Netlöggan mætt á staðinn

net.fraudPúkanum finnst það athyglivert að notendur séu hvattir til að leita til lögreglunnar ef þeim berast grunsamleg gylliboð, því Púkinn á bágt með að trúa því að lögreglan hafi hreinlega mannskap til að sinna þessu verkefni ef allir myndu beina svona bréfum til hennar.

Nú er Púkinn að sjálfsögðu með póstsíu (sjá hér) sem sér um að hreinsa megnið af svona rusli úr póstinum hans, en ef það er skoðað sem sían stoppar kemur fljótt í ljós að magn svona rusls er gífurlegt.

Púkinn hefur nefnilega notað tölvupóst í rúm átján ár og hefur ekki komist hjá því að lenda á fjölda ruslpóstslista.

Lausleg yfirferð á þeim pósti sem sían lokaði á í dag leiðir í ljós 27 tilboð um kaup á Viagra, Cialis eða öðru slíku, 5 tilraunir til að reyna að plata Púkann til að gefa upp lykilorð í PayPal eða heimabanka, 2 tilraunir til að fá Púkann til að aðstoða við peningaþvætti, 7 tilraunir til að fá Púkann til að fjárfesta í einhverjum vafasömum "penny-stock" bréfum og svo framvegis - yfir 50 grunsamleg gylliboð alls.

Púkinn trúir því ekki að lögreglan vilji fá ruslpóstinn hans, en hafi hún áhuga er henni það velkomið.


mbl.is Lögreglan ítrekar aðvaranir sínar vegna gylliboða á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmmm . . . þeir mega líka fá ruslpóstinn minn. Það er annars alveg merkilegt hvað löggan er dugleg að vera með PR fréttir eftr vont umtal. Mogginn lepur þetta upp eins og hungraður köttur. Svona fréttir eru eins og margt á mbl.is og visir.is gamalt drasl sem virðist dúkka upp þegar fréttamenn leita á b2.is

Magnús (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband