Ha? Ertu hálfsystir mín?

Það getur líka gerst hér á Íslandi að óæskilega náin kynni takist með systkinum eða hálfsystkinum sem ekki gera sér grein fyrir tengslunum og Púkanum er kunnugt um eitt slíkt dæmi.

Þar var um að ræða samfeðra hálfsystkini, en strákurinn hafði nánast engin tengsl við líffræðilegan föður sinn.  Tengslin uppgötvuðust síðar þegar þau fóru í heimsókn til ömmu stelpunnar (sem var amma stráksins líka) og sambandinu lauk þar snarlega.

Börn eiga rétt samkvæmt lögum á að vita hverjir líffræðilegir foreldrar þeirra eru og þannig er það nú oftast hér á Íslandi - það þykir ekki svo voðalegt mál í dag að í einni fjölskyldu séu "börnin hans", "börnin hennar" og "börnin þeirra".

Þetta mál snertir Púkann nú líka frá öðru sjónarhorni, en eins og flestir vita kemur hann að rekstri Íslendingabókar en draumurinn er að sjálfsögðu sá að þar eigi allir bæði föður og móður (og sumir líka kjörföður og/eða kjörmóður).

Hins vegar er staðan sú að um 10% nýfæddra barna virðast eingetin í Íslendingabók - þau eiga móður en engan föður (sökum þess að foreldrarnir eru ekki í sambúð).  Í mörgum tilvikum senda foreldrar eða önnur ættmenni inn upplýsingar um faðerni barnanna, en stundum liggja þær upplýsingar ekki á lausu og þá verðum við hjá Íslendingabók að bíða þangað til börnin eru 18 ára - þá fyrst megum við senda þeim bréf og spyrja "Værir þú til í að segja okkur hverra manna þú ert".


mbl.is Aðskilin tvíburasystkini giftust hvort öðru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Athyglisverð grein, takk. En eru blindgötur margar sem þið þekkið ekki hjá Íslendingabók, þ.e. heilar greinar ætta? Eða eru þetta kannski bara einstaklingar hér og þar, svona rótarskot?

Ívar Pálsson, 11.1.2008 kl. 18:59

2 Smámynd: Púkinn

Langflestir núlifandi Íslendingar eiga bæði föður og móður í gagnagrunninum.  Undantekningarnar falla í þrjá flokka.

1) Ættleiðingar - þar sem það er opinbert að um ættleiðingu sé að ræða, en blóðforeldrar eru ýmist ekki opinberir eða vilja ekki vera tengdir börnum sínum.

2) Fólk að erlendum uppruna að hálfu eða öllu leyti.

3) Ófeðruð börn.  Þetta hlutfall er hæst meðal þeirra nýfæddu, en lækkar síðan, því okkur berast stöðugt upplúsingar um faðerni barnanna. 

Púkinn, 12.1.2008 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband