Kolefnisjöfnunar..hvað?

carbon forestPúkanum finnst að umræðan um kolefnisjöfnum með skógrækt sé á svolitlum villigötum, eða a.m.k. að sumir þeirra sem tjá sig um þetta mál hafi ekki hugsað það allt til enda.

Tré í vexti bindur kolefni, bæði í rótarkerfi og ofanjarðar, en tré eru ekki eilíf.  Hvað er gert ráð fyrir að verði gert við kolefnisjöfnunartrén þegar þau falla?  Ekki má láta þau grotna niður - það myndi bara losa kolefnið aftur, annað hvort sem koltvísýring eða metan.  Ef kolefnisbindingin á að verða varanleg verður að tryggja að trjáleifarnar séu bundnar varanlega - það verður í raun að breyta þeim í mó eða kol, en þessi spurning hefur alls ekki verið nefnd.

Skógarbrunar eru önnur hlið.  Ef stórir skógar verða ræktaðir upp til kolefnisbindingar, þá eru skógarbrunar það versta sem getur gerst, því þá er meginhluti bundna kolefnisins losaður samstundis sem koltvísýringur.  Púkinn ætlar rétt að vona að þeir sem styðja kolefnisjöfnunarskóga séu tilbúnir til að koma upp nauðsynlegum búnaði til að slökkva skógarelda - nokkuð sem hefur ekki verið ógn á Íslandi öldum saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það er ágætis umfjöllun um einmitt þetta efni á þessu bloggi :

http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/193820/

Þá er sá sami bloggari með margt áhugavert bloggið um global warming deiluna. 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.7.2007 kl. 10:59

2 identicon

En til hvers að binda það? Það er ekkert slæmt við þetta.

 Við eigum frekar að hafa áhyggju af eiturefnum og öðrum augljósari vandamálum.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 14:27

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

KLUKK!    Þú varst klukkaður   Sjá síðuna mína.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 15.7.2007 kl. 12:22

4 Smámynd: Sigurður Jökulsson

...tví-klukkaður... það er ekkert annað

kolefnisjöfnun er eitthvað til að láta plebbum líða aðeins betur. Þetta er þvæla út í eitt. Jöfnunin mun varla sýna sig fyrr en löngu -löngu seinna. Þetta er í besta falli kolefnis frestun. Sé samt fyrir mér að þetta sé leið mengunarvaldanna að taka ábyrgðina af sér og yfir til neytenda, og allan kostnað þar með. Þýðir að þeir fá að græða meira og neytendur borga meira, en öllum líður betur, er það ekki? Hvernig væri að kolefnisjafn með því að drepa grænmetisætur? nei þá á ég ekki við fólkið sem verslar í grænum kosti, heldur eitthvað eins og kindur, og hvali sem éta svif úr sjónum(svakalegur súrefnisgjafi).

Sigurður Jökulsson, 17.7.2007 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband