Þriðjudagur, 31. júlí 2007
Aspir, hundar, bílastæði og gervihnattardiskar
Púkinn heyrði í fréttunum í gær að meðal helstu ástæðna nágrannaerja væru aspir, hundar, bílastæði og gervihnattadiskar.
Púkanum varð þá hugsað til botnlangans þar sem hann á heima. Þar eru 8-10 metra aspir í hverjum garði, hundar í 2 af 3 húsum, risavaxnir gervihnattardiskar á sumum húsum og þótt allir hafi sín bílastæði eru allnokkur stæði í sameign.
Semsagt, uppskrift að nágrannaerjum....en að hefur aldrei örlað á þeim. Það skyldi þó ekki vera að það skipti líka máli hvernig nágranna maður á?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
Lítill heimur stundum
Púkinn ætlar ekki að skrifa um þann harmleik sem átti sér stað nýverið þegar maður var skotinn, að öðru leyti en því að minnast á hvað samfélag okkar hér á Íslandi er í raun lítið.
Það hefur verið sagt að hér á Íslandi sé keðja á milli manna aðeins að lengd 2, þ.e.a.s. fyrir sérhverja tvo einstaklinga A og B, þá sé til X, þannig að A og X þekkjast og sömuleiðis X og B.
Þetta var einmitt rauninn með Púkann í þessu máli, sem hvorki þekkti morðingjann né hinn myrta, en þekkir hins vegar marga vinnufélaga hins myrta svo og vin morðingjans sem hann gisti hjá skömmu fyrir atburðinn.
Já, þetta er lítill heimur stundum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 19. júlí 2007
Loksins rigning!
Loksins, loksins er farið að rigna hér á suðvesturhorninu. Púkinn var orðið meira en lítið þreyttur á ástandinu undanfarið - ekki þó beint þeyttur á sólskininu sem slíku, heldur á þeirri stöðu sem Púkinn hafði komið sjálfum sér í.
Það var nefnilega þannig að fyrir mánuði voru þökur lagðar á stórt svæði í kringum sumarbústað Púkans, og til að þær skemmdust ekki í þurrkinum þurfti Púkinn að sjá til þess að þær fengju vökvun.
Þetta þýddi að tvisvar á dag varð Púkinn að skjótast upp í sumarbústaðinn til að færa til úðarana sem hafa verið í gangi nokkurn veginn linnulaust allan sólarhringinn síðustu vikurnar.
Úff...
Laugardagur, 14. júlí 2007
Kolefnisjöfnunar..hvað?
Púkanum finnst að umræðan um kolefnisjöfnum með skógrækt sé á svolitlum villigötum, eða a.m.k. að sumir þeirra sem tjá sig um þetta mál hafi ekki hugsað það allt til enda.
Tré í vexti bindur kolefni, bæði í rótarkerfi og ofanjarðar, en tré eru ekki eilíf. Hvað er gert ráð fyrir að verði gert við kolefnisjöfnunartrén þegar þau falla? Ekki má láta þau grotna niður - það myndi bara losa kolefnið aftur, annað hvort sem koltvísýring eða metan. Ef kolefnisbindingin á að verða varanleg verður að tryggja að trjáleifarnar séu bundnar varanlega - það verður í raun að breyta þeim í mó eða kol, en þessi spurning hefur alls ekki verið nefnd.
Skógarbrunar eru önnur hlið. Ef stórir skógar verða ræktaðir upp til kolefnisbindingar, þá eru skógarbrunar það versta sem getur gerst, því þá er meginhluti bundna kolefnisins losaður samstundis sem koltvísýringur. Púkinn ætlar rétt að vona að þeir sem styðja kolefnisjöfnunarskóga séu tilbúnir til að koma upp nauðsynlegum búnaði til að slökkva skógarelda - nokkuð sem hefur ekki verið ógn á Íslandi öldum saman.
Fimmtudagur, 5. júlí 2007
Istorrent glæpagengið
Það má vera að Svavari Lútherssyni, stofnanda torrent.is líki ekki að meðlimir "Istorrent-samfélagsins" séu kallaðir þjófar og sakaðir um lögbrot og jafnvel skipulagða glæpastarfsemi.
Það er því miður bara lítið við því að gera.
Á þessum vef eru höfundarréttarlög þverbrotin og Púkinn hefur megnustu fyrirlitningu á þeim sem standa í svona starfsemi - dreifa höfundarréttarvörðum verkum annarra í heimildarleysi, hvort sem það er gert í hagnaðarskyni eða ekki.
Það gildir einu hvort um er að ræða myndskeið, tónlist, hugbúnað eða annað efni - þeir sem eiga höfundarrétt af efninu verða af tekjum vegna svona starfsemi.
Það er ljóst að viðkomandi aðilar kunna ekki að skammast sín, en það sem Púkinn skilur ekki er hvers vegna yfirvöld gera ekkert - gera húsleit hjá torrent.is, leggja hald á tölvubúnaðinn, leita uppi þá sem standa að dreifingunni, leggja hald á tölvubúnað þeirra, kæra þá og krefja um viðeigandi sektir.
Lögreglan er fljót til þegar einhver mannræfill stelur hangikjötslæri úr Bónus. Hvers vegna er ekkert gert í þessari starfsemi sem er mun umfangsmeiri og um mun meiri verðmæti er að ræða?
Hvers konar aumingjaskapur er þetta í lögreglunni?
Það verður að stöðva þessa þjófa...já, ég segi þjófa - Púkinn hikar ekki við að nefna þessa aðila viðeigandi nöfnum - það er ólíðandi að glæpagengi fái að starfa hér óáreitt.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
Fimmtudagur, 5. júlí 2007
Grillmatur sumarsins
Góð steik, beint af grillinu er eitt af því besta sem Púkinn veit, en það er nú svo að hann hefur oft orðið fyrir vonbrigðum með for-kryddað eða for-marinerað kjötmeti.
Allt of oft hefur Púkinn lent í því að kaupa jurtakryddað-þetta eða bláberjamarinerað-hitt, en bara orðið fyrir vonbrigðum með bragðið og gefið hundinum stóran bita af steikinni og borðað í staðinn kjöt sem hann kryddar sjálfur eftir sínu höfði.
Hins vegar finnst Púkanum bara réttmætt að hrósa því sem hann fékk í matinn um síðustu helgi - "víkingasteik" frá Kjarnafæði, sem stóð fyllilega undir væntingum - og gott betur.
Nánari upplýsingar má sjá á þessum hlekk.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 5. júlí 2007
Trúarsöfnuður eða skipulagt peningaplokk?
Það er ekki skrýtið að Tom Cruise skuli hafa verið bannaður aðgangur að sögufrægum stöðum, því frá sjónarhóli yfirvalda á staðnum er Vísindakirkjan ekki sértrúarsöfnuður, heldur svikamylla - skipulögð starfsemi sem svíkur peninga út úr fólki.
Fólki er lofað lækningu á sínum andlegu meinum, auknu sjálfstrausti og ýmsu öðru - jafnvel hæfileikanum til að framkvæma kraftaverk, en safnaðarmeðlimir þurfa að borga fyrir þetta allt - og þegar komið er á efri þrepin eru þetta orðnar umtalsverðar upphæðir.
En, vilji fólk ekki draga upp seðlaveskið, þá vísar Púkinn bara á þessa grein hér, þar sem einu helsta leyndarmáli safnaðarins er lýst.
Það er reyndar skoðun Púkans að Vísindakirkjan sé í raun ekkert frábrugðin "hefðbundnum" trúarsöfnuðum sem hafa peninga af sínum safnaðarmeðlimum á einn eða annan hátt og boða sína eigin útgáfu af hinum endanlega sannleik. Púkanum finnst nefnilega geimverusögur Vísindakirkjunnar svona álíka trúlegar og vel sannaðar og boðskapur hefðbundinna trúarhópa.
Af hverju hafna einu kjaftæði en ríghalda í annað - nei, þá vill Púkinn frekar flokka allt trúarruglið á sama hátt.
![]() |
Cruise aftur meinaður aðgangur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 5. júlí 2007
Ofurkrónan lifir enn
Púkinn ætlaði fyrst að hafa titil þessarar greinar "Er Seðlabankinn verri en gagnslaus", en hætti við það, þar sem flestir hafa nú þegar væntanlega myndað sér skoðun á því.
Þess í stað ætlar Púkinn að rifja einu sinni en upp þann vítahring sem Seðlabankans er í.
Breytingar á stýrivöxtum virðast vera eina stjórntækið sem Seðlabankinn notar, en af hverju er það stjórntæki ekki að virka hér eins og menn bjuggust við?
Skoðum til dæmis Bandaríkin til samanburðar. Stjórntækjum "Federal Reserve", sem gegnir svipuðu hlutverki og seðlabanki Íslands, (þótt hann sé reyndar ekki nema hálf-opinber stofnun) má í stuttu máli lýsa svona:
Buying and selling federal government securities.
When the Federal Reserve System buys government securities, it puts money into circulation. With more money around, interest rates tend to drop, and more money is borrowed and spent. When the Fed sells government securities, it in effect takes money out of circulation, causing interest rates to rise and making borrowing more difficult.Regulating the amount of money that a member bank must keep in hand as reserves.
A member bank lends out most of the money deposited with it. If the Federal Reserve System says that a member bank must keep in reserve a larger fraction of its deposits, then the amount that the member bank can lend drops, loans become harder to obtain, and interest rates rise.Changing the interest charged to banks that want to borrow money from the federal reserve system.
Member banks borrow from the Federal Reserve System to cover short-term needs. The interest that the Fed charges for this is called the discount rate; this will have an effect, though usually rather small, on how much money the member banks will borrow.
Þetta kerfi virkar í Bandaríkjunum, en aðstæður eru aðrar hérlendis. Bindiskyldan hefur ekki áhrif ef bankarnir eru að drukkna í peningum. Vaxtabreytingar hafa ekki bein áhrif á lántökur bankanna, þar sem þeir eru ekki fyrst og fremst fjármagnaðir frá Seðlabankanum.
Hvaða áhrif hafa háir stýrivextir þá? Jú, þeir gera útgáfu "jöklabréfa" áhugaverða, sem leiðir til innstreymis gjaldeyris, sem aftur leiðir til óeðlilegrar styrkingar krónunnar, sem heldur verðbólgu niðri, þar sem innfluttar vörur lækka í verði
...en bara tímabundið.
Fyrr eða síðar mun þetta hrynja og jöklabréfagjaldeyririnn flýja land aftur, krónan hrynja, og verðbólgan rjúka upp aftur og Seðlabankinn endurtaka sömu mistökin - hækka vextina aftur.
Á meðan er ofurkrónan að murka lífið úr útflutningsfyrirtækjunum, sem neyðast til að draga saman seglin eða flytja starfsemi sína til útlanda. Einu útflutningsfyrirtækin sem þrífast eru þau sem byggja á innfluttu hráefni og niðurgreiddri raforku.
Hagfræðingar framtíðarinnar munu ef til vill skilgreina þessar ákvarðanir Seðlabankans sem eina meginorsök hruns Íslensks efnahagslífs á fyrstu áratugum 21. aldarinnar og eina af orsökum atgerfisflótta og þess að ísland varð ekki þekkingarþjóðfélag eins og mörg nágrannalandanna, en þá verða þeir sem tóku ákvarðanirnar horfnir frá störfum.
![]() |
Stýrivextir Seðlabankans óbreyttir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 16. júní 2007
Hrefnukjöt og Hagkaup
Kannski er Púkinn bara tortrygginn að eðlisfari en hann var að velta fyrir sér hvort ákvörðun Hagkaupa gæti stafað af því að þeir vilja geta kynnt það erlendis að þeirra verslanir selji ekki hrefnukjöt - spurning um ímyndina.
Hvers vegna ættu þeir annars að velja tímapunktinn núna áður en grillvertíðin hefst (og salan eykst) og erlendir ferðamenn streyma til landsins (sem gætu séð kjötið í versluninni og fengið áfall)?
Þegar Púkinn var á barnsaldri var hvalkjöt stundum á borðum, ekki vegna þess að það væri gott, eða vinsælt hjá fjölskyldunni, heldur vegna þess að það var ódýrt hráefni.
Þegar hrefnukjöt fékkst á ný fékk Púkinn sér einhverja bita, en af einhverjum ástæðum hefur ekki orðið framhald á því - ef til vill gegna þess að í þeim verslunum sem Púkinn á oftast leið í hefur það ekki verið á boðstólum, nú eða ef til vill vegna þess að þegar verið er að ákveða hvað eigi að hafa í kvöldmatinn eða á grillið er hrefnukjöt einfaldlega ekki það sem kemur fyrst upp í hugann.
Púkinn getur samt alveg hugsað sér að borða hrefnukjöt oftar - rétt matreitt er það ágætt, þótt það jafnist nú ekki á við góða nautalund, en Púkinn gerir sér grein fyrir því að hann er í minnihluta - hrefnukjöt höfðar ekki eins til fólks í dag.
Hrefnukjöt er ekki vont hráefni - vilji menn prófa vont hráefni mælir Púkinn með kengúrukjöti - en en menn þurfa að matreiða það rétt.
![]() |
Íslendingar vilja ekki hrefnukjötið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 15. júní 2007
Lokað á Pandora
Margir Íslendingar hafa notað pandora.com til að leita að nýrri og áhugaverðri tónlist. Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá virkar Pandora þannig að fólk getur sett inn sín uppáhaldslög eða hljómsveitir og Pandora velur síðan lík lög frá öðrum aðilum.
Þannig getur maður kynnst hljómsveitum sem flytja tónlist sem líkist því sem er þegar í uppáhaldi hjá manni. Púkinn uppgötvaði The Goo Goo Dolls og Film School fyrst í gegnum Pandora.
Nú er hins vegar búið að loka á Íslendingana - notendur með IP-tölu sem virðist utan Bandaríkjanna fá ekki lengur aðgang.
Synd og skömm.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)