Eru Íslendingar mestu nöldrarar í heimi?

grumpyStundum læðist sú hugsun að Púkanum að nöldur sé þjóðaríþrótt Íslendinga.  Það virðist engu máli skipta hvaða mál er skoðað - það má alltaf finna einhverja sem geta nöldrað út af því.

Suma nöldurgjörnustu einstaklinga landsins má finna hér á blog.is, en hér er nöldrað um bækur, dægurmál, enska boltann, ferðalög, íþróttir, menningu, tónlist, trúmál og alla hina bloggflokkana.

Mesta íþróttin virðist þó vera að nöldra um stjórnmál og fjármál og helst ef þetta tvennt tengist.

Skoðum til dæmis eitt helsta nöldurefnið þessa dagana - ástandið á fasteignamarkaðinum.  Fyrir nokkrum árum voru íslendingar nöldrandi yfir því hve erfitt væri að fá fé til íbúðarkaupa.  Íbúðalánasjóður væri nískur og vextirnir háir.  Þá komu bankarnir og hófu að ausa fé í landsmenn á "góðum" kjörum.

Er þjóðin ánægð með þetta í dag og hætt að nöldra?  Ónei.  Allir þessir peningar ýttu upp íbúðarverðinu og nú nöldrar þjóðin sem aldrei fyrr - nöldrar yfir afleiðingum þess að hún fékk það sem hún bað um.

Er til eitthvað það mál sem Íslendingar nöldra ekki yfir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meira nöldrið í þér vinur ;)
Það væri nú frekar boring ef ekkert væri til að nöldra yfir... það væri himnaríki eða eitthvað

DoctorE (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 16:29

2 Smámynd: Einar Indriðason

Nú ert þú kominn í hóp þeirra sem nöldra.  Þú ert að nöldra yfir nöldrinu.  Sennilega bætist ég þá við í hópinn líka, sem nöldrari.  Flokkast ég þá sem ... Nöldrari, sem nöldrar yfir nöldri þeirra sem nöldra yfir annarra manna nöldri?

Einar Indriðason, 9.3.2008 kl. 17:06

3 Smámynd: Púkinn

en ef ég nöldra yfir síðustu athugasemd er ég þá 5. stigs nöldrari? Þ.e.a.s. nöldrari sem nöldrar yfir athugasemd um nöldur þeirra sem .... eh .... eitthvað í þá áttina.

Púkinn, 9.3.2008 kl. 17:29

4 Smámynd: SHG

varð ekki einn getulaus af nöldrinu í frúnni sinni ;= 

SHG, 9.3.2008 kl. 19:01

5 Smámynd: Brattur

... einhver sagði, Íslendingar eru ekki þjóð, heldur þrjúhundurð þúsund einstaklingar... og allir ósammála... það er svo gaman...

Brattur, 9.3.2008 kl. 19:33

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nöldur nærir hjartað og sálina. lyftir innantómu tuði í á hærra plan

Brjánn Guðjónsson, 9.3.2008 kl. 19:44

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Nöldur er bráðnauðsynlegt til að skapa andstæðu við það að gleðjast yfir einhverju. Viltu bara tóma flatneskju Friðrik? Nöldrið lengi lifi!

Haukur Nikulásson, 9.3.2008 kl. 20:13

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Töflur

Lýsigögn Tímaraðir Annað tengt efni Umsjón: Tómas Örn Kristinsson, upplýsingasviði. Netfang: tomas.orn.kristinsson@sedlabanki.is



Formaður Bankaráðs Seðlabankans heitir Halldór Blöndal. Bankaráð Seðlabankans er skipað af Álþingi Íslendinga.

Baldur Fjölnisson, 9.3.2008 kl. 22:18

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Afsakið Hr. Púki en ég gleymdi að geta þess að fyrra innlegg væri off topic ... en þó ekki ... Kveðja, Baldur F.

Baldur Fjölnisson, 10.3.2008 kl. 00:01

10 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Heyrðu nöldurskjóða þú nöldrar yfir nöldrinu í okkur. Veistu Ísslendingar nöldra líka í Suður Dakota þ.e. Vestur Ísslendingar. Þetta kom fram í sjónvarps þætti um okkar fólk þar og sagt að það þyrfti alltaf að láta í ljós skoðanir sínar á öllum málum ennnginnn sammmála þar heldur. 

Valdimar Samúelsson, 10.3.2008 kl. 08:29

11 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Mér er algjörlega misboðið að þú skulir ekki vilja lesa nöldrið í okkur hinum.

-Nöldur er frumkrafturinn sem fær okkur til að breyta og bæta.

-Nöldur er leið þeirra litlu og óöruggu til að vera stór og örugg.

-Nöldur hreyfir við tilfinningum okkar. 

-Nöldur hefur skemmtanagildi. 

-Nöldur er list

Þakka þér fyrir að næra nöldrarann í mér með þessari stórskemmtilegu og jafnframt nöldursömu færslu.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 10.3.2008 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband