"Hey, we can speak Icelandic today"


Fyrirtæki Púkans er ekki stórt, en í því vinnur fólk úr fjölmörgum löndum.  Samskipti fólks innan fyrirtækisins verða að ganga hnökralaust og því er eina lausnin að nota ensku sem vinnumál fyrirtækisins.  Við skrifum á ensku - allar leiðbeiningar, ferillýsingar og nánast öll önnur skjöl, hvort sem þau eru til notkunar innandyra eða til dreifingar.  Stundum er þörf á íslenskum skjölum eða leiðbeiningum, en það er þá unnið eftirá - þýtt af enskunni.

Þeir innannúsfundir sem Púkinn tekur þátt í eru líka venjulega haldnir á ensku, þar sem venjulega er a.m.k. einn erlendur starfsmaður viðstaddur.  

Þessi staða er ekki komin upp vegna skipulagðrar enskuvæðingar - þetta er bara raunveruleikinn sem fyrirtæki búa við í dag - nokkuð sem Púkinn áttaði sig á nýlega þegar hann horfði yfir fundarsalinn og tók eftir að allir viðstaddir voru Íslendingar.

Titill greinarinnar verður þá vonandi auðskilinn.


mbl.is Vigdís ósátt við skilaboð um tvítyngi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er etv bara svona einfaldur en ég skildi ekki alveg hvað Vigdís á við með "senda skilaboð út í þjóðfélagið" ?  Merkir það að fyrirtæki eigi ekki að segja frá því að þau geri þetta eða að þau eigi bara að notast við Íslenskuna ?

Ég held að hún hljóti að hafa átt við að ekki ætti að tala um það að fyrirtæki noti önnur tungumál en Íslenskuna, því það er alveg fráleitt að hugsa sér að útlendingar sem starfað er með, verði að læra að tjá sig á Íslensku, bara til að geta unnið.

Fransman (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband