"Vitræn" hönnun

bush_intelligent_designPúkinn lenti einu sinni í rökræðum við aðila sem trúði á "vitræna hönnun", en sá endurtók öll þessi venjulegu "rök" eins og "hálft auga er gagnslaust, þannig að það getur ekki hafa þróast í skrefum, svo það hlýtur að hafa verið hannað."

Að ræðunni lokinni kinkaði Púkinn kolli og samþykkti að þetta væri augljóst - það færi ekki á milli mála að við jarðarbúar værum afrakstur geimvera sem hefðu verið að gera tilraunir með að breyta DNA okkar síðustu ármilljónirnar.

Viðkomandi brá svolítið við þetta svar og reyndi að malda í móinn - reyndi að sýna fram á hönnunin væri að sjálfsöðu verk "Guðs", en ekki einhverra geimvera með brenglað skopskyn.

Það vildi hins vegar svo til að púkinn hafði nýverið lesið þvættingbók sem nefnist "The 12th planet" eftir Zecharia Stichin, þar sem sú "kenning" er rökstudd að Homa Sapiens sé qfrakstur erfðabreytinga af hendi geimvera (að svo miklu marki sem hægt er að rökstyðja þvílíkt bull), þannig að Púkinn dengdi nú fram allri þeirri vitleysu og þakkaði vitsmunahönnuðartrúboðanum fyrir öll þau viðbótarrök sem hann hafði fært fram fyrir geimverukenningunni.

Við þessu átti hann ekkert svar og gafst loksins upp.

Æ, já - hver sú kenning um hönnun sem endar í tilurð George W. Bush getur nú reyndar varla talist mjög "vitræn", eða hvað? 


mbl.is Þróunarkenningin aftur kennd í grunnskólum í Kansas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil ekki hvað menn hafa á móti þessari kenningu um vitræna hönnun. Menn hafa virkilega mikla fordóma gagnvart þessari kenningu, líklega vegna þess að hún tengist Bush og einhverjum kristnum! Það virðist vera í tísku að vera á móti öllu slíku.
Öll hönnun mannanna er vitræn, því skyldi þá það sem er enn flóknara verða til án hönnunar? Vitræn hönnun er mjög skynsamleg skýring á flóknum heimi og á að sjálfsögðu að skoða þessa kenningu með opnum huga. M.a.s. Werner von Braun tók undir það í bréfi til NASA á sínum tíma. Hann verður seint talinn einhver rugludallur.

Nimrod (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 23:36

2 Smámynd: Auður Gestsdóttir

Ég held að það sem fólk er aðallega að gagnrýna hér er skortur á vísindalegum rökum... þannig séð tengist gagnrýnin Bush ekkert sérstaklega en kórónar kannski heimsku þá manns að styðjast við annað eins. Svo eru menn alveg á tánum tilbúnir að ráðast á kenningu Darwins, og það er aðallega það sem fylgismenn ID hafa reist rök á í stað þess að koma með jákvæðar sannanir fyrir máli sínu. Hversu auðveldt væri það líf að allt sem maður skyldi ekki gæti maður sagt koma frá yfirnáttúrulegum öflum??

Auður Gestsdóttir, 14.2.2007 kl. 00:18

3 Smámynd: Sigurjón

Ég dreg enga fjöður yfir að ég er svo sannarlega á móti Bush, en ég er ekkert á móti ,,einhverjum kristnum".  Það er ekki nóg með að það skorti vísindalegar röksemdarfærzlur á kenningum um vitræna hönnun, heldur eru þau ,,rök" sem viðhöfð eru á þeim bænum oft á tíðum út í hött.  Eitt dæmi um það er þetta með augað.  Ég spyr á móti:  Hvers vegna eru til dýr með augu, en eru samt staurblind frá náttúrunnar hendi?  Hvað hafa leðurblökur með augu að gera ef þær þurfa ekki að nota þau?  Hvað er þetta annað en þróun?  Leðurblökur hafa einhvern tímann í fyrndinni séð með þessum stóru, fallegu augum sínum, en síðar þróað með sér aðra og betri aðferð til að ,,sjá".  Þær fóru m.ö.o. að veiða á nóttunni, því þá voru fleiri dýr á ferli en á daginn og á endanum hættu þær að þurfa að nota augun.

Sigurjón, 14.2.2007 kl. 02:12

4 identicon

Þegar tvær hugmyndir eru til greina þá er það auðvitað rök fyrir einni að gagnrýna hina, það segir sig sjálft og þróunarsinnar nota það alveg jafn mikið og þeir sem styðja ID.

Sigurjón, hve mikið af bókum, myndum og fyrirlestrum hefur þú kynnt þér til að komast að hver rök þeirra sem styðja ID eru?

Varðandi dýr sem hafa auga en eru blind þá virðast sum dýr hafa lent í því að genin sem kveikja á myndun augna og allt sem til þarf hafa stökkbreyst þannig að augun virka ekki.  Það hefur náðst að láta blinda fiska sem fundust í hellum fá aftur augu svo að genin voru þarna en það hafði slökkst á þeim.  Dæmið sem þú síðan notar er dæmi um hrörnun en það mun seint vera þróun sem býr til froska og fólk.

Mofi (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband