Jack Nicholson og hinir hundarnir

Jack Nicholson segir karlmenn líkjast hundum.  Nú á Púkinn hund, en sá er tæplega fjögurra ára, sem í hundaárum mælt mun víst jafngilda "twenty-something" karlmanni. 

Þótt sá hundur hafi aldrei komist í náin kynni við tík, þá er áhuginn fyrir hendi.  Ef hann sér tík á götu gerir hann allt hvað hann getur til að vekja athygli hannar og áhuga á nánara sambandi og ljóst er að þá stundina er aðeins eitt sem kemst að í hans litla hundsheila.

Þetta er ef til vill ekki svo ólíkt sumum "twenty-something" karlmönnum sem Púkinn hefur þekkt í gegnum tíðina og vel má vera að Jack Nicolson myndi sóma sér vel í þessum hópi.

Af þessu tilefni finnst Púkanum við hæfi að birta mynd af "hundaleikfangi" sem er til sölu á Netinu, en það er fáanlegt í tveimur stærðum, fyrir litla og stóra hunda.

Það ætti kannski að senda Jack Nicolson eitt svona leikfang, ásamt aukabúnaðinum - tíkarlykt á brúsa?


mbl.is Líkjast hundum meira en konum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband