Þú ert rekin(n)! (en þú mátt sækja um vinnuna þína aftur á lægri launum)

Púkinn frétti af einu sæmilega stóru fyrirtæki sem starfar í grein þar sem allnokkur samdráttur er um þessar mundir.  Launakostnaður er nokkuð hár útgjaldaliður hjá fyrirtækinu, þannig að á þeim bæ var gripið til þess ráðs að segja öllum upp sem voru með 350.000 eða meira í mánaðarlaun.

Þeim er að sjálfsögðu velkomið að sækja um störfin sín aftur, en launin sem verða í boði lækka allnokkuð.  Flestir munu væntanlega gera slíkt - enda kannski ekki mörg önnur störf í viðkomandi grein í boði um þessar mundir.

Það að þurfa að taka á sig hreina launalækkun eða kjaraskerðingu er nokkuð sem Íslendingar eru ekki vanir - geri fólk yfirhöfuð einhverjar fjárhagsáætlanir, þá miðast það við hækkandi laun - eða í versta falli að launahækkanir haldi í við verðlagshækkanir.   Það gerir enginn ráð fyrir að lækka í launum á miðjum starfsaldri.

En, svona er Ísland í dag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er það sem hefur verið að gerast í BNA í nokkur ár.......

gfs (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 22:43

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bloginga. Það eru ótal dæmi um að brotið hafi verið á útlendingum hérlendis undanfarin ár. Margir Pólverjar hér hafa fengið töluvert lægri laun en Íslendingarnir, sem þeir hafa unnið með nákæmlega sömu störf. Og þar að auki þurft að greiða hér himinháa húsaleigu fyrir að kúldrast saman í húsnæði, sem er jafnvel ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði. Ég veit sjálfur dæmi um slíkt.

Og þetta veistu náttúrlega sjálf, enda þótt þú kjósir að sýna hér illt innræti og rasisma.

Um 50 þúsund Íslendingar eru hins vegar við nám og störf erlendis og hafa fengið þar góðar viðtökur í langflestum tilfellum.

Þorsteinn Briem, 7.6.2008 kl. 18:55

3 Smámynd: Púkinn

Púkinn vill taka fram að það var ekki hann sem fjarlægði athugasemdina sem ofanfarandi athugasemd vísar í.

Púkinn, 7.6.2008 kl. 21:54

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég var nú ekki að biðja um að þetta yrði fjarlægt.

Þorsteinn Briem, 7.6.2008 kl. 22:11

5 Smámynd: Púkinn

Annaðhvort hefur mbl fjarlægt athugasemdina, eða höfundurinn.

Púkinn, 7.6.2008 kl. 22:16

6 Smámynd: Púkinn

Ég held að í þessu tilviki hafi höfundurinn lokað blogginu sínu.

Hvað lækkandi verðlag varðar,  þá er það væntanlega að gerast á fasteignamarkaðinum.

Púkinn, 8.6.2008 kl. 18:15

7 identicon

Sem barátta fyrir bættum kjörum, sérstaklega þeirra sem minna minna hafa, er lækkað verðlag á nauðsynjum mun vænlegra til árangurs bæði sem bætt kjör og að auki sem barátta við verðbólgu sem kemur illa við alla. Ef laun hækka alltaf hækkar verðlag líka alltaf.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband