Græn börn

Púkanum finnst það hið besta mál að nýir eigendur Þumalínu skuli ætla að bjóða upp á lífrænar og vistvænar vörur, en vilji fólk virkilega eiga græn börn, er eitt sem verður að leggja af.

Það er sá ósiður margra foreldra að eitra hreinlega fyrir börnum sínum.  Hér á Púkinn annars vegar við hina yfirgengilegu sykurneyslu sem viðgengst hérlendis og þann hreinræktaða ósið margra foreldra að halda sykruðum gosdrykkjum að börnum sínum eins og það sé sjálfsagt mál.

Það er engin furða þótt mörg börn hérlendis séu of feit og með slæmar tennur.

Hins vegar á Púkinn við það að foreldrum skuli hreinlega detta í hug að kaupa mat handa börnum sem litaður er með tjörulitarefnum sem bönnuð eru í mörgum öðrum löngum, eins og Noregi, en leyfð hérlendis.  Þessi efni eru talin geta valdið astma, ofvirkni og ofnæmi - og þennan óþverra kaupir fólk eins og ekkert sé - jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því hvaða óþverri þetta er.

Púkinn er hér að tala um E102, E104, E107, E110, E120, E122, E123, E124, E127, E128, E129, E131, E132, E133, E142, E150, E154 og E155.

Þennan óþverra ætti enginn að láta ofan í sig, síst af öllu börn.


mbl.is Nýir eigendur að Þumalínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já og á meðan foreldrar dæla sykri, sætindum , alls konar e efnum og aspartami ásamt annarri óholllustu í börnin snarfjölgar hegðunarvandamálum og ofvirkni sem hreinlega má í mörgum tilvikum rekja beint til þeirrar fæðu sem barnið er á.  Það þarf að fara í stóra upplýsingaherferð svo forledrar hafi allavega smá vitund um hvað er hvað og hvers vegna maður setur ekki svona fæði á borð fyrir börn.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.8.2007 kl. 11:31

2 Smámynd: Sigurjón

Athyglisverð grein hjá þér Púki.  Ég er a.m.k. betur upplýstur eftir lestur hennar, þó ég sé ekki foreldri.

Sigurjón, 24.8.2007 kl. 13:41

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt, Púki. Foreldri sem kaupir fyrir börn sín tveggja lítra kólagos ,stóran poka af lakkrís og t.d. sælgæti í ætt við Ópal/Tópas,  myndi aldrei nokkurn tíma detta í hug að troða þessum ófögnuði ofan í sig sjálft, enda þyrfti magnið að vera 2-3 sinnum það sem barnið neytir til þess að vera í sömu hlutföllum. Viltu kaupa 6 lítra kók og 600gr lakkríspoka fyrir þig í kvöld? Ég held ekki. 

Ívar Pálsson, 24.8.2007 kl. 15:06

4 Smámynd: Ásgerður

Því miður erum við mörg ekki nógu upplýst. En takk fyrir þessar upplýsingar,,,er einmitt mikið að skoða þetta núna,,,það er að segja öll þessi E-efni/ aukaefni í matvælum.

En hvernig stendur á að þetta er leyft hér, en ekki t.d. í Noregi???

Ásgerður , 26.8.2007 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband