Sæstrengur - getur það verið vitlausara?

Enn og aftur kemur í ljós að stjórnvöldum er ekki alvara þegar þau tala um að "...efla hátækni á Íslandi", "...gera Ísland að þekkingarsamfélagi" eða annað í þeim dúr.  Þau geta bruðlað með peninga í óþarfa eins og Héðinsfjarðargöng, en að styðja af alvöru við byggingu á undirstöðum þekkingarsamfélags...nei. 

Nú á að leggja annan sæstreng til Evrópu og hafa hann í höndum sama rekstraraðila og rekur FarIce í dag.   Það skal enginn reyna að telja mér trú um að verðið fyrir notkun strengsins komi til með að lækka við það - frekar hækka ef eitthvað er, því ekki vex notkunin bara við það að nýr strengur sé tekinn í notkun, en fjármagnskostnaðurinn vex hins vegar. 

FarIce er dýr og íslenskir aðilar sem dreifa miklum gögnum nota hann ekki nema þau neyðist til.  Staðreyndin er sú að kostnaður við að dreifa gögnum yfir Farice er allt að tífaldur kostnaður við að dreifa þeim frá netþjónabúum erlendis, en það, ásamt núverandi óáreiðanleika sambandsins er til dæmis ástæða þess að þjónarnir fyrir EVE Online eru í London, en ekki á Íslandi.

Nú, svo er það sú ákvörðun að leggja bara streng til Evrópu.  Þegar Cantat strengurinn verður lagður niður verðum við ekki með neina beina tengingu við Bandaríkin eða Kanada.  Ætla menn síðan í alvöru að reyna að sannfæra bandaríska aðila um að Ísland sé góður kostur til að reka netþjónabú?  Þá hefði nú verið betra að leggja streng í suður og tengjast Hibernia strengnum sem liggur fyrir sunnan land.

Púkinn getur ekki tekið svona menn alvarlega.


mbl.is Botnrannsóknir vegna nýs sæstrengs í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Það þarf að skoða þetta mál aðeins betur, það gengur ekkert að skella öðrum streng í sæ og kalla það afrek fyrir samgöngumál hér á landi eða einhver tækifæri fyrir erlenda hýsinga-aðila. Reyndar í mínum huga er öryggi í fyrsta sæti, hraðinn í öðru, rétt eins og í ýmsu öðru ;) Ísland er eyja, þetta er staðreynd sem við þurfum fyrst að átta okkur á, aldrei nokkurntíman verður það hagstætt fyrir fyrirtæki að koma af stað einhverri netþjónustu fyrir erlendan markað hér á landi, aldrei! Hvað varðar kostnaðinn, algjör brandari, að mínu mati mætti ríkið borga brúsann að öllu leiti, þó dýr verði! Skattpeninganir mínir fara í malbik uppá landi sem ég mun aldrei stíga fæti á, ég sé ekki ástæðu fyrir því afhverju þjóð ætti ekki öll að blæða fyrir tengingu sem meirihluti þjóðar traðkar á daglega? Fuss og svei!

Gunnsteinn Þórisson, 9.5.2007 kl. 01:15

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já auðvitað á ríkið að borga svona streng. Annars eru notendur endalaust að borga einhver uppspuna-gjöld til gróðfíkla.

Ólafur Þórðarson, 9.5.2007 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband