Lækkandi íbúðaverð

Þessi lækkun á íbúðaverði er nú ekki mikil, enda eru hlutfallslega fáar sölur á bak við þessar nýjustu tölur.  Púkinn spáir því að mun hraðari lækkun verði á komandi mánuðum, þegar fleiri sem þurfa að selja eignir neyðast til að slá af verðinu til að koma þeim út.

Ef verðbólgan fer vaxandi og íbúðarverð stendur í stað eða lækkar jafnvel að krónutölu, þá jafngildir það að sjálfsögðu verulegri raunlækkun þar sem verðið heldur ekki í við verðbólguna.

Nei, steinsteypa verður ekki örugg fjárfesting næsta árið. Ætli það sé ekki óhætt að reikna með 10% raunlækkun eða svo.


mbl.is Vísitala íbúðaverðs lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: molta

10% raunlækkun ofaná 10% verðbólgu sem hækkar þá skuldir - nú ætti almenningur að feta í fótspor Sturlu og krefjast afnáms verðrtryggingar lána...

molta, 10.4.2008 kl. 20:07

2 Smámynd: Kári Harðarson

Þú ert meiri púkinn að tala fasteignaverðið svona niður !

Ég giska á 30%.

Kári Harðarson, 11.4.2008 kl. 10:24

3 Smámynd: Kebblari

Magnað, ætli Seðlabankinn lesi púkabloggið og noti það í Peningarmálum... a.m.k. eru svipaðar spár varðandi fasteignaverð.

Meira fé í gangi, allt hækkar, dýrara og minna fé, allt lækkar, nema það sem er lífsnauðsynlegt.

Kebblari, 11.4.2008 kl. 10:39

4 Smámynd: Stefán Jónsson

Er það ekki bara hið besta mál að húsnæðisverð lækki? Hækkanirnar undanfarin 8 ár eða svo hafa verið glórulausar.
Það er nú bara svo að það er ekki hægt að blása endalaust í sömu blöðruna, hún hlýtur að springa á endanum.

Stefán Jónsson, 11.4.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband