Fimmtudagur, 31. maí 2007
Reykingamenn eru líka fólk (bara ekki eins lengi)
Púkinn er ekki hrifinn af reykingum og reynir eftir fremsta megni að forðast þá staði þar sem reykt er. Það kemur þó fyrir að Púkinn neyðist til að sætta sig við reykingar annarra - nú síðast gerðist það á Stranglers-tónleikum sem voru haldnir hérlendis í vor. en þar reyndi Púkinn að njóta tónleikanna, þrátt fyrir loftmengunina, sem fór versnandi eftir því sem leið á kvöldið.
Þegar heim var komið lyktaði Púkinn eins og öskubakka, þannig að ekki var annað til ráða en að fara í sturtu og henda fötunum í hreinsun.
Svona uppákomur heyra nú vonandi sögunni til og fagnar Púkinn því að hér á landi muni aðrir ekki framar eyðileggja fyrir honum skemmtanir eða máltíðir með því að menga loftið umhverfis Púkann.
Sumir reykingamenn telja brotið á réttindum sínum og vilja halda uppteknum hætti, sem betur fer eru fleiri og fleiri komir á þá skoðun að þótt erfitt sé að banna fólki að reykja þar sem það skaðar enga aðra en sig sjálft, þá séu þeir tímar liðnir að fólk megi komast upp með að eitra fyrir öðrum.
Ja...nema þá börnunum sínum.
Það eru nefnilega ýmsir sem telja það eðlilegt að reykja innandyra heima hjá sér, þótt í fjölskyldunni séu börn eða aðrir aðilar sem ekki reykja. Skítt með það að fólk kjósi að stytta sitt eigið líf - en þeir sem spúa tóbaksreyk yfir sín eigin börn eru einfaldlega óhæfir foreldrar - svo einfalt er það.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.6.2007 kl. 11:09 | Facebook
Athugasemdir
Ég skora á litla bláa púkann að gefa út svona yfirlýsingar undir nafni!
Eva Þorsteinsdóttir, 31.5.2007 kl. 16:57
Ég skora á Evu að ýta á Höfundur og lesa nafnið á púkanum sjálf...
Einar Jón, 1.6.2007 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.