Af hverju ekki samræmd próf?

Af hverju er svo mörgum kennurum illa við samræmdu prófin?  Er hin raunverulega ástæða sú að þeir eru hræddir við að foreldrar beri saman meðaleinkunnir í skólum landsins?

Púkinn er ekki alveg sáttur við samræmdu prófin, enda eru mörg þeirra illa samin og innihalda slæmar villur.  Þau gegna hins vegar ákveðnu hlutverki, sérstaklega fyrir nemendur sem hyggja á hefðbundið bóknám í menntaskólum landsins, því þau leyfa þeim skólum að velja inn nemendur á sanngjarnan hátt.

Ef samræmd próf í 10. bekk eru lögð niður, mun það þá ekki þýða að skólarnir verða annað hvort að taka upp inntökupróf eða aka bara mark á skólaeinkunnum, sem eru sennilega ekki fyllilega sambærilegar milli skóla.  Er það eitthvað betra?

Samræmdu prófin í 4. og 7. bekk eru einnig nytsamleg fyrir foreldra - leyfa þeim að sjá hvar börnin standa miðað við jafnaldra þeirra á landsvísu - nokkuð sem skólaeinkunnir og umsagnir kennara gera ekki.  Af hverju á að taka þessar upplýsingar frá foreldrum?

Foreldrar sem hafa metnað varðandi menntun barna sinna geta í dag valið sér búsetu í nánd við þá skóla sem koma einna best út í samræmdu prófunum - ekki svo að skilja að þær einkunnir segi neitt um gæði kennslunnar við viðkomandi skóla, en þær segja hugsanlega eitthvað um bakgrunn þeirra barna sem stunda nám þar.   Þetta verður erfiðara ef samræmdu prófin verða lögð af.

Nei, samræmdu prófin eru ekki fullkomin, en það leysir engin vandamál að henda þeim burt - það er margt að íslenska skólakerfinu og þessi aðgerð gerir ekkert til að bæta það. 


mbl.is Samræmd próf aflögð og kennaranám lengt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Lára

samræmduprófin eru ofmetin mælitæki á ómælanlega greind... það eru ekki allir eins í fyrsta lagi og í öðrulagi þá er nú sumir nemendur eiginlega beðnir um að sleppa einstaka prófi ef þeir eru slakir í einhverju....... annars eins og þú sérð er ég alveg ógurlega ósammála þér :) þú getur lesið bloggið mitt ef þig langar að skilja afhverju ég er ósammála þér

Guðný Lára, 27.11.2007 kl. 00:50

2 Smámynd: Heiða María Sigurðardóttir

Sammála þér, ætti heldur að reyna að laga námsefnið.

Heiða María Sigurðardóttir, 27.11.2007 kl. 05:09

3 Smámynd: Púkinn

Varðandi það að nemendur take ekki eitt eða fleiri af samræmdu prófunum, þá sér Púkinn hreinlega ekki að það skipti máli.  Þar er væntanlega um að ræða nemendur sem eiga hreinlega ekkert erindi í hefðbundið bóknám menntaskólanna.  Er þeim einhver greiði gerður með því að láta þá taka próf sem staðfestir það?

Fjarvera þeirra getur ef til vill hækkað meðaltal þþeirra sem taka prófið í viðkomandi skóla, en með því að birta líka prófþátttökuhlutfall er hægt að leiðrétta fyrir það að stórum hluta.

Púkinn, 27.11.2007 kl. 10:12

4 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Hvernig geta illa samin próf sem innihalda slæmar villur gegnt því hlutverki að velja nemendur á sanngjarnan hátt inn í menntaskóla?

Af hverju er ekki að marka skólaeinkunnir sem nemendur fá við lok grunnskóla?

Sigurður Haukur Gíslason, 27.11.2007 kl. 15:21

5 Smámynd: Púkinn

Slæmu villurnar í prófunum valda ákveðinni skekkju í prófunum, en þær þurfa þó hins vegar ekki að ógilda prófið sem slíkt.

Hvað skólapróf varðar, þá eru tveir stórir óvissuþættir þar - hvort prófin eru sambærileg milli skóla og hvort nemendur skólans eru sambærilegir.  Tveir nemendur sem fá 7.5 í meðaleinkun í mismunandi skólum þurfa alls ekki að vera jafn góðir.  Sömuleiðis, þurfa t.d. tveir nemendur sem eru "í miðjunni" í sínum skóla alls ekki að vera jafn góðir.

Málið er einfaldlega það að með skólaprófum er hægt að bera saman nemendur innan skóla, en ekki milli þeirra.

Púkinn, 27.11.2007 kl. 16:06

6 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Það er heldur ekki hægt að nota niðurstöður samræmdra prófa til að bera saman nemendur á milli skóla og það hefur Námsmatsstofnun sem semur prófin ítrekað haldið fram.

Hef ekki séð að háskólar á Íslandi hafi verið í vandræðum með að velja inn nemendur þó ekkert sé samræmda stúdentsprófið.

Hví ættu þá framhaldsskólarnir að vera í vandræðum ef samræmdum prófum við lok grunnskóla verði aflögð?

Sigurður Haukur Gíslason, 27.11.2007 kl. 18:20

7 Smámynd: Vendetta

Þessi samræmdu próf eru ósanngjörn gagnvart þeim börnum sem eru ekki fædd hér á landi og hafa þar af leiðandi ekki jafn mikið vald á málinu eða staðarþekkingu. Dóttir mín kom ver út úr samræmdum prófum úr 7. bekk en sumir aðrir sem voru ver gefnir. Enda sendi ég orðsendingu til starfsmanna Námsgagnastofnunar um að stinga þessu prófi upp í rassgatið á sér.

Ég er feginn því að þessi próf verða lögð niður. Þau eru ekki mælikvarði á neitt, en er tilraun til að steypa öll börn í sama form í meira mæli en þegar er gert.

Vendetta, 28.11.2007 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband