Höfundarréttarbrot

windows-piracyTíu ára fangelsi fyrir að brjóta gegn höfundarrétti hugbúnaðarframleiðenda?  Púkinn getur nú ekki að því gert að hann veltir fyrir sér hvort sú áhersla sem lögð hefur verið á þetta ákveðna mál sé ekki að hluta vegna þess að Bandaríkjamenn vilji senda út þau skilaboð að þeir muni ekki hika við að beita lögum sínum og krefjast framsals, jafnvel þótt brotin séu framin í öðru landi.

Púkinn veltir því líka fyrir sér hvort ekki sé fyrst og fremst verið að senda Kínverjum og öðrum Asíulöndum þessi boð - en þau lönd bera ábyrgð á stórum hluta ólöglegrar afritunar á bandarískum hugbúnaði og öðrum hugverkum.

Nú er Púkinn ekki að segja að þessi mál séu í góðu lagi hér á Íslandi, síður en svo, en ástandið er þó skárra en það var fyrir 20 árum síðan, þegar stolinn hugbúnað mátti jafnvel finna á tölvum Hæstaréttar.

Hvernig ætli viðbrögðin yrðu hér á Íslandi ef bandarísk stjórnvöld krefðust framsals á Íslendingi vegna svipaðra afbrota?


mbl.is Framseldur til Bandaríkjanna þrátt fyrir að hafa aldrei komið þangað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Má ekki gera athugasemdir við það hvernig þetta ,,tjón" er reiknað?  Þetta er sama aðferð og SMÁÍS notar við að reikna ,,tjón" fyrir hvert lag eða bíómynd sem er afrituð og notuð.  Málið er að stór hluti af þessum lögum og myndum myndi aldrei seljast ef ekki væri fyrir þessa afritun.  Sem dæmi má nefna að sala á tónlist hefur aukist þrátt fyrir bölsbænir SMÁÍS.

10 ára fangelsi og háar sektir fyrir þetta brot er fáránlegur dómur.  Í Noregi kom upp svipað mál með Jon Johansen sem fann upp aðferð við að afkóða DVD diska.  Þar var litið á þetta sem málfrelsi einstaklingsins.  Þ.e.a.s. þegar þú ert búinn að kaupa diskinn, máttu gera við hann hvað sem þú vilt og mátt segja hverjum sem er frá því.

Þetta er Áströlum til skammar og ég hef enga trú á að Asíulöndin láti þetta sér að kenningu verða.  Þeim er slétt sama um bandarísk höfundarlög, rétt eins og Bandaríkjamönnum er slétt sama um þessi lönd í heild sinni. 

Sigurjón, 7.5.2007 kl. 13:04

2 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Satt satt, það ætti nú að þakka þessum mönnum eða jafnvel bjóða þeim vel launaða vinnu, þegar afritunarvörn er brotin eru þeir sem unnu að henni ófærir að hanna almennilega vörn til að byrja með! Einnig er þetta alltaf spurning um hvenær vörnin er brotin, ekki hvort eða hver, það gerist fyrr eða síðar. Og já, DRM conceptið er að deyja, þetta var upphaflega hannað með það í huga að koma í veg fyrir tónlist eða hubúnaður væri afritaður og fjöldaframleiddur af þriðja aðila í massavís og komið á svartan markað. Nú eru stóru fyrirtækin að átta sig á því að DRM bitnar einungis á þeim sem kaupa diskinn, afritunarvörn stöðvar ekki þá sem ætla sér stórt hvað varðar endursölu. DVD Jon slapp sem betur fer mjög vel, það er pæling hvort hann myndi sleppa svo vel ef hann væri staðsettur á Íslandi :s

Gunnsteinn Þórisson, 7.5.2007 kl. 14:38

3 Smámynd: Kári Harðarson

Það hlýtur að vera tímaspursmál þangað til svipað mál kemur upp hér.  Bobby Fisher fékk hæli, kannski fá ólöglegir niðurhalarar það líka...

Hér er eitt sem ég hef verið að spegglera í: 

Ef ég hef einu sinni keypt bíómynd eða tónlist ætti ég að eiga hana eftir það, í samræmi við kaup á öðrum varningi.

Ef ég kaupi áskrift að RÚV (hver gerir það ekki?) og RÚV sýnir "Harry Potter" þá hefi ég þar með eignast réttinn til að horfa á Harry Potter.  Ég ætti þar af leiðandi að geta keypt myndina á geisladiski fyrir andvirði diskins sem er 100 kall.

Ef lögin gera ráð fyrir ég að kaupi sama hlutinn aftur og aftur er eitthvað mikið að.  Sjálfstætt hugsandi fólk fer ekki eftir ólögum?

Kári Harðarson, 7.5.2007 kl. 15:10

4 Smámynd: Arnór Valdimarsson

Sammála Sigurjóni, ég horfi á myndir í tölvunni sem ég myndi annars aldrei kaupa, hugsa frekar um að kaupa framhaldið af myndinni eða diskinn með söngvaranum ef þetta er tónlist.

Arnór Valdimarsson, 7.5.2007 kl. 18:35

5 Smámynd: Jóhann Gunnar Jónsson

Hvernig er það, nú segir fréttin að "Tjónið er reiknað þannig að hugbúnaðarframleiðendum er reiknað tap upp á söluandvirði viðkomandi hugbúnaðarpakka fyrir hvert afrit sem gert hefur verið."

Þýðir þetta ekki að allir aðrir "sjóræningjar" í heiminum eru stikkfrí þar sem búið er að kæra mann fyrir þetta tjón? Ef það var honum að "kenna" að framleiðendur urðu fyrir þessu tjóni, sem það hlýtur að vera þar sem maðurinn er í fangelsi fyrir þær sakir, þá verður nú að sjá það þannig að það getur ekki verið hinum að kenna líka, annars yrði að deila tapinu á milli allra þeirra sem hafa komið að málinu. Fengi hann þá ekki svona c.a. 5mínútna fangelsisdóm?

m.kv. Jóhann Gunnar

Jóhann Gunnar Jónsson, 8.5.2007 kl. 06:59

6 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Hæstiréttur hefur bæði fjallað um "click-through-license" og framsal sakamanna til Bandaríkjanna. Í stuttu máli sagt taldi hann "click-through-license" ekki fela í sér bindandi samning; og í máli sem varðaði framsal hjóna nokkurra sem voru á flótta undan réttvísinni í Arizona fyrir barnsrán þá taldi Hæstiréttur að ekki væri hægt að verða við kröfu um framsal af mannréttindaástæðum.

Elías Halldór Ágústsson, 8.5.2007 kl. 07:01

7 Smámynd: Óli Garðars

Ef arkitekt vill ekki leyfa þér að breyta útliti húss sem hann teiknaði fyrir 10 árum síðan, þá getur hann staðið á því.  Útlit hússins er hans hugverk og því má ekki breyta nema með samþykki hans.

Gildir ekki sama um tónlist og kvikmyndir á DVD. Verndað sem hugverk höfunda.

Netið brýtur niður öll landamæri gagnvart glæpum. Þú getur framið glæp í Asíu, en ert sjálfur staddur á Íslandi.

Óli Garðars, 8.5.2007 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband