nánar. Á þeim árum þegar allt sýndist vera á uppleið hér á landi töldu menn sér trú um að hér væri verðbólga og þensla sem nauðsynlegt væri að slá á. Það var að vísu rétt að hér var þensla, sér í lagi á húsnæðismarkaði - drifin áfram af aðgengi að "ódýru" lánsfé.
Seðlabankinn beitti þá þeirri hagfræðikennslubókartækni að hækka vexti - á þeirri forsendu að hækkandi vextir ættu að slá á þenslu...en það virkaði ekki. Hvað var að?
Vandamálið er að sú kenning að hækkandi stýrivextir dragi úr þenslu byggir á þeirri forsendu að stýrivextirnir stjórni þeim vaxtakjörum sem almenningi og fyrirtækjum bjóðast. Þegar vextir eru hækkaðir verður dýrara að fá pening að láni til framkvæmda og fjárfestinga, þannig að þær minnka, sem þýðir að slegið er á þensluna.
Þetta er kenningin - en hvers vegna virkaði þetta ekki? Jú, ástæðan var einfaldlega að fyrrnefnd forsenda var röng - fyrirtækjum og einstaklingum buðust erlend lán á "góðum" kjörum - mun lægri vöxtum en í boði voru á Íslandi, þannig að íslenskir stýrivextir snertu ekki marga lántakendur.
Þegar þessi þróun varð ljós hefði Seðlabankinn að sjálfsögðu átt að hætta þessum tilgangslausu stýrivaxtahækkunum og beita þess í stað aðferðum sem hefðu virkað, en nei....vaxtahækkanirnar héldu áfram.
Þessir síhækkandi vextir höfðu ekki þau áhrif á þensluna sem vonast var til, en stuðluðu hins vegar að því að styrkja krónuna - erlent fjármagn fæddi inn í landið og Íslendingar töldu sér trú um að þeir væru ríkir ... hlupu til og keyptu sér flatskjái og pallbíla.
Ef Seðlabankinn hefði gefist upp á vaxtahækkunarstefnunni og þess í stað hækkað bindiskyldu bankanna til að hafa hemil á útlánagleði þeirra, eða keypt gjaldeyri til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann og halda aftur af hinni óeðlilegu styrkingu krónunnar, þá hefði ástandið ef til vill ekki þróast á þann veg sem það gerði.
Hvað um það...hér þarf ekki að rekja hvernig Seðlabankinn, ríkisstjórnin og Fjármálaeftirlitið brugðust gersamlega og hvernig allt hrundi á endanum, en nú er staðan aftur sú að Seðlabankinn þráast við að halda vöxtunum uppi.
Nú eru það hins vegar ekki bara einstaka sérvitringar sem gagnrýna vaxtastefnuna, heldur forsvarsmenn fyrirtækja, launþega og jafnvel ríkisstjórnin sjálf.
Rökstuðningurinn fyrir háum vöxtum núna er fyrst og fremst sá að styðja verði við krónuna - ef stýrivextir væru snarlækkaðir myndi það draga úr tiltrú á krónuna og valda algeru hrapi hennar ef gjaldeyrishöftin væru afnumin.
Það er að vísu sá galli á þessu að erlendir aðilar hafa þegar misst alla tiltrú á krónunni - þeir sem eiga eignir í íslenskum krónum vilja helst sleppa burt með það sem þeir geta og hvort vextirnir hér eru góðir eða ekki skiptir einfaldlega ekki máli - þeir treysta einfaldlega ekki íslenska fjármálakerfinu.
Önnur rök eru sú að stýrivextir megi ekki vera lægri en sem nemur verðbólgu í viðkomandi hagkerfi. Það má færa góð hagfræðileg rök fyrir þessu, en þau rök eiga við þegar aðstæður eru "eðlilegar" - ekki þegar nánast algert kerfishrun hefur átt sér stað.
Þvert á móti má halda því fram að við núverandi aðstæður sé réttlætanlegt að láta Seðlabankanum "blæða út"með því að hafa neikvæða raunstýrivexti tímabundið. í þeim tilgangi að halda sem flestum fyrirtækjum landsins gangandi.
Seðlabankinn er hins vegar enn fastur í beitingu hagfræðikennslubókakenninga, en hugsar ekki um heildarhagsmuni þjóðarinnar ... ekki frekar en áður.
Stýrivextir áfram 12% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 26. júní 2009
Já, okkur ber að borga Icesave
Púkinn er ekki mikið gefin fyrir að skulda eitt eða neitt og því síður að þurfa að taka þátt í því að borga skuldir annarra, en hann fær bara ekki séð að nokkur leið sé að komast hjá því að viðurkenna ábyrgð Íslendinga á Icesave klúðrinu.
Það eru hins vegar nokkur atriði sem Púkanum finnst ekki fá nægjanlega athygli.
Fyrsta atriðið er að fyrrverandi stjórnvöld lýstu yfir að þau myndu að fullu ábyrgjast innistæður í íslensku bönkunum hér á landi. Annað var í raun varla hægt - ef ákveðið hefði verið að ábyrgjast aðeins innistæður upp að því lágmarki sem skyldu bar til, þá hefðu margir misst nánast allan sinn sparnað með einu pennastriki. Það er nefnilega ekki þannig að hver einasti Íslendingur sé skuldugur upp fyrir haus - margir einstaklingar og fyrirtæki eiga þokkalegar innistæður í banka og að svipta alla þessa aðila eignum sínum hefði sett þjóðfélagið á annan endann og jafngilt pólitísku sjálfsmorði hvers þess stjórnmálamanns sem hefði komið nálægt þeirri ákvörðun.
Málið er hins vegar að stjórnvöldum er ekki stætt á að mismuna eftir þjóðernum - með því að ábyrgjast innistæður í íslenskum útibúum, þá er engin leið til að komast hjá því að viðurkenna sambærilega skuldbindingu í erlendu útibúunum - slíkt stríðri gegn EES og almennu siðferði.
Það má ásaka stjórnvöld fyrir að klúðra einkavæðingunni - það má ásaka stjórnendur Landsbankans um athæfi sem jaðrar við landráð með því að koma Icesave ekki undir erlend dótturfyrirtæki - svona svipað og Kaupþing gerði með Edge reikningana - það má ásaka Fjármálaeftirlitið um vanhæfni og vanrækslu sem jaðar við að vera glæpsamleg ... en það er ekki hægt að saka stjórnvöld um að gera neitt athugavert með því að viðurkenna skuldbindinguna sem slíka - fyrst íslenskir innistæðueigendur eiga að fá sitt, þá verða erlendir innistæðueigendur að gera það líka.
Annað atriðið eru vextirnir, og spurningin um hvort Íslendingar hafi verið neyddir til að samþykkja hærri vexti en eðlilegt er.
Þriðja og mikilvægasta atriðið snýr að neyðarlögunum og spurningunni um hvort þau muni halda - sér í lagi það atriði að gera innistæður að forgangskröfum, umfram aðrar kröfur eins og skuldabréf bankanna. Dómstólar munu skera úr um þetta, en verði niðurstaðan sú að þessi ráðstöfun standist ekki, þá er málið orðið mun stærra og verra en það virðist núna.
Púkanum sýnist sem margir geri sér ekki fulla grein fyrir þessum atriðum.
Ber okkur í raun að borga? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 24. júní 2009
Inntökukerfi í framhaldsskóla - úr öskunni í eldinn?
Þeir voru margir sem gagnrýndu samræmdu prófin - sumir kennarar sögðu þau skemma skólastarfið, þar sem kennslan beindist eingöngu að þeim í nokkra mánuði, en margir foreldrar voru líka óánægðir - sögðu prófin valda streitu og vera á ýmsan hátt ósanngjörn, án þess þó að það væri útskýrt nánar.
Nú heyra samræmdu prófin sögunni til en eru vandamálin þá horfin?
Nei.
Þvert á móti er ástandið núna mun verra og ósanngjarnara en það var.
Möguleikar nemenda til að komast inn í þá skóla sem þeir sækjast helst eftir eru nú orðnir verulega skekktir af þeirri einföldu ástæði að skólaeinkunnir eru ekki sambærilegar milli skóla.
Í einum tilteknum framhaldsskóla hefur orðið athygliverð breyting á samsetningu nemenda....áður fyrr komust nemendur úr tilteknum grunnskólum nánast aldrei inn í viðkomandi framhaldsskóla - samkvæmt samræmdu prófunum voru þeir nemendur einfaldlega "ekki nógu góðir" - en nú þegar byggt er á skólaeinkunnum hrúgast inn nemendur þaðan - því skólaeinkunnir þeirra skóla eru ekkert frábrugðnar því sem gerist annars staðar, þótt raungeta nemendanna sé hugsanlega minni. Í framhaldsskólanum telja menn líklegt að hluti þessa hóps muni fljótlega flosna upp frá námi, en það er lítið sem þeir geta gert í því.
Það eru ýmsar lausnir á þessu máli. Það væri hægt að viðurkenna mistökin og taka samræmdu prófin upp aftur, eða þá að það mætti leyfa framhaldsskólunum að taka upp inntökupróf fyrir þá nemendur sem sækja um í öðrum skólum en sínum "hverfisskólum". Þannig væri nemendum sem koma úr mismunandi grunnskólum ekki mismunað lengur.
Brotið gegn börnunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |