Forvarnar...hvað?

Púkanum finnst svolítið skrýtið að veita Ölgerðinni forvarnarverðlaun.  Púkinn hefur alls ekkert á móti því ágæta fyrirtæki og er reglulegur viðskiptavinur þess, en þetta fyrirtæki framleiðir líka bjór og furðulegt má þykja ef sá bjór hefur ekki komið við sögu í einhverjum þeirra ölvunarakstursóhappa sem sem orðið hafa í umferðinni.

Það skiptir TM hins vegar litlu máli, að því er virðist - kannski vegna þess að slíkt tjón lendir jú á endanum á ökumanninum sjálfum - þeir þurfa ekki að borga það.

Ef tilkynningin er skoðuð nánar, má lesa "Ölgerðin hefur um árabil unnið mjög vel að forvörnum. Sérstakt átak var gert til að fækka óhöppum innan bílaflotans á síðasta ári og unnu Ölgerðin og TM saman að verkefninu. Saga System aksturstölva frá ND var notuð sem hjálpartæki. Tölvan sýnir aksturslag á rauntíma og gefur einkunn út frá frávikum í akstri. Árangurinn lét ekki á sér standa. Ökutækjatjónum fækkaði um 60% sem er mjög gott miðað við stóran ökutækjaflota".

Sem sagt - forvarnarverðlaun vegna minnkunar tjóna sem lenda á TM, en skítt með fjölda tjóna sem starfsemi fyrirtækisins veldur að öðru leyti.

Jó, svona er Ísland í dag.


mbl.is Ölgerðin fær forvarnarverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jamm akkúrat svona

Jónína Dúadóttir, 7.1.2008 kl. 15:31

2 identicon

Já þetta er furðulegt.  Hvað ætli margir keyri ölvaðir í umferðinni og valda tjóni eftir að hafa neytt drykkja frá fyrirtækinu. Maður hefði viljað sjá fyrirtækið beita sér meira í þá áttina. Í stað þess að njósna um starfsmenn fyrirtækisins

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 23:53

3 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Þetta er algjör rökvilla. TM er verðalauna þá viðskiptvini sína sem standa sig best að tryggja öryggi starfsmanna sinna. Að sjálfsögð er það óháð starfsemi viðkomandi fyrirtækis. Það var ekki verið að veita viðurkenningar að veita forvarnaverðlaun gegn áfengisdrykkju. Þetta tvennt er óskilt.

Á meðan áfengissala er lögleg þá er ekki hægt að agnúast út þau fyrirtæki sem framleiða áfengi. Þau bera ekki ábyrgð á umferðarslysum frekar en fyrirtæki sem selja bensín (bensín notkun er jú forsenda umferðarslysa)

Í þriðja lagi þá er það þvættingur að Ölgerðin hafi verið að njósna um starfsmenn fyrirtækisins. Njónsir er þegar einhver fylgist með viðkomandi án þess að hann viti það. Þessi aksturslagskeppni var í fullu samráði við starfsmenn fyrirtækisins. Starfsmenn sem keyrðu vel var umbunað fyrir góðan árangur.

Ingi Björn Sigurðsson, 8.1.2008 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband