Komið í veg fyrir að gjaldeyrir komist heim

Jafnvel þó útflutningsfyrirtæki vilji koma með gjaldeyri heim til Íslands eru ýmsar hindranir í veginum.  Til dæmis taka nýju bankarnir ekki við erlendum ávísunum.  Í fyrirtæki Púkans safnast upp erlendar ávísanir sem ekki er hægt að leggja inn, því bankinn (Nýja Kaupþing) tekur ekki við þeim.

Þau svör fást að ef til vill muni einn banki (Byr)  byrja að taka við ávísunum eftir 2-3 vikur, en óvíst sé með hina bankana.

Glæsilegt ástand, ekki satt?

Rafrænar gjaldeyrismillifærslur  skila sér hingað seint og illa og þar sem útflutningsfyrirtækin fá ekki að nota hluta þess gjaldeyris sem þau afla til að borga sína eigin reikninga erlendis er eina ráð þeirra að láta peningana safnast fyrir erlendis.

Það er ekki hægt að kvarta yfir því að útflutningsfyrirtækin komi ekki með gjaldeyrinn heim meðan kerfið virkar svona...eða virkar ekki, réttara sagt.


mbl.is Smátt og smátt gengur á gjaldeyrisforðann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Friðriksson

Það er svo sínu verra að flestir útflytjendur hafa neyðst til að opna bankareikninga erlendis til að taka við greiðslum. Svo flýgur sú saga fjöllum hærra að þeir selji gjaldeyrinn hæstbjóðandi tískuvöruverslunum svo að þær nái heim jólakjólunum og öðrum "óþarfa"... óopinbert gengi € ku vera eitthvað vel á þriðja hundraðið. Þetta er stórhættuleg þróun og mun að lokum keyra okkur endalega í skítinn ef ekkert fer að gerast í þessum málum.

Magnús Þór Friðriksson, 12.11.2008 kl. 23:50

2 Smámynd: Kristján Guðmundsson

Það væri kannski hægt að kaupa krónur billega erlendis með þessum ávísunum? Líklegast ekki praktísk leið en manni dettur þetta í hug er maður les fréttir af mönnum fljúgandi til Íslands með krónur í ferðatöskum til kaupa atvinnutækja.

Kristján Guðmundsson, 17.11.2008 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband