Tilgangslaus sýndarmennska

Púkinn hefur lítið álit á væntanlegu stjórnlagaþingi - en enn minna álit á "þjóðfundi" þeim sem verður haldinn áður með þátttöku 1000 handahófsvalinna einstaklinga.

Skoðun Púkans er nefnilega sú að hér sé aðeins um að ræða tilgangslausa sýndarmennsku - eingöngu í þeim tilgangi að láta þjóðina halda að það sé verið að hlusta á hana.

Skoðum aðeins þennan væntanlega þjóðfund...opinber tilgangur hans er að kalla eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings um stjórnskipan landsins, stjórnarskrá og breytingar á henni.

Hafi Púkinn skilið ferilinn rétt, þá felst þjóðfundurinn í því að fólk situr í umræðuhópum, þar sem á að lýsa eigin skoðunum - enn þess er ekki krafist að fólk undirbúi sig, eða hafi neina sérstaka þekkingu á stjórnarskránni.

(Púkinn hefur reyndar sínar efasemdir um að óundirbúið fólk með enga þekkingu á stjórnarskránni geti lagt mikið gáfulegt til málanna, en hvað um það).

Stóra málið er hins vegar að allar þær skoðanir sem koma fram þurfa að fara í gegnum fjórar "síur".

Sía #1

Við hvert borð er síðan umræðustjóri sem stjórnar umræðunum og "síar" niðurstöðurnar - tekur það sem hann metur sem niðurstöður hópsins og skilar því áfram.  Það hafa ekki verið birtar neinar upplýsingar um hvernig sú vinnsla fer fram, þannig að þátttakendur hafa enga tryggingu fyrir því að nokkuð af skoðunum þeirra skili sér áfram.

Sía #2

Niðurstöðum þjóðfundarins er skilað til stjórnlaganefndar, sem vinnur úr þeim og skilar þeim áfram.   Flestir í þessari nefnd eru með lögfræðimenntun, og allt er þetta hið ágætasta fólk sem er sjálfsagt treystandi til að semja tillögur að nýrri stjórnarskrá - en þessi hópur er ekki skyldugur til að taka eingöngu tillit til þess sem mun koma fram á þjóðfundinum.  Þau "sía" áfram þær niðurstöður þau fengu frá fundarstjórunum og þeim er síðan væntanlega frjálst að koma með hvaða viðbætur og tillögur til breytinga á stjórnarskránni sem þeim sýnist - algerlega óháð því sem þjóðfundurinn segir.

Sía #3

Niðurstöðum stjórnlaganefndar er síðan skilað til stjórnlagaþings, sem er ekki bundið af þeim tillögum á neinn hátt, en hefur það hlutverk að koma saman nýrri stjórnarskrá.

Sía #4

Stjórnlagaþing skilar síðan niðurstöðum til Alþingis, sem hefur fullt vald til að breyta því sem því sýnist - og það er sjálfsagt bara barnaskapur að búast við öðru en alþingismenn munu notfæra sér rétt sinn til að draga úr áhrifum allra þerra breytinga sem gætu komið þeim eða flokkum þeirra illa.

Svona í alvöru talað - til hvers að hafa öll þessi aukaskref og "síur"þegar á endanum geta alþingismenn bara gert það sem þeir vilja ?

Jú, eins og Púkinn sagði í upphafi - það á að láta þjóðina halda að hún hafi eitthvað að segja.


mbl.is Skiptar skoðanir um stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Jón Sveinbjörnsson

Mér skilst að alþingi eigi svo að samþykkja allan pakkann í síðustu lotu í ferlinu,þeir geta þá ef þeim sýnist,þurrkað þetta allt út.

Kristján Jón Sveinbjörnsson, 18.10.2010 kl. 16:45

2 Smámynd: Púkinn

Nei.  Eins og stendur á opinberu fefsíðunni:

Frumvarpið getur breyst í meðförum Alþingis. Hin endurskoðaða stjórnarskrá verður að lúta lagafyrirmælum núgildandi stjórnarskrár og samkvæmt henni hefur Alþingi síðasta orðið í tveimur afgreiðslum með kosningum á milli.

Púkinn, 18.10.2010 kl. 16:53

3 Smámynd: Björn Emilsson

Púki, gott hjá þér eins og oftar. Jóhanna forsætis lýsti því yfir í upphafi ferils hennar að nauðsynlegt væri að breyta stjórnarskránni til að auðvelda innlimun Islands í Fjölþjóðabandalagðið ESB. Þá höfum við það.

Björn Emilsson, 18.10.2010 kl. 17:47

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Niðurstöðugirni er ekki gott upphaf, sérstaklega efi „fúll á móti“ er með full mikli tök á mannskapnum.

Reynið að sjá björtu hliðarnar.

Ég bauð mig fram undir eftirfarandi lýsingu:

Ég tel að ný stjórnarskrá sé liður í því að sameina þjóðina á ný eftir sundrunguna sem fylgdi hruninu 2008. Ég vil að tillaga stjórnlagaþingsins að nýrri stjórnarskrá fari ekki eingöngu til Alþingis til framhaldsumræðu og ákvörðunar. Hún skal einnig send til umræðu meðal allra Íslendinga, á hvern vinnustað, hvert heimili og í allar skólastofur, svo að hún verði að lokum þjóðareign sem upplýsir þjóðina um sínar skyldur og sín réttindi. Leiðarjós mitt er virkt lýðræði og betra þjóðfélag á tveggja alda ártíð Jóns Sigurðssonar. Í því felst að stjórnarskráin innihaldi m.a. ný ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur, jafnt vægi atkvæða og þjóðareign mikilvægra auðlinda .

Hjálmtýr V Heiðdal, 18.10.2010 kl. 17:53

5 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Er sammála um að of margar síur eru á leiðinni. En samt sem áður er þetta tækifæri fyrir almenning. Þarna verður allt uppi á borðum. Engin leyndarmál. Það verður erfitt fyrir nefndina og Alþingi seinna að kæfa góð mál eða henda út. Því stjórnarskrárgerð á að vera eins lýðræðisleg og nokkur kostur er.

Nú reynir á fjölmiðla og ef þeir sýna þessu ekki áhuga þá verða bloggmiðlarnir til þess að fólk fái traust á þessari vinnu.

Aðalmálið nú er að upplýsa almenning og fá hann með í umræðu um breytingarnar. Viljum við t.d. fá inn mannréttindi sem kveða á um velferð til handa borgurunum?

Margrét Sigurðardóttir, 18.10.2010 kl. 18:06

6 identicon

"Skoðun Púkans er nefnilega sú að hér sé aðeins um að ræða tilgangslausa sýndarmennsku - eingöngu í þeim tilgangi að láta þjóðina halda að það sé verið að hlusta á hana."

Hárrétt hjá púkanum.

Hér mun ekkert breitast nema almenningur geri alvöru byltingu, allt annað er fullreynt.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 18:07

7 Smámynd: Kristján Jón Sveinbjörnsson

Já,það var reyndar það sem ég var að reyna að koma fram,Alþingi á síðasta orðið...

Kristján Jón Sveinbjörnsson, 19.10.2010 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband