Vandamál erlendra starfsmanna íslenskra fyrirtækja

Mörg íslensk fyrirtæki hafa erlenda starfsmenn og hvort sem þeir fá borgað í krónum eða evrum vilja margir þeirra senda peninga úr landi og heim til sín eða ættingja sinna.

Nú í dag bregður hins vegar svo við að settar eru hömlur á þá fjármagnsflutninga.   Ég vona sannarlega að hér sé einungis um tímabundnar ráðstafanir vegna atburða gærdagsins, en standi þetta ástand lengur en nokkra daga er ljóst hvað mun gerast: Öll þau fyrirtæki sem hafa tekjur í erlendum gjaldeyri munu hætta að flytja hann til Íslands, en leyfa honum að sitja á sæmilega öruggum reikningum erlendis og borga launin þaðan.  

Þetta mun gera gjaldeyrisstöðuna hérlendis enn verri en áður.   Já - enn eitt dæmið um "pissa-í-skóinn-sinn" efnahagsstjórnina á Íslandi.


mbl.is Gengið getur verið frábrugðið á milli banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Púki, það er hugsanavilla í þessu hjá þér. 

Löglegir starfsmenn á Íslandi hafa hér kennitölu, fá launin greidd i íslenskum krónum og greiða tekjuskattinn sinn hér eins og aðrir alveg óháð því hvaðan launagreiðandinn fær tekjurnar sínar. 

Mörg "alþjóðleg" fyrirtæki hér hafa bæði íslenska og erlenda starfsmenn - af hverju ættu hinir erlendu að njóta  einhverra sérstakra gjaldeyrisfríðinda?

Kolbrún Hilmars, 7.10.2008 kl. 23:22

2 Smámynd: Púkinn

Hver er að tala um starfsmenn á Íslandi?  Ég er að tala um starfsmenn staðsetta erlendis, sem geta ekki fengið launin sín.

Púkinn, 8.10.2008 kl. 09:15

3 Smámynd: Einar Jón

Kolbrún: Hvar er talað um gjaldeyrisfríðindi?

Punkturinn er að launagreiðandinn mun ekki lengur koma með allan gjaldeyrinn sinn til landsins, heldur borga út laun af erlendum reikningi inn á íslenska reikninga launþeganna.
Launþeginn myndi líklega ekki finna neinn mun.

Ertu viss um að hugsanavillan sé hjá Púkanum?

Einar Jón, 8.10.2008 kl. 09:25

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Púkinn segir í upphafinu að starfsmennirnir vilji senda peningana úr landi en geti það ekki og taldi víst að hann ætti við gjaldeyrisskömmtunina sem sett hefur verið á meðan gjaldeyrir er af skornum skammti.

Ef þeir aftur á móti vilja senda peningana inn í landið ættu þeir að hagnast svipað og ferðamenn sem koma með gjaldeyri hingað til að eyða hér.

Kolbrún Hilmars, 8.10.2008 kl. 13:36

5 Smámynd: Púkinn

Málið er að starfsmenn geta ekki einu sinni flutt heim gjaldeyri af gjaldeyrisrikningum sem þeir eiga.  Fyrirtæki með meira en nóg af gjaldeyri í bankanum fá ekki að senda þeim launin sín milliliðalaust.

Lausnin er auðvitað einföld - útflutningsfyrirtækin hætta að flytja gjaldeyrinn hingað heim.

Púkinn, 8.10.2008 kl. 14:51

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Púki, ef það er ekki hægt að flytja gjaldeyri til Íslands þá hlýtur stíflan að vera hjá erlendum bönkum. 

Kolbrún Hilmars, 8.10.2008 kl. 15:20

7 Smámynd: Púkinn

Ég er ekki að tala um að flytja gjaldeyri til íslands... heldur starfsmenn sem geta ekki flutt hann heim til sín.

Reyndu að lesa það sem ég skrifa.

Hér á landi eru fyrirtæki með erlenda starfsmenn (nú, eða jafnvel íslendinga búsetta erlendis).  Sumir þessara starfsmanna gera samninga um laun í erlendum gjaldmiðli (evrum eða dollurum).  Þótt fyrirtækið eigi gjaldeyri í bankanum og millifæri hann yfir á reikning starfsmannanna hér, þá geta þeir ekki flutt gjaldeyrinn heim til sín - íslensku bankarnir hindra fólk í að taka út sína eigin peninga.  

Það er ekki eins og starfsmennirnir sú að reyna að kaupa gjaldeyri og flytja hann úr landi - það er alveg búið að loka fyrir það ... þeir fá ekki einu sinni að flytja út gjaldeyri sem þeir eiga þegar.

Nærðu þessu núna?

Púkinn, 8.10.2008 kl. 18:41

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Púki, nei ég næ þessu ekki ennþá - að fullu. 

Þú talar ýmist um fyrirtæki sem eiga gjaldeyri en ekki ÍKR eða starfsmenn sem eiga annað hvort gjaldeyri eða ekki og fá ekki launin sín til ráðstöfunar, hvar í landi sem þeir eru og í hvaða mynt sem launin þeirra eiga að greiðast. 

Miðað við síðasta svarið þitt held ég þó að ég hafi skilið upphaflega pistlinn þinn rétt;  að erlendir starfsmenn á Íslandi geti ekki flutt kaupið sitt úr landi.  Er þetta rétt skilið hjá mér???

Kolbrún Hilmars, 8.10.2008 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband