Að kunna að vera í fríi

laptop_balconyPúkanum finnst allt of algengt að fólk kunni ekki að taka sér frí frá vinnunni og þessi frétt um að fimmtungur taki ferðatölvuna með sér í fríið er gott dæmi um það.

Ef fólk getur ekki farið í frí án þess að þurfa að vera í netsambandi við umheiminn er eitthvað að - sennilega kunna viðkomandi ekki að slaka á og hefðu gott af að athuga hjá sér blóðþrýstinginn.

Hraðinn í þjóðfélaginu  er það mikill að stundum er nauðsynlegt að stoppa, fara í frí upp í fjöll eða á einhverja sólarströnd og skilja stressið eftir heima.

Fyrir þá sem lifa í stressandi umhverfi, er stundum nauðsynlegt að slaka - liggja á bekk í sólinni með bjórglas í hendi, langt frá öllum ferðatölvum og farsímum.  


mbl.is Fimmti hver Bandaríkjamaður tekur fartölvuna með í fríið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér nema með það að liggja í sólinni, er ekki stressvaldandi að liggja og bakast í krabbameinsvaldandi geislum?

DoctorE (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 12:41

2 Smámynd: Kári Harðarson

Er þetta nokkuð mynd af þinni ferðatölvu?

Ég bara spyr af því ég sé að þetta er Macintosh

Kári Harðarson, 2.6.2007 kl. 14:50

3 Smámynd: Púkinn

Það skrýtna er nú að ég nota aldrei ferðatölvu sjálfur - á ekki einu sinni neina þannig.

Púkinn, 2.6.2007 kl. 16:03

4 identicon

En gaman, ég er búinn að vera í tölvum frá því að sinclair spectrum var upp á sitt besta og ég fékk mér 1sta lappann fyrir svona 6 mánuðum... nota hann lítið... fékk mér hann til þess að skoða Vista og til þess að getað forritað inni í stofu

DoctorE (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 18:44

5 Smámynd: Björn Emil Traustason

Ég er ekki sammála þér það er miklu betra að geta tekið fartölvuna með. þá getur maður slappað af og notið þess að vera í fríi.

Björn Emil Traustason, 2.6.2007 kl. 22:14

6 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Sammála Birni.... stundum er bara ekki annað hægt en að taka tölvuna með svo stressið verði minna.

Eva Þorsteinsdóttir, 3.6.2007 kl. 00:32

7 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Bestu og mest afslappandi fríin eru að plana sem minnst og bara vera í rólegheitum, það segja rannsóknir. Allt í lagi að vera með tölvuna og dúlla sér eitthvað í henni af og til

Margrét St Hafsteinsdóttir, 3.6.2007 kl. 13:58

8 Smámynd: Sigurjón

Akkúrat.  Maður þarf ekkert endilega að vera að vinna þó tölvan sé með í för.

Sigurjón, 3.6.2007 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband