Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Þriðjudagur, 17. mars 2009
Hrunið var fyrirsjáanlegt (upprifjun á spá frá júlí 2007)
Sumir (fyrrverandi) ráðamenn hafa haldið því fram að enginn hafi átt von á hruni íslensks efnahagslífs, en Púkinn þarf ekki að leita lengra en í sína eigin grein frá júli 2007:
Hagfræðingar framtíðarinnar munu ef til vill skilgreina þessar ákvarðanir Seðlabankans sem eina meginorsök hruns íslensks efnahagslífs á fyrstu áratugum 21. aldarinnar.
Greinina má lesa í heild hér . Þessi orð voru rituð 15 mánuðum áður en allt hrundi, en þá hefði hverjum hugsandi manni átt að vera augljóst að hverju stefndi.
Var hlustað á Púkann og aðra sem vöruðu við þeirri braut sem þjóðfélagið var á? Voru allir of uppteknir við að skara eld að eigin köku?
Svari hver fyrir sig.
Viðskipti og fjármál | Breytt 21.3.2009 kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 14. mars 2009
Skilur Framsókn ekki hagfræði?
Púkinn er þeirrar skoðunar að forystumönnum Framsóknarflokksins væri hollt að fara námskeið í undirstöðuatriðum hagfræði - þá myndu þeir kannski hætta að koma með hugmyndir sem reynast tóm mistök þegar upp er staðið.
Púkinn vill í þessu sambandi minna á hækkun húsnæðislána fyrir nokkrum árum, en sú hugmynd byrjaði sem kosningaloforð Framsóknarflokksins. Því miður var það loforð efnt, en fyrirhuguð hækkuð lán íbúðalánasjóðs leiddu til þess að bankarnir stukku til og fóru að bjóða sambærileg lán.
Þegar fólk hafði skyndilega meiri pening milli handanna og fleiri gátu ráðist í fasteignakaup en áður hefði afleiðingin átt að vera augljós - íbúðaverð hækkaði - fasteignabólan var komin af stað. Aukin eftirspurn og óbreytt framboð leiðir til hækkaðs verðs.
"Hækkuð lán" var hugmynd sem hljómaði vel í eyrum kjósenda og tryggði sjálfsagt einhver atkvæði, en þau voru dýri verði keypt fyrir þjóðina.
Þegar bólan loks sprakk sátu margir eftir í þeirri stöðu að hafa keypt sér stærri eign á hærra verði en þeir réðu við og framhaldið þekkja allir.
Núverandi hugmynd um 20% niðurfærslu lána er sama marki brennd - hljómar vel í eyrum margra og tryggir ef til vill einhver atkvæði, en kostnaðurinn fyrir þjóðina yrði mun meiri á endanum en ef betri og markvissari leið yrði farin.
Þjónkun IMF við stjórnvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 10. mars 2009
Hvað er eðlilegt að stór hluti þjóðarinnar eigi minna en ekki neitt?
Að minnsta kosti 18% fjölskyldna eiga minna en ekki neitt. Púkinn vill hins vegar spyrja - hvað er eðlilegt að essi tala sé há - 5%, 10% eða kannski 20%?
Einhverjir furða sig ef til vill á þessari spurningu og líta á það sem eðlilegan hlut að engir séu í þessari stöðu, en það er hreinasta firra. Þvert á móti er einmitt eðlilegt að allnokkur hluti þjóðarinnar eigi minna en ekki neitt.
Skoðum til dæmis ungt par sem er nýbúið að ljúka langskólanámi. Ef þau hafa framfleytt sér með námslánum árum saman eru skuldirnar orðnar umtalsverðar - og væntanlega mun meiri en eignirnar.
Málið er einfaldlega að það er eðlilegt að ungar fjölskyldur séu í mínus á þennan hátt og nái jafnvel ekki núllinu fyrr en um fertugt eða svo. Stærsti hluti eignamyndunar hjá venjulegu fólki á sér stað á seinni hluta starfsævinnar.
Það eru auðvitað aðrir sem aldrei steypa sér í skuldir, en vandamálið er að upplýsingar um að 18% fjölskyldna séu með neikvæða eignastöðu segja í raun ósköp lítið og það hefði í raun átt að spyrja allt annarra spurninga.
Það hefði til dæmis verið mun gagnlegra að fá að vita hversu stór hluti fjölskyldna með lága (eða neikvæða) er í vandræðum vegna þess að útgjöld þeirra eru meiri en tekjur. Ef eignastaða fólks hefur versnað sökum þess að hlutabréf þeirra eru verðlaus eða fasteignirnar hafa fallið í verði, en fólk á samt í engum vandræðum með að mæta útgjöldum, þá er eignastaðan ekki raunverulegt vandamál. Hún er kannski pirrandi, en ekki ástæða til að krefjast aðgerða sem gagnast viðkomandi.
Sé gripið til aðgerða verður að tryggja að þær gagnist þeim fyrst og fremst sem raunverulega þurfa á þeim að halda (sem er ein margra ástæðna þess að Púkinn telur hugmyndir um 20% skuldaafslátt ekkert annað en fáránlegt, óábyrgt lýðskrum.)
18% talan er líka algerlega marklaus af annarri ástæðu. Það eru engar áreiðanlegar tölur til um raunverulegt verðmæti fasteigna þessa stundina. Stór hluti þeirra fasteignaviðskipta sem eiga sér stað er á formi eignaskipta - og þar getur það verið báðum aðilum í hag að verðinu sé haldið uppi. Púkinn veit jafnvel dæmi þess að aðilar hafi samið um að báðar eignirnar skyldu hækkaðar um sömu krónutölu, því þá var auðveldara að fá lán færð á milli.
Þetta veldur því að verðmæti fasteigna virðist enn mun hærra en það raunverulega er - þannig að rauneignastaða margra sem keyptu fasteignir á óraunsæju og uppsprengdu bjartsýnisverði er enn verri en nýbirtar tölur gefa til kynna.
14 þúsund heimili eiga bara skuldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 9. mars 2009
Straumur hrynur ... og krónan styrkist
Það sýnir vel hvað gengi krónunnar er úr öllum takti við raunveruleikann að á þeim degi sem Straumur hrynur skuli gengi krónunnar styrkjast. Fall fjármálastofnunar ætti að öllu eðlilegu að veikja gjaldmiðil viðkomandi lands, en það gerist ekki vegna þess að gengi krónunnar er einfaldlega handstýrt - og jafnvel er verið að reyna að hnika því upp á við, en það eru mistök að mati Púkans.
Bankahrunið hefur gersamlega eyðilagt allt traust á íslensku krónunni erlendis, en það hefur líka stórskaðað lánstraust Íslendinga. Við getum ekki sem þjóð haldið okkur uppi á erlendu lánsfé - okkur er nauðsyn að reka þjóðarbúið með jákvæðum jöfnuði - það er að segja, að meiri gjaldeyrir streymi inn í landið vegna útflutnings, heldur en streymir út vegna innflutnings.
Íslenska krónan var allt, allt of sterk um tíma og ekki var hlustað á umkvartanir útflutningsfyrirtækja - talað var um "eðlileg ruðningsáhrif" og annað í þeim dúr - öllum var sama þótt þau fyrirtæki sem reyndu að selja vörur úr landi yrðu að draga saman seglin, steypa sér í skuldir eða færa framleiðsluna úr landi.
Nú hefur dæmið snúist við og menn átta sig á því að útflutningsfyrirtækin eru þjóðarbúinu nauðsynleg. Mörg þeirra eru hins vegar löskuð eftir hágengistímabilið - þau hafa eytt sínum varasjóðum og eru sum orðin stórskuldug.
Til að vinna upp þann skaða sem hágengistímabilið olli er nauðsynlegt að þessi fyrirtæki fái að nóta lágs gengis krónunnar í verulegan tíma. Það er að vísu óþægilegt fyrir innflutningsfyrirtæki og þá sem létu plata sig til að taka lán í erlendum gjaldmiðli á þess að hafa erlendar tekjur á móti, en þetta er nauðsynlegt engu að síður...sárt, en nauðsynlegt.
Tilraunir til að styrkja krónuna með handafli eru stór mistök, að mati Púkans. Það er kannski ekki rétt að fleyta henni strax - fallið gæti orðið meira en ástæða er til, en áframhaldandi gervistyrking gerir meiri skaða en gagn til lengri tíma litið.Loka átti Straumi í Bretlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mánudagur, 9. mars 2009
Vítisenglar og útrásarvíkingar
Nú nýlega var landamæraeftirlit hert til að koma í veg fyrir komu meðlima Hells Angels til landsins.
Púkinn velti hins vegar fyrir sér hvaða skaða þessir menn gætu unnið íslensku þjóðfélag, samanborið við þann skaða sem aðrir bera ábyrgð á.
"Útrásarvíkingarnir" eru ofarlega á listanum, enda táknmyndir þeirrar græðgivæðingar sem hefur nú lagt þjóðfélagið á hliðina, en sökudólgarnir eru víðar, til dæmis þeir stjórnmálamenn sem bera ábyrgð á einkavæðingu bankann, gölluðum lögum um hlutverk Seðlabankann og sprungnu húsnæðisbólunni.
Sumir af fyrri stórum eigendum bankanna reyna nú að hvítþvo sig, þótt þjóðina gruni að þeir séu önnum kafnir við að flytja fé sitt úr einu skattaskjónu í annað.
Það liggur við að Púkanum finnist að landamæraeftirlitið hafi ekki beinst í vitlausa átt - í stað þess að hindra Hells Angels í að komast til landsins hefði átt að hindra þá sem bera ábygð á hruninu í að komast úr landi. Vélhjólaglæpagengin eru hrein englabörn í samanburði.
Auknar líkur á þjóðargjaldþroti" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 7. mars 2009
Stærsta bankarán í sögu Íslands?
Þegar einhver vesæll dópisti rænir íslenskan banka er hann eltur uppi og lokaður inni. Þegar menn kaupa sér banka og ræna hann innanfrá eru þeir verðlaunaðir af forsetanum og hylltir sem hetjur árum saman.
Það er auðvitað mjög þægilegt að eiga banka sem getur lánað manni nokkur hundruð milljarða - fyrst og fremst vegna þess að það er lítil hætta á að bankinn segi NEI...og ef eftirlitsstofnanirnar eru nógu vanmáttugar, þá er heldur engin hætta á að þær séu eitthvað að flækjast fyrir.
Nú, svo er bara að koma peningunum úr landi - færa þá úr einu skúffufyrirtæki í annað og láta síðan einhver fyrirtækin fara á hausinn á pappírnum, meðan peningarnir sitja öruggir á reikningum á Caymaneyjum eða einhverjum öðrum góðum stað.
Svo þarf bara að bíða meðan verið er að eyða sönnunargögnum um vafasöm viðskipti - í versta falli bíða þangað til möguleg sakamál eru fyrnd og þá má nota peningana til að kaupa það sem menn vilja á brunaútsölu.
Já, það er munur að vera svona nýmóðins bankaræningi og þurfa ekki einu sinni að skella lambhúshettu á höfuðið.
Lánuðu sjálfum sér milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 6. mars 2009
Sannleikurinn um Luxemborg
Púkanum þykir nokkuð ljóst að nú sé unnið að því að tryggja að upplýsingar um braskið í Luxemburg komist aldrei í hendur íslenskra yfirvalda eða þeirra sem eiga að rannsaka hvað gerðist í bankahruninu.
Það hefur verið erfitt að fá upplýsingar um skúffufyrirtækin í Luxemborg sem fluttu milljarða úr einum vasa í annan. Bankinn hefur borið fyrir sig bankaleynd, en nú stendur til að selja útibúið.
Halló....er enginn vakandi!
Dettur einhverjum hugsandi manni í hug að auðveldara verði að fá upplýsingar um hvað átti sér stað eftir að sú sala er um garð gengin og útibúið komið í hendur Lýbíumanna?
Púkanum sýnist nokkuð ljóst að hér sé um að ræða hluta áætlunar sem miði að því að aldrei verði hægt að nálgast þessar upplýsingar.
Fjölmiðlar benda ekki á þennan þátt, heldur er frekar á þeim nótum að hér sé um jákvæðan atburð að ræða. Skrýtið....eða hvað?
Einu skrefi nær Kaupþingssölu í Lúxemborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Skuldir Baugs = eignir bankanna
Greiðslustöðvun og mögulegt gjaldþrot Baugs eru alvarlegar fréttir fyrir Ísland. Ástæða þess er sú að stór hluti eigna gömlu bankanna eru einmitt skuldir Baugs og tengdra fyrirtækja.
Menn höfðu vonast til að eignir gömlu bankanna stæðu undir sæmilegum hluta skuldbindinga þeirra, en nú falla risarnir hver af öðrum - þeir geta ekki borgað af lánum sínum og hætt er við að eignirnar yrðu verðlitlar, væru þær seldar núna.
Landsbankinn er í sérlega slæmum málum - þrír af hans stærstu viðskiptavinum eru í slæmum málum og Púkinn er svona að velta fyrir sér hvort nokkrar eignir séu yfirhöfuð eftir sem gætu komið á móti IceSafe skuldbindingunum.
Eins og einhver sagði - ef þú skuldar bankanum 100 milljónir og ert í vanskilum, þá ertu í slæmum málum, en ef þú ert með 100 milljarða í vanskilum þá er það bankinn sem er í vandræðum.
Baugur í greiðslustöðvun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 31. janúar 2009
"Vel unnin störf" Seðlabankastjórnar
Að þakka stjórn Seðlabankans fyrir vel unnin störf undanfarna mánuði er blaut tuska í andlit þjóðarinnar.
Seðlabankastjórnin hefur undanfarin ár sýnt að hún ræður ekki við sitt hlutverk, hvort sem þar er um getu- eða viljaleysi að ræða.
Hvers vegna notaði Seðlabankinn ekki tækifærið og styrkti gjaldeyrisvarasjóðina þegar krónan var sterk? Það hefði haldið aftur af styrkingu krónunnar, sem var komin út fyrir öll velsæmismörk.
Hvers vegna hækkaði Seðlabankinn ekki bindiskyldu bankanna til að hafa hemil á útlánagleði þeirra?
Hvers vegna hélt Seðlabankinn áfram að hækka vexti, þegar löngu var orðið ljóst að það slægi ekki á verðbólguna, því menn tóku bara erlend lán, þannig að vextirnir bitu ekki. Eina afleiðing vaxtahækkananna var að hvetja til aukinnar útgáfu jöklabréfa, sem jók líkurnar á stórum sveiflum í íslensku efnahagslífi?
Nei, að þakka þessum mönnum fyrir vel unnin störf á síðustu mánuðum er svona eins og að þakka brennuvargi fyrir að hringja í slökkviliðið eftir að hann hefur kveikt í.
Geir þakkar stjórum Seðlabanka vel unnin störf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 25. janúar 2009
Björgvin og FME - hver fer næst ?
Púkinn er ekki alveg viss hvort það sé pólitískt snilldarbragð hjá Björgvin að láta það verða sitt síðasta embættisverk að reka stjórn FME, en hitt er víst að þetta útspil bætir möguleika hans á endurkomu í íslensk stjórnmál.
Fjármálaeftirlitið mátti alveg fá þessa flengingu, enda brást það á marga vegu, en þó hafa þeir þá afsökun að stofnunin missti marga af sínum hæfustu starfsmönnum yfir til bankanna sem tvö- eða þrefölduðu laun þeirra. Þeir sem sátu eftir réðu einfaldlega ekki við verkefnið.
Seðlabankinn hefur hins vegar ekki þessa afsökun. Þar tóku menn heimskulegar ákvarðanir - og ekki bara einu sinni, heldur endurtekið. Seðlabankinn þrjóskaðist við að hækka og hækka vexti til að reyna að slá á verðbólguna, þrátt fyrir að bent væri á að bæði væru aðrar aðferðir vænlegri (hækka bindiskyldu bankanna til að slá á útlánagleði þeirra) og að með sífelldum vaxtahækkunum væru þeir að skapa gífurlegan óstöðugleika, því allt það fjármagn sem flæddi inn í landið vegna jöklabréfanna gæti flætt jafn hratt út aftur með tilheyrandi hruni.
Nei, afglöp Seðlabankans voru mun verri en afglöp Björgvins og FME - og þess vegna hefði Púkinn viljað sjá þá fjúka fyrst...
... en þá mega Seðlabankastjórarnir í staðinn bara vera þeir næstu sem fá að fjúka.
Björgvin segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |