Byrgið - þreytt mál

byrgid_gudmundurPúkinn var að velta fyrir sér hver hinn raunverulegi Byrgisskandall væri eiginlega og spurningunni um ábyrgð.

Það myndi ekki koma Púkanum svo voðalega á óvart þótt saksóknari myndi leggja áherslu á hvernig farið var með féð og kæra yrði lögð fram vegna fjárdráttar, enda er auðveldast að sanna slíkt

Mannlegi harmleikurinn, meint misnotkun og samband vistmanna og starfsmanna mun fá minna vægi, ef nokkuð.

Ábyrgð eftirlitsaðila mun gleymast með öllu og hlutur þeirra sem héldu áfram að moka pening í Byrgið eftir að viðvörunarbjöllur hefðu átt að vera farnar að hringja.

Annars finnst Púkanum þetta mál vera orðið þreytt - þjóðin velti sér upp úr því um tíma, en nú eru væntanlega flestir orðnir leiðir - þetta er ekki forsíðumatur lengur, síst af öllu svona rétt fyrir kosningar.


mbl.is Byrgisrannsókn lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband