Cantat - loksins

fiberopticPúkinn fagnar því að Cantat skuli nú loksins vera kominn aftur í lag.

Léttir Púkans er sjálfsagt meiri en flestra (sem fólk ætti að skilja ef það athugar höfundarupplýsingarnar til að sjá hver stendur á bak við Púkann) því fyrirtæki Púkans byggir jú á því að geta dreift gögnum fljótt og vel yfir Netið.

Meðan Cantat hefur verið bilaður, hefur öll umferðin farið í gegnum FarIce strenginn, sem hefur nú ekki verið til fyrirmyndar hvað bilanir snertir, þannig að síðustu 4 mánuðina hefur Púkinn haft af því verulegar áhyggjur að þessar sæstrengsbilanir gætu kippt fótunum undan fyrirtæki hans.

Eftir sem áður er staðan sú að Cantat er kominn til ára sinna og Teleglobe fyrirtækið er ekki það besta og áreiðanlegasta í þessum geira.

Það eru uppi fyrirætlanir um nýjan streng til Evrópu, en þegar Cantat verður aflagður þá munum við vera í þeirri stöðu að hafa enga beina tengingu vestur um haf.

Það lítur ekki vel út því ef einhverjir ætla að reyna að markaðssetja Ísland sem vænlegan kost til hýsingar á netþjónabúum, þá er hætta á að þeir verði hreinlega ekki teknir alvarlega miðað við núverandi stöðu mála.

Við værum betur sett ef sá kostur hefði verið valinn að leggja streng í suður til að tengjast Hibernia strengnum sem liggur þvert yfir hafið, en Púkanum skilst að Síminn hafi verið því mótfallinn, enda hefur hann lagt í verulegan kostnað við hafsbotnsathuganir annars staðar.

Púkinn vill að lokum lýsa þeirri skoðun sinni að skeytingaleysi varðandi sæstrengina lýsir því betur en margt annað hversu lítið er að marka orð stjórnmálamanna um upplýsingaþjóðfélag.  Ef þeir vilja ekki byggja upp undirstöður slíks þjóðfégs mun það aldrei verða að veruleika.

Nei, þá er nú betra að þeirra mati að byggja nokkur Héðinsfjarðargöng. 


mbl.is Viðgerð á CANTAT-3 sæstrengnum lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Hmm.. þá hefurPúkinn fengið rangar upplýsingar og verið með óþarfa áhyggjur.  Jæja, hvað með það.

Púkinn, 26.4.2007 kl. 14:50

2 Smámynd: Einar Indriðason

Það að austurleggur Cantat hafi að mestu verið í lagi, breytir því samt ekki, að Ísland er illa tengt við umheiminn, netlega.  Hvað ef:  Farice hefði farið í sundur?  Ekki óþekkt dæmi, og hefur komið fyrir áður.  Austurleggur Cantat hefði á *ENGAN* hátt annað þeirri flutningsþörf sem til staðar er.  Sem þýðir, að ... í raun hefði Ísland orðið netsambandslaust við umheiminn.  "Frábært!"

Einar Indriðason, 26.4.2007 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband