Kaupmáttur orðinn "eðlilegur" ?

Púkinn vill leyfa sér að halda fram þeirri (óvinsælu) skoðun að kaupmáttur Íslendinga sé nú loksins orðinn eðlilegur.

peningarÞað er vissulega staðreynd að kaupmáttur hefur minnkað hjá flestum, miðað við það sem var á "góðæristímabilinu", en þess ber líka að gæta að þar áður hafði hafði hann vaxið óeðlilega hratt.

Að hluta til er þetta afleiðing hinnar arfavitlausu efnahagsstefnu sem hér var rekin á árum áður.  Fölsku hágengi krónunnar var það að þakka að innfluttar vörur virtust ódýrar og stór hluti þjóðarinnar fór á eyðslufyllerí - keypti sér stóra pallbíla, risaflatskjái og aðra misgagnlega hluti. Öllum stóð á sama þótt útflutningsfyrirtækjunum blæddi út - það virtist hafa gleymst að á endanum er ekki hægt að eyða og eyða nema eitthvað komi í kassann á móti.

Önnur ástæða var ofurþenslan í þjóðfélaginu - stórhuga athafnamenn og aðrir sem gátu slegið lán óðu af stað í misgáfulegar framkvæmdir - mikil eftirspurn var eftir starfsfólki og þótt hingað væru fluttir margir flugvélafarmar af erlendu láglaunafólki dugði það ekki til...eftirspurn eftir vinnuafli varð þess valdandi að tekjur hækkuðu - verkefnin virtust óþrjótandi en enginn virtist hugleiða hvort þau væru í raun hagkvæm.

Fjármagn streymdi til Íslands og allt virtist í besta lagi, uns spilaborgin hrundi og krónan féll.

Enginn fékk lengur lán til óhagkvæmra framkvæmda og fyrirtæki fóru á hausinn umvörpum þegar eftirspurnin eftir vörum þeirra og þjónustu dróst saman.  Mörg þeirra fyrirtækja sem eftir standa hafa dregið skorið niður yfirvinnu og bónusa - þegar ekki er lengur brjáluð samkeppni um starfsfólk þurfa þau ekki að yfirbjóða hvert annað í launakjörum. 

Lækkun heildarlauna, ásamt hækkandi verðlagi leiðir að sjálfsögðu til rýrnunar á kaupmætti - en sú rýrnun er ekki meiri en svo að kaupmáttur núna samsvarar því sem hefði verið ef "góðærisbólan" hefði aldrei komið. 


mbl.is Segja kaupmátt lágmarkslauna hafa hækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Alveg er ég sammála Púkanum að þessu sinni.

Ekki kæmi mér á óvart þó fleiri séu á sama máli.

Hólmfríður Pétursdóttir, 16.7.2010 kl. 17:22

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þetta er bara dagsannur og blákaldur raunveruleikinn.

Þórir Kjartansson, 16.7.2010 kl. 17:29

3 Smámynd: Billi bilaði

Ertu þá að meina að hann sé orðinn eðlilegur að meðaltali, að miðgildi, eða fyrir alla?

Billi bilaði, 16.7.2010 kl. 20:34

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nokkuð til í þessu, en ef við skoðum okkar framleiðslu til útflutnings, þ.e. ál ekki tæki úr áli, fersk fiskur en lítið af unnum, og síðan tekjur af ferðamönnum; þá ætti hver maður að sjá að svo frumstætt framleiðsluhagkerfi stendur ekki undir sambærilegum launum eða velferð eins og þau lönd sem búa raunverulega við þróað hagkerfi.

---------------------------

Tómt mál að bera okkur saman við Norðurlönd, meðan okkar hagkerfi er líkara þeim sem frumstæðust eru í Evrópu.

Þegar við höfum hagkerfi eins þróað og það sænska, getum við staðið undir sambærilegum kjörum og þjónustu og í Svíþjóð. Ekki fyrr.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.7.2010 kl. 00:02

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála þér Púki.. góður pistill.

Ég skrapp til ESB um helgina.. matarverð þar var um 50 % undir því sem noregur býður upp á...

út að éta fyrir 4 með 6 rétta málsverði og nokkrum lítrum af bjór.. 770 kr norskar.. sama máltíð hefði kostað yfir 2000 í Oslo..

Rauðvín út úr hraðbuð í miðborg köben.. 25 kr danskar.. sama flaska í vinmonopolet i Oslo 80-110 kr

Óskar Þorkelsson, 18.7.2010 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband