"Ink Crew", "Cool Boyz" og önnur sóðagengi

graffitiVeggjakrotarar hafa almennt þá ímynd að þetta séu illa gefnir og illa siðaðir 10-14 ára strákaræflar, sem bera ekki virðingu fyrir eigum annarra, því þeim sé það fullljóst að þeir muni aldrei eignast neitt sjálfir og aldrei verða borgunarmenn fyrir þeim skemmdum sem þeir valda.

Þessi ímynd er að vísu ekki að öllu rétt, því þetta eru ekki allt stráklingar - í hópi sóðanna má líka finna eldra fólk, sem sumt er sjálfsagt með einhver geðræn vandamál.

Hvað er hægt að gera í þessu? 

Púkinn sér fram á aukningu á notkun öryggismyndavéla - ef hægt er að ná sóðunum á filmu, er möguleiki að hægt sé að hafa upp á þeim og krefja þá eða foreldra þeirra um skaðabætur.  Reyndar er Púkinn þeirrar skoðunar að það væri nú áhrifaríkara að reka þessi grey til að hreinsa ósómann eftir sig, en það er víst ekki hægt, því oft þarf sérstök hreinsiefni sem börn mega ekki nota.

Hegðun þessara krotara minnir Púkann svolítið á hegðun sumra hunda - ef þeir rekast á stað sem einhver annar hundur hefur migið á, þá þurfa þeir að merkja sér blettinn líka - yfirmíga og helst að reyna að ná hærra upp á vegginn en fyrri hundurinn - svona til að láta líta út fyrir að þeir séu stærri og merkilegri en þeir eru í raun.

Það er að vísu hægt að venja hundana af þessum ávana með því að gelda þá - synd og skömm að það má ekki nota þá aðferð á krotarana.

Kannski er bara áhrifaríkast að leggja fé til höfuðs þeim - 100.000 króna verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til handtölku viðkomandi? 


mbl.is Krotað á strætó í skjóli nætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bara Steini

Ekki er talað svona um Erró... sem er hreinlega Graffari....

Bara Steini, 18.4.2008 kl. 11:54

2 Smámynd: Einar Indriðason

Ég segi það enn og aftur, það á að láta skemmdarvargana hreinsa upp eftir, og það er alveg sama hvort hreinsiefnin eru baneitruð eða ekki, þeir kannski læra á þessu hvað þarf til að hreinsa upp skítinn eftir þá.

Enn fremur vil ég setja mjög öfluga laser-geisla fyrir framan svona veggi, þannig að, ef skemmdarvargur mætir og ætlar að "skreyta" (krota, og skemma eru betri orð fyrir svona athafnir), þá komi laser-geislinn eins og beittur ostahnífur, og SNEIÐIR FINGURNA AF SKEMMDARVÖRGUNUM!

Þessir skemmdarvargar mega vera á sértilgerðum (og vandlega merktum, sem slíkum) svæðum, til að krota og teikna.  En látið þið umhverfið og annarra manna eigur í friði! 

Einar Indriðason, 18.4.2008 kl. 13:41

3 Smámynd: Daníel Halldór

er ekki í lagi???

veggjakrot er list og tað eru ekki bara 10-14 ára börn að tessu sem tú heldur fram að muni aldrei eignast neitt né eldra fólk með geðræn vandamál, tað eru listamenn að tessu á öllum aldri og tað að tú skulir tala sona niðrandi til teirra er til skammar, og er virkilega sona miklir fordómar í tessu samfélagi að hvað sem fólk gerir öðvrísi en teir sem gera aldrei neitt af sér er bara talið vera guðlast liggur við, ég er mjög hneykslaður að manneskja sem virkar vera fullorðinn sé að blogga sona niðrandi um listamenn sem tú hefur greinilega enga þekkingu á né hugmynd um hver bakgrunnur hvers og eins sé sem eru að tessu veggjakroti,

persónulega þekki ég ekki neina veggjakrotara né hef aldrei gert slíkt sjálfur, en ég þekki samt frægt fólk og hljómsveitarmeðlimi og söngkonu sem ég mun ekki nefna á nafn, sem hafa gaman að stunda veggjakrot en þau gera það hinsvegar að svo ég best viti bara heima hjá sér og í vinnustúdíói.

ég toli ekki neina fordóma af einu né neinu tagi, og hr. mörgæs afhverju ertu sona reiður veggjakroti??? og ertu sona mannvondur að vilja limlesta fólk sem gæti verið jafnvel börn á aldrinum 10-14 ára?

( ég vitna í textann hér að ofan)

börn sem eru illa gefnir og illa siðaðir 10-14 ára strákaræflar, sem bera ekki virðingu fyrir eigum annarra, því þeim sé það fullljóst að þeir muni aldrei eignast neitt sjálfir og aldrei verða borgunarmenn fyrir þeim skemmdum sem þeir valda,

og nú kemur spurningin:

hafa tessi börn ekki sama tilveru rétt og önnur börn einsog t.d. tau sem eiga að vera so siðgóð og prúð og fyrirmyndar börn, ég hef orðið oft vitni af tvi´að börn sem eiga við vandamál að stríða eru hent einsog rusli og ekki samþykkt í tetta samfélag, mér finnst tetta allt mjög sorglegt og að fólk geti verið sona mannvont.

Daníel Halldór , 18.4.2008 kl. 16:11

4 Smámynd: Púkinn

Nei, Daníel Halldór - það er greinilega ekki allt í lagi með þig.   Þú ættir að skammast þín fyrir að reyna að verja svona ruslaralýð.

Púkinn, 18.4.2008 kl. 16:39

5 Smámynd: Bara Steini

Daníel á orðu skilið fyrir þetta. Snilld og ekkert annað.

Bara Steini, 18.4.2008 kl. 17:56

6 Smámynd: Einar Indriðason

Ég veit ekki hvort téður Daníel Halldór er troll eða ekki...

En.  Ef þú, Daníel Halldór, ert svona svakalega sáttur við veggjakrot (ég kalla þetta skemmdarverk).  Þá hefur þú örugglega ekkert á móti því, að hópur fólks myndi ryðjast inn í stofu hjá þér, án þess að banka upp á, eða fá leyfi frá þér.  Og þessi hópur myndi spreyja alla veggi hjá þér með veggjakroti?  "Skrauti"?  Yfir sjónvarpið, útvarpið, fiskibúrið, fuglabúrið, ísskápinn, klósettið, tannkremstúbuna, sófann.  Allt saman?  Þú hlýtur að vera að gefa grænt ljós á svona aðgerðir?

Annað hvort segirðu:  "Já, ég er sammála þessu", eða "nei, ég er ekki sammála þessu".  Ef þú segir "já, ég er sammála þessu", þá er ekkert hægt að tala við þig, þar sem okkar skoðanir eru greinilega ekki þær sömu.

Ef þú hins vegar segir "nei, ég er ekki sammála þessu".  Semsagt, það má ekki hvaða skríll sem er, bara... brjótast inn hjá þér, og krota.  Hvað þá?  Þetta er það sem er að gerast í þjóðfélaginu í dag.  Það er skríll, að ATA aur og skít á eitthvað sem þeir hafa ekki réttindi til.  Hvað er flókið við þessa setningu?

Hvar týndistu við þennan lestur?

Og... hafa ber í huga, að ég er að svara þér, Daníel Halldór,  eins og ef þú værir ekki að trolla.

Einar Indriðason, 19.4.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband