deCODE og önnur penny-stock fyrirtæki

deCODE er ekki eina hátæknifyrirtækið sem hefur hrapað á hlutabréfamarkaðinum, en það sem margir vita ekki er hvers vegna $1 márkið er svona mikilvægt.

Ef kaupgengi (bid price) fyrirtækis er fyrir neðan $1 30 viðskiptadaga í röð, hefst afskráningarferli af Nasdaq sjálfkrafa.  Fyrirtækinu eru gefnir 180 dagar til að koma sínum málum í betra lag, en takist það ekki er það afskráð.

Einfaldasta leiðin til að koma hlutabréfaverðinu upp yfir $1 er að gera svokallað "reverse split", sem þýðir í raun að hlutabréfunum er skipt út fyrir færri, en verðmeiri bréf - heildarverðmæti bréfanna breytist ekki.  Í stað þess að eiga t.d. 1000 hluti, metna á $0.7 gætu menn haft 100 hluti, metna á $7.

Slíkt "reverse split" er hins vegar litið ákaflega neikvæðum augum - túlkað sem neyðarúrræði til að halda fyrirtækinu á markaði og vísbending um að stjórnendur sjái ekki önnur ráð til að auka verðmæti bréfanna.

Önnur ráð felast í því að gera fyrirtækið áhugaverðara með því að bæta afkomu þess, eða með því að fá inn fjármagn á einhvern annan hátt.  Hvort tveggja gæti hins vegar reynst nokkuð erfitt eins og markaðsaðstæður eru.

Takist ekkert af þessu er fyrirtækið afskráð af meginlista Nasdaq - orðið svokallað "penny stock" fyrirtæki.  Margir fjárfestingasjóðir mega ekki eiga hluti í slíkum fyrirtækjum og neyðast þá til að selja bréfin, sem að sjálfsögðu sendir verð þeirra enn lægra.  Það er áfram unnt að eiga viðskipti með bréf "penny stock" fyrirtækja, en það er erfiðara og einnig er erfiðara fyrir slík fyrirtæki að afla sér fjármagns.

Púkinn vonast til að deCODE nái að rífa sig upp úr öldudalnum, en til þess er nauðsynlegt að afkoma fyrirtækisins batni eða að góðar fréttir komi frá þeim á næstunni.  Það síðarnefnda er reyndar nokkuð líklegt, þannig að fyrir þá sem fjárfesta í deCODE akkúrat núna gæti verið möguleiki á skjótfengnum gróða á næstunni.  Hvort deCODE er góð fjárfesting til langframa verður tíminn að leiða í ljós.


mbl.is Gengi deCODE niður fyrir 1 dal á hlut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ágætis punktur púki, ég hef sjálfur lengi verið að ræða þetta sama í sambandi við verðlausan skeinipappír á hlutabréfamarkaðnum hérna heima.

Baldur Fjölnisson, 10.6.2008 kl. 16:02

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

En hr. Púki, off topic, þá á ég við ákveðið vandamál að stríða sem ég vil borga þér raunverulega peninga fyrir að leysa. Þannig háttar til að ég hef aldrei borgað neitt fyrir allt það sem ég hef notað á internetinu, bara fengið það ókeypis frá einhverjum gaurum sem hafa stolið því. Og það hefur virkað alveg rosalega vel. Ég var með fyrirtækisútgáfu af AVG og búið að borga af því til 2050 og svo framvegis. En síðan fékk ég einhvern leiðinda trójuhest í tölvuna, þetta vundo kvikindi, virtumonde þú þekkir það. Þetta AVG dót réð ekki við það þannig að ég henti því út og fór á torrentana og náði í Spyware Doctor og korteri seinna var þessi óværa history. Að vísu heiti ég Rudolf Bartinger í viðskiptum við þetta ágæta fyrirtæki en hvað um það. En þessi ágæti doktor er heldur harðhentur fyrir minn smekk. Hann lokar miskunnarlaust á vafasamar vefstöðvar sem er frábært gagnvart vefnum en hann ruglar líka með þessu deilinguna á torrentunum mínum. Það er allt í lagi með það sem kemur til mín en mín eigin deiling hefur hrunið. Geturðu fundið lausn á þessu kæri púki. Kveðja Baldur F.

Baldur Fjölnisson, 10.6.2008 kl. 16:23

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er sjálfsagt hámark ósvífninnar að ræða þetta málefni hérna hjá púkanum en doktorinn leysti þetta vandamál mitt það snögglega að ég var raunverulega allt að því kominn að því að senda þeim heilan tvö þúsund kall. Hugsið ykkur það. Þjónustan kostar í rauninni pínöts. Og hún kostar sjálfsagt álíka hjá púkanum. Borgar sig lengur að ræna því sem er nánast ókeypis?

Baldur Fjölnisson, 10.6.2008 kl. 16:38

4 Smámynd: Púkinn


Virtumonde er svolítið erfiður - þetta er ekki bara einn hlutur heldur eitthvað í kringum 50.000 afbrigði.  Ég held að ekkert forrit ráði við öll afbrigðin, en sum standa sig betur en önnur.  Þetta er ekki vírus, heldur Adware/Spyware forrit, þannig að það er stundum betra að nota sérstök anti-adware forrit, heldur en hreinræktuð vírusvarnarforrit - ég mæli gjarnan með Spybot Search&Destroy, sem er meira að segja ókeypis.

Það borgar sig líka að vera með góðan eldvegg og að setja upp Firefox, Opera eða Safari í stað Internet Explorer.  Best er reyndar að fá sér bara Macintosh eða Linuxvél.

Púkinn, 10.6.2008 kl. 16:54

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Takk fyrir þessar upplýsingar. Ég á smávegis af hlutafé í deCode sem ég keypti á genginu 6. Það er ferlega fúlt að sjá það verða að engu.  það er samt aveg ótrúlegt að stórt raunverulegt fyrirtæki geti rokkað svona til í gengi.

En eins og þú segir... það er gæti nú alveg verið sniðugt að fjárfesta í deCode í dag, það eru sennilega meiri vinningslíkur í því heldur en að kaupa sér lottómiða. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 10.6.2008 kl. 17:28

6 Smámynd: Púkinn

Ef einhver fjárfestir í deCODE í dag með skyndigróða í huga, þá þarf sá að fylgjast vel með og vera tilbúinn að selja með stuttum fyrirvara.

Púkinn, 10.6.2008 kl. 17:35

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég held að þessi virtumonde vírus eða hvað á að kalla það sé ekki beinlínis skaðlegur heldur snúist hann frekar um að þröngva inn á þig auglýsingum, pop ups, pop unders, þið þekkið þetta spiel. Auglýsingaruslpóstur. Það sama og selur ykkur stjórnmálamenn by the way, en það er kannski önnur saga.

Baldur Fjölnisson, 10.6.2008 kl. 18:06

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

En varðandi Decode þá fókuseraði það félag snemma á þroskahefta bílasala í æðstu stöðum og síðan hafa téðir bílasalar útrýmt skipulega trúverðugleika seðlabankans og í rauninni okkar efnahagskerfis. Þannig að þetta er augljóslega geðröskunarlegt vandamál.

Baldur Fjölnisson, 10.6.2008 kl. 18:23

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Getur verið að enginn heilvita maður taki lengur mark á fjölmiðlafulltrúa landsbankans? Ég segi nú ekki margt nú orðið. Vegna mistaka og vegna þess að ég var á röngum stað á réttum tíma neyddist ég til að hlusta á ruslveitu stöðvar tvö og boðskap yfirkjána landsbankans. Þetta er vissulega sorglegt . Hvar er botninn? Aðeins tíminn mun leiða það í ljós.

Baldur Fjölnisson, 10.6.2008 kl. 18:45

10 Smámynd: Júlíus Valsson

Man einhver eftir Fermenta?

Júlíus Valsson, 10.6.2008 kl. 20:23

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég held að púkinn geti alveg selt ykkur fullnægjandi varnir fyrir pínöts eins og Spyware Doctor gerir það en púkinn er bara of kurteis og pólitískt korrekt. Amen.

Baldur Fjölnisson, 10.6.2008 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband