Bruðl dagsins - það er gaman í baði

tv-bathtub_12Eins og Púkinn sagði frá í gær, mun hann reglulega benda íslenskum bruðlurum og öðrum áhugasömum á margvíslegan skemmtilegan óþarfa.

Óþarfi dagsins er baðker með innbyggðu sjónvarpi, útvarpi, DVD spilara og stafrænum hitamæli.

Ýmsar útgáfur eru í boði en sú sem myndin hér er af er frá Kóreu og myndi kosta um hálfa millján komin hingað til lands.

Sé þetta ekki nægjanlega flott, má benda á bandarískt fyrirtæki sem nefnist CalSpa, en þeir framleiða nuddpotta með innbyggðu heimabíói.  Aðeins þarf að ýta á einn takka og þá rís upp 42" flatskjár ásamt fullkomnu hljómflutningskerfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband