"Einstæðir" foreldrar að svindla á kerfinu

Púkanum finnst að ákveðinn hluti þjóðarinnar kunni ekki að skammast sín, en þar á meðal eru sumir þeirra einstaklinga sem stunda það að svindla á opinbera kerfinu - ná út úr því hærri bótum en þeir eiga rétt á.

Ein margra leiða til þess er að hjón skilji á pappírnum, eða að sambýlisfólk skrái sig ekki í sambúð og annað þeirra, nánast alltaf konan, sé skráð sem einstætt foreldri með börn á framfæri.

Sumir einstaklingar sem stunda þetta líta sennilega svo á að þetta sé gert af illri nauðsyn - sjálfsbjargarviðleitni til að reyna að nálgast mannsæmandi lífskjör, en skammast sín auðvitað fyrir þessi svik.

Svo eru það þeir sem ekki kunna að skammast sín.

Eins og þeir vita sem þekkja Púkann þá hefur hann allnokkuð með starfrækslu Íslendingabókar að gera. Þar hefur komið fyrir að fólk hafi haft samband, hundfúlt yfir því að á vef Íslendingabókar standi að þau hafi skilið eða slitið samvistum.

Halló...er ekki allt í lagi?  Fólk velur að skrá sig úr sambúð og fær fyrir vikið hærri mæðralaun og barnabætur - bætur sem það í raun á ekkert tilkall til og væru betur greiddar þeim sem raunverulega þurfa á þeim að halda - og síðan er fólk reitt yfir því að Íslendingabók vilji ekki taka þátt í því að hylma yfir svikin með þeim.

Púkinn spyr - kann sumt fólk virkilega ekki að skammast sín?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Þórhallsson

Þetta er nákvæmlega sama svindlið og þegar full helibrigt fólk krækir sér í örorkubætur og letingjar sem hanga á atvinnuleysisbótum þrátt fyrir að geta reddað sér vinnu á augabragði.

Þessi hegðun veldur því að þeir sem raunverulega þurfa á félagslegri aðstoð fá minna en ella og eru í sífellu stimplaðir svindlarar og aumingjar. 

Tryggvi Þórhallsson, 4.1.2008 kl. 12:58

2 Smámynd: Linda

Ef Tryggvi þekkti kerfið sem fólk Öryrkjar þurfa að gangast undir, mundi hann ekki vera svona fljótur að hrópa "svik" "svik", margur er öryggi þó að það sjáist ekki á honum eða henni.

Ágæti púki, þó þú sjáir svörtu hliðina þá getur þú ekki neitað því að barnafólki er refsað hér á landi fyrir að vera hjú, er það ekki skuggalegt að það er betra fyrir fólk að slíta samvistum á blaði og oft í raun til þess að geta framfleytt sér og börnum sínum, þú veist ekki allar aðstæðurnar og dæmir kannski of harkalega. Mundu að þú gengur ekki í þeirra skóm, þú veist ekki allt sem er á bak við svona framtak hjá flestum..væri ekki réttara að spyrja ríkið af hverju þeir refsa þeim sem eru fátækastir?

Linda, 4.1.2008 kl. 16:02

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Púki, mér finnst þessi fyrirsögn þín, ' Einstæðar mæður svindla á kerfinu' bera keim af kvenfyrirlitningu.
Þú segir orðrétt, 'Ein margra leiða til þess er að hjón skilji á pappírnum, eða að sambýlisfólk skrái sig ekki í sambúð og annað þeirra, nánast alltaf konan, sé skráð sem einstætt foreldri með börn á framfæri.'
Þarna ertu að tala um tvo einstaklinga, hjón eða sambýlisfólk,  sem stendur í þessu, að þínu mati svívirðilega svindli. Hvers vegna í ósköpunum minnistu þá ekki á hlut karlmannsins í svindlinu?
Mér finnst að þú ættir að kynna þér og ígrunda betur hvaða ástæður liggja að baki svona 'svindli.'  En það eru einfaldlega óásættanlegar og ómannsæmandi bætur eða laun til þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu.

Það eru því í rauninni stjórnvöld sem við er að sakast í þessum efnum,  fyrir að halda þannig um stjórnartaumana að fólk sér ekki aðra kosti en þessa til þess að framfleyta fjölskyldu sinni.

Einnig segirðu orðrétt, 'Fólk velur að skrá sig úr sambúð og fær fyrir vikið hærri mæðralaun og barnabætur - bætur sem það í raun á ekkert tilkall til og væru betur greiddar þeim sem raunverulega þurfa á þeim að halda'.
Hvað veist þú um hverjir þurfa frekar á þessum bótum að halda, heldur en barnmargar fjölskyldur, þar sem foreldrarnir eru ef til vill öryrkjar eða láglaunafólk?
Fólk sem ekki getur leyft hæfileikaríkum börnum sínum að stunda t.d. fjárfrekt tónlistarnám eða dýrt sport sem afkvæmi efnaðri foreldra geta gengið að sem sjálfsögðum hlut.
Fólk sem þarf að kaupa föt á börnin sín í Kolaportinu eða hjá Rauða Krossinum.
Mér finnst að þú ættir frekar á ráðast á forstjórana sem svíkja fé út út fyrirtækinu sem þeir vinna hjá.  Eða þá sem hafa með sér samráð um verð á bensíni eða matvöru til þess að græða meiri peninga frá fátæku fólki.
Bilið á milli ríkra og fátækra eykst stöðugt á þessu landi okkar og eitt er víst, það er ekki þeim fátæku að kenna.

Tryggvi, enginn velur sér það hlutskipti í lífinu, að vera öryrki og rétt rúmar hundrað þúsund krónur í bætur á mánuði eru ekki nógu góð afsökun fyrir því að 'nenna' ekki að vinna.  Sumir öryrkjar eru t.d. svo óheppnir að fæðast með klofinn hrygg eða vatnshöfuð. Aðrir eru spastískir, eða lamaðir eftir bílslys og enn aðrir eiga við ýmis stoðkerfisvandmál að etja eins og t.d. illvíga gigt sem gerir þá óvinnufæra. Og síðast en ekki síst eru þeir sem búa við ýmis konar andlega kröm.

Hátt hreykir heimskur sér þykir mér eiga vel við um svona fordómafull og hrokafull skrif eins og ykkar.

Megi guð gefa ykkur góða heilsu. 

Svava frá Strandbergi , 4.1.2008 kl. 16:42

4 Smámynd: Púkinn

Púkinn sér ekki ástæðu til að eyða sínum tíma í að svara fólki sem reynir að réttlætta þjófnað úr sameiginlegum sjóðum landsmanna, því þetta er ekkert annað.

Púkinn, 4.1.2008 kl. 16:55

5 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Algjörlega sammála Púkanum.  Það er þannig um flestar opinberar reglur að menn finna leiðir til að svindla. Fyrir utan það sem nefnt er má telja:
* Fólk sem fær örorkubætur en stundar svarta vinnu
* Fólk sem vinnur svarta vinnu og þeir sem kaupa slíka þjónustu
* Fólk sem vinnur í fæðingarorlofi
* Útgerðarmenn sem breyta bátum sínum til að komast framhjá reglum í kerfinu
* Verktakar sem nota frekar traktora og sturtuvagna en vörubíla til að keyra jarðveg og möl því þá mega þeir nota litaða olíu
* Fólk sem fær styrki hjá ríkinu til að vinna ákveðin verkefni og rannsóknir og vinnur síðan fulla vinnu með
* o.fl. o.fl.

Allt ber þetta að sama brunni.  Það er best að hafa sem fæstar og einfaldastar reglur í opinberri stjórnsýslu.  Og muna að oftar en ekki þegar stjórnvöld búa til eitthvað system til að styrkja ákveðin hóp þá sýst það gegn markmiðum sínum!!!

Málið er að velferðaraðstoð á Íslandi er farin að snúast allt of mikið um einhverja pólitíska stýringu frekar en að fókusera á þá sem þurfa virkinlega á aðstoð að halda.  Það er fullt af vel stæðu fólki sem á rétt á ýmiskonar aðstoð og á meðan gleymast þeir sem lökust kjörin hafa.

Þorsteinn Sverrisson, 4.1.2008 kl. 17:10

6 Smámynd: Púkinn

Púkinn átti á árum áður vini og kunningja sem stunduðu það að skrá sig úr og í sambúð, en það var oftast um það að ræða að fólk væri að reyna að koma börnunum sínum inn á leikskóla, en slíkt var mun auðveldara fyrir einstæða foreldra en aðra.

Það sem Púkinn er hins vegar að agnúast út i er ekki bara þegar fullfrískt, vinnandi fólk, sem væntanlega er með þokkalegar tekjur skráir sig úr sambúð, heldur ætlast til þess að aðrir aðstoði það við að fela þessa gjörð þeirra.

Hvað það varðar að "þjófnaður é ekki það sama og þjófnaður", þá er það alveg rétt - það er grundvallarmunur á að sveltandi maður steli sér til matar og að fólk sem hefur það alveg þokkalegt, á sæmilegt hús og tvo bíla sé að svindla á kerfinu til að fá nokkra hundraðþúsundkalla aukalega á ári. 

Púkinn, 4.1.2008 kl. 17:57

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er óþarfi að vera með hávaða út af þessari færslu. Maður þekkir þessi dæmi.

Það er heldur engin ástæða til að alhæfa, en sumt fólk er bara svona ósvífið og hefur talið sér trú um að það sé í lagi að stela af ríkinu af því það fari sjálft svo illa með fé.

Mér finnst hins vegar skemmtilega athyglisvert að púkinn sé að benda á stoltið hjá þeim sviksömu við að krefjast þess á sama tíma að vera skráð í sambúð í Íslendingabók til að losna við leiðindaspurninguna "Hva! eruð þið skilin?" Þar eiginlega kemur sannarlega vel á vondan.

Haukur Nikulásson, 4.1.2008 kl. 18:35

8 Smámynd: Linda

Ég vil taka það fram  að þó að ég sjái ástæðurnar á bak við þær ákvarðanir sem þetta fólk tekur þá er það ekki sama og að ég sé sammála þeim, vitanlega er þetta rangt lagalega séð og siðferðislega séð, samt skil ég þörfina.  Ég veit ekki hvernig fólk fer að því að svíkja varðandi öryrkja tryggingu, en, ég umgengst ekki þannig fólk svo kannski er það ekki skrítið.

Linda, 5.1.2008 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband