Sannleikurinn mun gera yður frjálsa - eða hvað?

wikipedia-conservapediaFlestir kannast  við vefalfræðiritið Wikipedia, en þeir eru færri sem þekkja Conservapedia, sem var stofnað af bandarískum ofsatrúarmönnum, sem líkaði ekki að upplýsingar wikipedia voru ekki í samræmi við trúarskoðanir þeirra.

Conservapedia byggir á því viðhorfi að Biblían sé bókstaflega sönn frá upphafi til enda, og ef það sem stendur í Biblíunni er á einhvern hátt í mótsögn við vísindalegar niðurstöður, þá hljóta vísindin að hafa rangt fyrir sér - það eina sem hægt sé að treysta séu sögurnar af ósýnilega súperkarlinum í Biblíunni.

Conservapedia heldur líka fram ákaflega íhaldssömum viðhorfum til margra hluta - það er oft mjög forvitnilegt að bera saman umfjöllun um málefni eins og samkynhneigð hjá Wikipedia (sjá hér) og Conservapedia (sjá hér)

Það má finna margt furðulegt í Conservapedia.  'Í greininni um sögu heimsins stendur til dæmis:

There is no reliable evidence of man existing before 3500 B.C.

Þetta ætti að koma fornleifafræðingum á óvart, en biblíuleg bókstafstrú leyfir ekki að maðurinn sé eldri, svo þannig hlýtur það bara að vera, eða hvað?

Sem dæmi um þær "upplýsingar" sem finnast í Conservapedia, tók Púkinn spurninguna um uppruna kengúra:

Consistent with their view that the fossil record as a whole does not support the evolutionary position[3][4], creationists state that there is a lack of transitional fossils showing an evolutionary origin of kangaroos. Rebecca Driver writes:

The Macropod family is alleged to have evolved from either the Phalangeridae (possums) or Burramyidae (pygmy-possums)...
However, there are no fossils of animals which appear to be intermediate between possums and kangaroos.
Wabularoo naughtoni, supposed ancestor of all the macropods, was clearly a kangaroo (it greatly resembles the potoroos which dwell in Victoria’s forests). If modern kangaroos really did come from it, all this shows is the same as we see happening today, namely that kangaroos come from kangaroos, "after their kind." [5]

According to the origins theory model used by young earth creation scientists, modern kangaroos are the descendants of the two founding members of the modern kangaroo baramin that were taken aboard Noah's Ark prior to the Great Flood. It has not yet been determined by baraminologists whether kangaroos form a holobaraminwallaby, tree-kangaroo, wallaroo, pademelon and quokka, or if all these species are in fact apobaraminic or polybaraminic. with the

After the Flood, these kangaroos bred from the Ark passengers migrated to Australia. There is debate whether this migration happened over land[6] with lower sea levels during the post-flood ice age, or before the supercontinent of Pangea broke apart[7] The idea that God simply generated kangaroos into existence there is considered by most creation researchers to be contra-Biblical.

Other views on kangaroo origins include the belief of some Australian Aborigines that kangaroos were sung into existence by their ancestors during the "Dreamtime" [8][9] and the evolutionary view that kangaroos and the other marsupials evolved from a common marsupial ancestor which lived hundreds of millions of years ago.

In accordance with their worldviews, a majority of biologists regard evolution as the most likely explanation for the origin of species including the kangaroo.

Með öðrum orðum - biblíulegri bókstafstrú er hampað, og niðurstöður vísinda eru afskrifaðar sem lífsviðhorf - svona álíka rétthátt og trú ástralskra frumbyggja.

Aðstandendum Conservapedia er ekki bara uppsigað við vísindi, heldur einnig ríkjandi menntakerfi - en styðja kennslu byggða á trúarlegum grunni - væntanlega sambærilega við trúarskóla talibana, en sem dæmi um árásir þeirra á hefðbundna menntakerfið má taka þessa grein: Professor values

Þau viðhorf sem koma fram í Conservapedia eru sem betur fer framandi flestum Íslendingum, en vandamál Bandaríkjamanna er að þessi ofsatrúarviðhorf eru ekki lengur bara viðhorf lítils jaðarhóps - það eru aðilar í áhrifastöðum sem styðja þessar skoðanir leynt og ljóst og verði þeirri þróun ekki snúið við eru dökkir dagar framundan fyrir bandarískt menntakerfi.

Einkennisorð Coservapedia eru "sannleikurinn mun gera yður frjálsa", en hinn eini "sannleikur" sem þeir viðurkenna er bókstafleg túlkun á Biblíunni.  Slíkt er ekki frelsi að mati Púkans - heldur andleg blinda.  Aðstandendum Conservapedia er uppsigað við sjálfstæða hugsun - vonandi nær þeirra lífviðhorf aldrei að hafa áhrif á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er náttlega búinn að segja frá þessu fyrir nokkru síðan, þekking er jú óvinur trúarinnar því trú byggist á vitleysu.
Þekking gerir okkur frjáls!!
Muna það krakkar.

DoctorE (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 11:50

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk fyrir úttektina. Togstreitan er ekki á vísindalegum grunni heldur pólitískum eða hugmyndafræðilegum. Dapurt hversu mikið púður fólk leggur í áróður fyrir trú sinni og lífskoðun en er ekki jafn tilbúið að aðstoða náungann eða hirða um umhverfi sitt.

Arnar Pálsson, 2.6.2008 kl. 12:39

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Því fer nú aldeils fjarri að þekking þurfi að vera óvinur trúar manna, því hvoru tveggja getur þar verið um að ræða upphaf þekkingar mannsins á sjálfum sér og lifinu ellegar andlega næringu við hina endalausu leit að hinu eina sanna.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.6.2008 kl. 02:37

4 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Meira að setja Lúther sagði að þekkingin væri helsti óvinur trúarinnar, m.ö.o. viðurkenndi hann hinn veika rökgrunn hennar.

Kristján Hrannar Pálsson, 3.6.2008 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband