Reykjavík: Ódýr, menguð og sóðaleg

graffitiEinu sinni var Reykjavík dýr borg, en þá var hún líka hrein og snyrtileg.

Nú hefur þetta hins vegar allt snúist til verri vegar.  Borgin er ennþá dýr fyrir þá sem búa í henni, þótt hún sé orðin ódýr fyrir útlendinga.  

Reykjavík er ekki lengur hrein og snyrtileg.  Svifryksmengun er yfir viðmiðunarmörkum og borgin er að drukkna í veggjakroti.  Þessu til viðbótar kemur síðan mengun frá jarðvarmavirkjunum sem veldur ekki bara því að silfurgripir borgarbúa verða svartir, heldur eru höfuðverkir farnir að angra marga þegar vindar blása menguninni yfir borgina.

Nei, það er ekki gaman að búa í Reykjavík í dag.


mbl.is Reykjavík með „ódýrustu" borgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: The Critic

já það þetta er alveg rétt hjá þér. Ef það væri eitthver vilji hjá Reykjarvíkurborg til að bæta ástandið þá myndu þeir banna nagladekkin og fjarlægja þessar óþarfa hraðahindranir sem eru út um allt.

The Critic, 10.3.2009 kl. 10:21

2 Smámynd: TARA

Sammála þér Púki að borgin er farin að láta á sjá og mætti hreingerningarliðið gera eitthvað í því.

The Critic=Hraðahindrandir eru, eins og nafnið bendir til, til að hindra hraðakstur, sem aftur á móti þýðir að ökufantar neyðast til að hægja á sér, til dæmis í nánd við skóla þar sem fullt af börnum eru á ferð=minni líkur á að keyra þau niður.

TARA, 10.3.2009 kl. 10:36

3 Smámynd: Kebblari

Koddu bara í Keflavík, nóg af stóru og miklu húsnæði sem stendur þér til boða fyrir þitt fyrirtæki og engin mengun. En þér myndi sennilega líka illa skortinum á gróðri!

Kebblari, 10.3.2009 kl. 16:46

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Því miður er veggjakrot algengt í Reykjavík og lítill áhugi virðist fyrir að dæma skemmdarvargana. Svo þarf að leita lausna til að draga úr svifryksmenguninni sem er alltof há í borginni og mikilvægt að hefja um það umræður strax.

Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 18:11

5 identicon

Alltof vægt tekið á skemmdarverkum í borginni, það er eins og fólki sé sama. Það er kannski orðið samdauna þessum óþvera,en  svo læðist einn og einn púki inn á bloggið og bendir á ósómann. Takk fyrir það.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband