Hugleiðingar um afstöðu Breta

Nú ætlar Púkinn að horfa aðeins á stöðu mála frá sjónarhorni Breta og velta fyrir sér hvað Íslendingar myndu hafa sagt ef málin hefðu snúist við - ef breskur banki með rekstur á Íslandi hefði lent í vandræðum.

Hugsum okkur að fyrir nokkrum árum hefði komið hingað stór breskur banki eins og NatWest eða HSBC.  Hugsum okkur líka að hann hefði boðið ótrúlega góð kjör og náð til sín sparnaði allmargra Íslendinga.

Hugsum okkur svo að bankinn hefði lent í vandræðum - alvarlegum lausafjárskorti og ekki getað greitt innistæðueigendum.  Hugsum okkur að breska ríkið hefði hlaupið til og tilkynnt að innistæður Breta hjá bankanum yrðu tryggðar að fullu, en innistæður í útibúum annars staðar (eins og á Íslandi) yrðu látnar mæta afgangi - þær væru tryggðar upp að 3 milljónum...eða kannski ekki. því innistæðusjóðurinn væri næstum tómur.

Yrðu Íslendingar ánægðir ef svona væri komið fram við okkur?  Hver myndu viðbrögðin hafa orðið?

Nú er Púkinn ekki að réttlæta viðbrögð Breta - bestu viðbrögð þeirra myndu hafa verið að aðstoða Íslendinga að styðja við bankann áður en hann lenti í vandræðum...en það sem ég lýsti hér að ofan hjálpar ef til vill einhverjum að skilja viðhorf hins almenna Breta.


mbl.is Bretar segjast styðja lán IMF til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það sem er í gangi er að Íslendingar skrifuðu undir EES samninginn. Með honum fengum við sömu aðstöðu og ESBlöndin að mestu leyti. Það vissu stjórnmálamenn´og þeir sem notuðu þann samning. (ÞEIR ÁTTU AÐ VITA ÞAÐ, ENDA NOTAÐI “ÚTRÁSIN” ÞAÐ).

Með undirskriftinni gengust íslendingar undir það að íslendingum (...og íslenskum bönkum) væri ekki mismunað ( VEGNA ÞJÓÐERNIS).

Nú vilja ÍSLENSK STJÓRNVÖLD MISMUNA ÍSLENSKUM OG ERLENDUM SPARISJÓÐSEIGENDUM HJÁ SAMA FYRIRTÆKI!!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.11.2008 kl. 19:09

2 Smámynd: Púkinn

Akkúrat - en stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau ætli að mismuna viðskiptavinum bankanna - og svo eru einhverjir hissa á að Bretar séu fúlir....

Púkinn, 10.11.2008 kl. 19:14

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já Púki (þótt mér finnist hryðjuvekalög of langt gengið...).

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.11.2008 kl. 19:24

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Kære modtager,

Jeg er en Islanding. Jeg har været kunde i Roskilde bank i mange aar, naar jeg
boede i Danmark. Nu er jeg flyttet tilbage til Island og har boet her siden
2004.

Jeg vil gærne spörge om jeg kan igen have en konto i DK, hos jer?

Situasjonen her í Island er forfærdelig med denne værdilöse krone som vi har!

Et halvt aar siden var ein Dkr 11 isl.kroner, nu er den næsten 23!

Ingen her vil længere have denne toiletpapir for en valuta, saa jeg haaber jeg
kan have en konto hos jer?

Kærlig hilsen,
Anna Benkovic Mikaelsdóttir

PS; Mit CPR-numer i DK er 181163-2364

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.11.2008 kl. 19:48

5 identicon

Það er eflaust rétt að svona sér venjulegur Breti málið.  Sá sem átti pening inni í bankanum er svo mjög fúll.  Hins vegar hefur hinn meðal Breti ekki fengið allar upplýsingar (reyndar ekki við heldur)  heldur bara að sem Darling Brown segir.  Það kann að vera að það sé kominn tími fyrir Íslendinga að kynna okkar sjónarmið í breskum fjölmiðlum.  Kynna fyrir Bretum hvernig við sjáum lagalegu hliðina og benda hvers konar fjárhæðir er verið að tala um - "reikna yfir í Breskar stærðir".  Benda á stærðarmun þjóðanna og hversu ójafn leikur þetta er.  Það verður ekki hægt að snúa öllum en kannski einhverjum.  Ef kemur til lögsóknar verður nauðsynlegt að hafa reynt að kynna okkar mál áður.

Ra (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 21:39

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ra...hvernig sérð þú lagalegu hliðina? Ef hún er aðeins íslendingum í haf, hefði þá "útrásin" margfræga og mæraða, verið möguleg?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.11.2008 kl. 22:30

7 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Klárt að það voru gerð stórkostleg mistök með að slá þessu fram með tryggingarnar.  Það var ótrúlega skammsýnt og heimskulegt, mátti vel búast við viðbrögðum.  Ég er bálreið Bretum en það er vegna þess að þeir sitja á eignum bankanna úti, hafa sjálfir sagt eða gefið í skyn að þær eigur muni geta bætt tapið upp - en eru samt með þessar gríðarlegu kröfur; á meðan eignirnar eru frystar hlýtur verðgildi þeirra að vera fallandi, sjálfsagt á síðan að selja þær bröskurum á spottprís og heimta rest frá okkur.

Perfidious Albion!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 10.11.2008 kl. 22:56

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Bætum því inn í dæmið að Barclays hefði líka verið með útibú á Íslandi. Natwest stingur af með sparifé tugþúsunda ellilífeyrisþega. Íslenska ríkisstjórnin frystir eignir hjá Barclays og setur hann á hausinn. Réttlátt?

Þetta gerður Bretar er þeir gerðu atlögu á Kaupþing, þrátt fyrir að Landsbankinn skuldaði þeim peninga.

Theódór Norðkvist, 10.11.2008 kl. 23:34

9 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það væri kannski nær að tala um hvernig við hefðum brugðist við ef færeyskur banki hefði verið að bjóða voð góð kjör hér á Íslandi og svo farið á hausinn og dregið allt færeyska efnahagslífið með sér svo yfirstandandi væri stórfeldur landsflótti og jafnvel forstig byltingar í landinu. Af hversu miklu harðfylgni hefðum við sótt peningana okkar í slíkum kringumstæðum?

 Kannski væri banki frá San Marino betra dæmi en engu að síður vona ég að Íslendingar hefðu brugðist við af meiri yfirvegun en Bretar. Það sem er þó aðalmálið í þessu er að hrunið var 100% heimaskapað og það er verið að notfæra sér svona hluti til að breiða yfir það.

Héðinn Björnsson, 11.11.2008 kl. 01:19

10 Smámynd: Billi bilaði

En er þetta alveg svona einfalt? (Mér hefur fátt sýnst svo einfalt í þessum kreppumálum að hægt sé að útskýra í stuttu máli svo vel sé.)

Er vitað hvort að allir þessir reikningar (bæði IceSave og Kaupþing Edge) séu innlánsreikningar, eða hvort þeir séu á einhvern hátt svipaðir og peningamarkaðsreikningar þar sem ekki er greitt allt út, jafnvel þó að um íslendinga sé að ræða?

Ég var eitthvað að reyna að gúgla þetta, og gat ekki fundið það svart á hvítu.

(Og áttu ekki Bretar eitthvað hjá Lehman Brothers? Var það á reikningum, eða í mörkuðum, eða hlutabréfum, eða hvað?)

Billi bilaði, 12.11.2008 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband