Er Púkinn áhrifavaldur?

Púkanum þótti athyglivert að lesa hverjir væru skilgreindir áhrifavaldar í þessari könnun.  Púkinn er nefnilega háskólamenntaður einstaklingur á aldrinum 35-64 ára, sem fylgist með fjölmiðlum og hefur heildartekjur yfir 400.000 á mánuði, þannig að samkvæmt þessu er Púkinn skilgreindur áhrifavaldur.

Það er einmitt það, já.

Púkinn myndi nú reyndar varla vilja skilgreina sjálfan sig sem áhrifavald - enda eru áhrif hans takmörkuð utan heimilisins og þess fyrirtækis sem hann starfar í.  Þegar Púkinn fór að hugleiða yfir hverjum hann hefði mest áhrif var niðurstaðan reyndar sú að áhrif Púkans væru mest gagnvart hundinum hans, en hann virðist telja Púkann vera það stærsta og mikilvægasta í sinni tilveru.

Voff, voff.


mbl.is Treysta ríkisstjórninni betur en viðskiptalífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband