Færsluflokkur: Fjármál

Að skera niður framtíðina....

Púkinn gerir sér fyllilega grein fyrir því að nauðsynlegt er að skera niður á mörgum stöðum, vegna klúðurs undanfarinna ára.

Það sem Púkinn er hins vegar ekki sáttur við er að skorið skuli niður í skólakerfinu, á sama tíma og teknar eru ákvarðanir eins og að halda áfram byggingu tónlistarhúss, þrátt fyrir allt.

Málið er nefnilega einfalt - til þess að vinna sig út úr kreppunni og byggja upp gott þjóðfélag þurfa Íslendinga á vel menntuðu fólki að halda.  

Niðurskurður á menntakerfi er mikið vandaverk og tjónið af slíkri aðgerð gæti orðið verulegt, til lengri tíma litið.


mbl.is Skólunum gert að skera niður um þrjá milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þögn forsetans

forseti.jpgForseti Íslands hefur ekki látið mikið fyrir sér fara síðustu mánuðina, þrátt fyrir að sjaldan í sögu lýðveldisins hafi verið jafn mikil þörf á sameiningartákni fyrir þjóðina eins og núna.

Hvers vegna - tja, það skyldi þó aldrei vera vegna þess að undanfarin ár hefur forsetinn sýnt krónískan undirlægjuhátt gagnvart þeim fjárglæframönnum sem bera stóran hluta ábyrgðarinnar á núverandi ástandi.

Forsetinn talaði ekki á sínum tíma gegn græðgivæðingu þjóðfélagsins - nei, hann studdi útrásina með ráðum og dáð - og það náði hámarki þegar Baugur fékk útflutningsverðlaun forseta Íslands árið 2008.

Baugur - fyrirtæki sem ekkert hefur flutt út annað en peninga - fyrirtæki með hagsmuni sem voru andstæðir hagsmunum allra raunverulegra útflutningsfyrirtækja.

Já...stundum er kannski bara best að þegja og skammast sín ... en mikið saknar Púkinn nú þess að hafa ekki forseta eins og Vigdísi.  Þannig forseti myndi ekki þegja í dag.

 


mbl.is Stjórnarskipti breyta engu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband