Maurakökur

cookiesPúkinn hefur alltaf verið hrifin af óvenjulegum mat og hefur fyrir vikið prófað ýmsa skrýtna hluti víða um heiminn.  Þessi mynd hér sýnir þó einn rétt sem Púkinn hefur aldrei komist í tæri við.

Yanomami ættbálkurinn í frimskógum Venezuela notar maura til matargerðar á ýmsa vegu, en af einhverjum ástæðum hefur það hráefni ekki náð miklum vinsældum.

Á matarsýningu sem var haldin fyrir nokkrum dögum voru hins vegar kynntar maurasmákökur, væntanlega til að sameina hefðbundna matargerð og þetta sérstaka hráefni.

Þetta er í sjálfu sér ekki nýtt - ristaðir, sykraðir maurar þekkjast í Suður-Afríku og eru jafnvel borðaðir eins og poppkorn í kvikmyndahúsum.  Engisprettur og ýmsar bjöllur er einnig unnt að matreiða á marga vegu.

Vandamálið er bara það að hér á Íslandi eru flest skordýr svo lítil að erfitt væri að búa til áhugaverða rétti úr þeim.

Nammi...namm. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband