Færsluflokkur: Tölvur og tækni
Mánudagur, 3. desember 2007
Burt með vefauglýsingarnar!
Púkanum leiðist að fara á vefsíður sem eru allar útbíaðar í auglýsingum, en sem betur fer er til einföld lausn á því vandamáli.
Sú lausn felst í því að setja upp lítið forrit sem nefnist Adblock Plus. Þetta forrit er ókeypis og getur hreinsað burt mikið af þeim auglýsingum sem birtast á vefsíðum - en með því að "þjálfa" forritið aðeins má losna við nánast allar auglýsingar.
Þess ber að vísu að gæta að forritið virkar bara með Firefox og skyldum vöfrum, en þar sem Púkinn var hvort eð er löngu hættur að nota Internet Explorer af öryggisástæðum, þá var það bara hið besta mál.
Það eru til önnur svipuð forrit, en þetta hefur reynst Púkanum best.
Sem sagt - ef ykkur leiðast auglýsingar, setjið upp Firefox og Adblock Plus. Forritið má nálgast hér.
Netið að verða þriðji stærsti auglýsingamiðillinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 26. nóvember 2007
Nýtt útlit mbl.is og blog.is
Það má vel vera að Púkinn sé bara íhaldssamur í eðli sínu, en hann er ekki alls kostar sáttur við nýja útlitið á mbl.is og blog.is. Það er reyndar ekki auðvelt að skilgreina nákvæmlega í hverju sú óánægja felst - kannski sá Púkinn bara enga þörf fyrir breytingar breytinganna vegna.
Það er hinsvegar ergilegra að sumir hlutir virka bara hreinlega ekki. Nú er búið að bæta við nokkrum nýjum bloggflokkum, eins og "Menntun og skóli", "Spaugilegt" og "Viðskipti og fjármál".
Gott mál, en sé einhver af þessum flokkum valinn af forsíðunni birtist
Internal Server Error
The server encountered an internal error or misconfiguration and was unable to complete your request.Please contact the server administrator, webmaster@mbl.is and inform them of the time the error occurred, and anything you might have done that may have caused the error.
More information about this error may be available in the server error log.
Sömuleiðis, ef Púkinn skrifar nýja grein, þá standa þessir nýju flokkar ekki til boða í flokkalistanum. Var einhver að flýta sér aðeins of mikið?
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 19. nóvember 2007
Istorrent þjófarnir stöðvaðir ... í bili
Eins og önnur fórnarlömb Istorrent þjófagengisins fagnar Púkinn því að þessi starfsemi skuli hafa verið stöðvuð.
Púkinn gerir sér hins vegar grein fyrir því að þessi stöðvun verður væntanlega ekki til frambúðar - það mun væntanlega verða komið í veg fyrir að sams konar starfsemi verði rekin áfram hér á Íslandi, en sennilegt er að hún muni þá bara flytjast úr landi - það er fjöldinn allur af sambærilegum stöðum erlendis þar sem þjófar geta skipst á efni.
Púkinn sagðist vera fórnarlamb þjófa en það mál er þannig vaxið að Púkinn er höfundur forrits sem nefnist "Púki". Þetta forrit er selt, en um tíma var því dreift í leyfisleysi gegnum istorrent, en fjöldi niðurhalaðra eintaka var á því tímabili mun meiri en fjöldi seldra eintaka.
Hinir raunverulegu glæpamenn í þessu dæmi eru að sjálfsögðu þeir sem dreifðu forritinu, ekki forsvarsmenn istorrent (sem Púkinn flokkar bara sem gráðuga siðleysingja), og því er frá sjónarhóli Púkans eðlilegt að eltast við þá, en ekki torrent.is.
Þessir aðilar hafa verið kærðir og takist að hafa upp á þeim mun Púkinn ekki hika við að draga þá niður í Héraðsdóm Reykjavíkur og leggja fram skaðabótakröfur upp á nokkrar milljónir.
Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 16. nóvember 2007
"Öðruvísi" tölvur
Ertu þreyttur á tölvum sem allar líta eins út? Viltu vera öðruvísi en aðrir? Viltu að vinir og ættingjar segi "vá!" (eða flýti sér að loka þig inni á hæli)?
Ef þú svarar þessum spurningum játandi, þá gætu þessir tölvukassar verið fyrir þig.
Annar gengur undir nafninu "Optimus Prime", en hinn er verk tréskurðarmeistara frá Úkraínu. Púkinn ætlar annars bara að láta myndirnar tala sínu máli.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 16. nóvember 2007
Lyklaborð fyrir þá sem búa í snjóhúsum?
Púkinn viðurkennir alveg að hann er með svolitla tækjadellu, en stundum rekur hann augun í hluti sem eru þess eðlis að hann staldrar við.
Annaðhvort hefur einhver markaðsmaður rekið höfuðið illilega í, eða að í heiminum eru nægjanlega margir með tækjadellu á mun hærra stigi en Púkinn til að sumir hlutir geti borgað sig.
Sjáið til dæmis þetta lyklaborð hér. Það lítur ósköp venjulega út, en er sérstakt fyrir þær sakir að það er með innbyggða hitara í hnöppunum. Já, það er hægt að skrifa á borðið og hlýja sér á fingurbroddunum samtímis.
Ef einhverjir íbúar snjóhúsa þurfa á þessu að halda, þá fæst þetta á amazon.com.
Föstudagur, 9. nóvember 2007
Tæki dagsins (Varúð: Ekki fyrir femínista)
Karlmenn með tækjadellu eru stór markhópur og á mörgum vefsíðum má finna hluti sem ætlað er að höfða til þess hóps.
Tækið hér er eitt af því, en það sýnir veðurupplýsingar á einfaldan og myndrænan hátt - með mynd af ljósku sem fækkar fötum, eða klæðir sig aftur - allt eftir því hvernig veðrið er.
Fyrir þá sem hafa áhuga, þá er heimasíða fyrirtækisins hér. Púkinn verður því miður að tilkynna þeim sem hefðu áhuga að ekki er til útgáfa af þessu tæki með fáklæddum karlmanni.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 8. nóvember 2007
Istorrent: Glæpasamtök eða bara gráðugir siðleysingjar?
Púkanum finnst með ólíkindum hve hægt gengur að stöðva starfsemi Istorrent-gengisins, en þessir þjófar eru látnir í friði meðan lögreglan leggur áherslu að að uppræta gengi nokkurra vesælla dópista sem stela smáhlutum til að eiga fyrir næsta skammti.
Samt er hér um mun stærri upphæðir að ræða - en kannski er málið það að yfirvöld líta ekki á þjófnað á hugverkum á sama hátt og annan þjófnað.
Þessi þjófnaður bitnar þó á þeim sem fyrir honum verða, en Púkinn er einn af þeim. Á Istorrent var um skeið dreift hugbúnaði sem Púkinn samdi ásamt öðrum. Frá sjónarhóli Púkans var þarna stolið af honum hans hugverkum fyrir milljónir.
Það er aðeins eitt orð sem Púkinn á yfir þá sem þetta stunda.
ÞJÓFAR!
Púkinn hefur megnustu skömm og fyrirlitningu á þeim sem standa að baki Istorrent vefnum, en þeir skýla sér bakvið að þeir séu í raun akki að gera neitt ólöglegt - þeir séu bara að aðstoða þjófana við iðju sína.
Það er kominn tími til að stöðva þetta gengi - stöðva Istorrent, leita uppi þá ræfla sem setja annarra hugverk í dreifingu í leyfisleysi, leggja hald á tölvur þeirra og sekta þá.
Þriðjudagur, 30. október 2007
Forsendur fyrir netþjónabúum
Það er athyglivert að lesa hverjar forsendurnar fyrir rekstri netþjónabúa eru , samkvæmt þeirri frétt sem hér er vísað til: "öruggt háhraða fjarskiptasamband við umheiminn, möguleikar á því að tengjast alþjóðlegum samtengipunktum, langtímasamningar um orku á samkeppnishæfu verði og menntað starfsfólk"
Það er fullyrt að allt sé til staðar nema örugga sambandið sem Farice ætlar að taka að sér að leysa.
Púkinn er ekki sammála.
Það er krónískur skortur á menntuðu starfsfólki hér á landi og fyrirtæki eru að hrekjast úr landi með hluta starfsemi sinnar af þeim sökum.
Það er líka eitt sem Púkinn saknar í þessari upptalningu. Nú rekur fyrirtæki Púkans netþjóna - ekki stórt bú, en samt er gagnamagnið ekki mælt í MB eða GB, heldur TB. Vandamálið er að það er ekki raunhæft að dreifa þessum gögnum frá Íslandi og það er ekki bara vegna núverandi óöryggis, heldu líka vegna verðlagningarinnar.
Kostnaður við að leigja pláss í stóru netþjónabúi í Bandaríkjunum og dreifa gögnum þaðan var við síðustu athugun um 10% þess sem það hefði kostað að dreifa gögnunum héðan.
Dettur einhverjum heilvita manni í hug að gagnaflutningsverð muni lækka, ef Farice rekur tvo strengi í stað eins og er bara í samkeppni við sjálft sig?
Orkuveitan aðili að Farice | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 8. september 2007
85% alkóhól á bílana!
Sumum finnst það nú sjálfsagt sóun á góðu 85% alkóhóli að nota það sem eldsneyti á bíla, en þessi eldsneytisblanda mun nú ekki vera drykkjarhæf - fyrir utan 85% spírann er jú 15% bensín í blöndunni auk litarefna og hugsanlega jafnvel tréspíra.
Púkanum finnst hins vegar merkilegt að það er alls ekki nýtt að framleiða bíla sem geta bæði brennt bensíni og etanóli. Ford Model T bíllinn var til dæmis einnig framleiddur fyrir bændur sem gátu framleitt sitt eigið etanól, en nú eru næstum 100 ár síðan hann fór í framleiðslu.
Brátt hægt að dæla etanóli á bíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 17. ágúst 2007
Becromal og ammoníakið
Púkinn hefur verið að kynna sér starfsemi Becromal, og verður nú að segja að þetta virðist skömminni skárra en eitt álver í viðbót.
Púkinn vonar hins vegar að Becromal hafi tekið sig á í mengunarmálum, því sambærilegar verksmiðjur þeirra erlendis losuðu umtalsvert magn af ammoníaki út í andrúmsloftið og Púkinn trúir því nú varla að Eyfirðingar myndu vilja slíkt. Þær tölur sem Púkinn hefur eru hins vegar frá 2005 og varða gamla verksmiðju, þannig að vonandi er staðan betri í dag.
Þessar tölur um ammoníakslosunina má sjá á þessum hlekk.
Það er nefnilega ekki bara koltvísýringslosun sem skiptir máli - menn þurfa líka að hafa í huga losun á öðrum efnum.
Tölvur og tækni | Breytt 19.8.2007 kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)