Dóphausar og drykkjurútar

ecstasy_1bÍ tíð fyrrverandi ríkisstjórnarsamstarfs var talað um "Fíkniefnalaust  Ísland 2000".  Árið 2000 kom og fór, en ekki hurfu fíkniefnin - þvert á móti virðist meira um þau en nokkru sinni fyrr og fréttir dagsins um að fleiri séu stöðvaðir undir áhrifum fíkniefna en áfengis er eitt enn dæmið um þessa þróun.

En hvað er til ráða?  

Púkinn ætlar ekki að fara út í umræðuna um lögleiðingu kannabisefna - enda hefur hann mun meiri áhyggjur af sterku efnunum.

Það sem Púkinn myndi vilja sjá er eftirfarandi.

Meðferð

Stór hluti þeirra sem eru teknir með fíkniefni eru eingöngu með efni til eigin neyslu, eða þá smávægilega sölu til að fjármagna eigin neyslu.  Þetta fólk þarf á meðferð að halda, ekki refsingum, en meðferðarúrræði sem eru í boði eru takmörkuð og skortur virðist á að þeim sem hafa lokið meðferð sé veitt aðstoð við að koma undir sig fótunum á ný.   Þetta þarf að bæta - það er lítið gagn af því að henda mönnum bara aftur út á götuna eftir meðferð, í þeirra gamla umhverfi og kunningjahóp.  Meðferðin þarf líka að vera í höndum fagfólks, ekki trúarsamtaka, jafnvel þótt þau meini vel.

Refsingar

Það eru aðrir sem stunda fíkniefnaviðskipti ekki bara til að standa undir eigin neyslu heldur í ágóðaskyni.  Púkinn hefur enga samúð með slíku fólki.  Hann vil sjá það tekið úr umferð - varanlega, eða a.m.k. í einhverja áratugi.  Þessir aðilar stunda það að eyðileggja líf annarra.  refsingar við slíku ættu að samsvarandi og refsingar við morðum - jafnvel hærri, því fórnarlömbin geta verið fleiri.  Það má vera að það þurfi að byggja ný fangelsi, en Púkinn telur hreinan þjóðhagslegan ávinning af því aðkoma þessu liði úr umferð.  Refsiramminn í dag er of lágur, og er jafnvel ekki nýttur að fullu.  Þessu þarf að breyta.

Akstur undir áhrifum

Púkinn vill sjá hertar refsingar við akstri undir áhrifum - hvort sem þar er um að ræða áfengi eða fíkniefni.  Sér í lagi vill Púkinn að hér á landi verði tekið upp það kerfi sem tíðkast sums staðar að bílarnir séu gerðir upptækir (nema þeim hafi verið stolið, að sjálfsögðu).  Þessi aðferð er að vísu ekki áhættulaus - hún gæti leitt til aukningar á bílþjófnuðum og því að menn reyni að stinga lögregluna af með meðfylgjandi glæfraakstri, en jákvæðu áhrifin ættu að vega upp á móti því

Síðasta ríkisstjórn stóð sig ekki í þessum málaflokki.   Verður sú núverandi betri?


mbl.is Fleiri ökumenn stöðvaðir undir áhrifum fíkniefna en áfengis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er eiginlega alveg sammála þér í þessu.

Fangelsi fyrir "venjulega" fíkla er bara rugl, ætti að setja þá í meðferð og svo náttlega ef fólk er orðið langt leitt í þessu þá má ekki bara henda því út á götu þar sem er alveg öruggt að það lendir í sama farinu aftur.
Bjarga því um húsaskjól og vinnu á vernduðum vinnustað.
Þetta myndi skila mun betri árangri.

Og trúfélög mega hvergi koma nálægt þessu, menn geta spáð í slíku þegar þeir eru komnir á réttan kjöl.

Ef það væri þannig að bíll yrði gerður upptækur þá er á tæru að það yrði mun minna um drukkna og dópaða undir stýri.

DoctorE (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 15:47

2 identicon

Það þarf ekkert að vera trú á guð eða neitt í þeim dúr... demba sér í eitthvað annað... gæti verið tölvur/forritun... bara eitthvað sem grípur huga mans.

DoctorE (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 16:08

3 Smámynd: Púkinn

Púkinn er gersamlega trúlaus, eins og fastir lesendur hans ættu að vita, en hann getur hins vegar alveg viðurkennt það að "trúarfíkn" geti komið í staðinn fyrir dópfíkn.  Vandamálið er það að Púkinn er ekki sannfærður um að það sé neitt betra ... og þó ... enn leiðast almennt ekki út í afbrot til að fjármagna trúrækninan. 

Púkinn, 11.6.2007 kl. 16:18

4 Smámynd: Vantrú

Gústaf Hannibal. Það að það eina sem dugi til lengdar gegn alkahólisma sé að taka trú er rangt. Ef þú telur þig hafa eitthvað fyrir þér í þessu þá skaltu vísa á rannsóknir sem sýna fram á þetta.

Óli Gneisti Sóleyjarson

Vantrú, 11.6.2007 kl. 16:59

5 identicon

Kæri púki, ég veit ekki betur en að margir stundi það að féfletta fólk til þess að fjármagna trúardæmið sitt... kannski á gráu svæði en fyrir mér eru þetta glæpamenn sem lofa fólki öllu fögru sem er engin leið að standa við... so bölvaðir bófar og trúarfíklar

DoctorE (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 17:07

6 Smámynd: Púkinn

Það er samt spurningin...af tvennu illu, hvort er verra, trúrækni eða dópneysla, predikanir eða dópsala.

Púkinn, 11.6.2007 kl. 17:18

7 identicon

Þegar stórt er spurt.... væri áhugavert að sjá tölur yfir hvort hafa valdið fleiri dauðsföllum og hörmungum í gegnum tíðina... dóp eða trúarrugl

DoctorE (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 17:41

8 identicon

hahaha Gústaf... þetta er soldil einföldun og einstefna hjá þér, ég get allt eins sagt að offitusjúklingur losni ekki við fituna með því að fá sér biblíu og horfa á Omega...

Comon

DoctorE (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 19:30

9 identicon

Sko þegar Byrgismálið stóð sem hæst þá var viðtal við Þórarinn og þar sagði hann að lausnin væri ekki endilega fólgin í trú, hún gæti verið hvað sem er og ég tók bara tölvur/forritun sem dæmi um eitthvað sem gæti hjálpað alveg jafn mikið og trú á eitthvað æðra máttarvald.
Svo bauð svar þitt upp á að ég svaraði á þann máta sem ég gerði.

DoctorE (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 19:54

10 identicon

Ég myndi segja að aðalmálið sé að fá trú á sjálfan sig frekar en að hengja sig á eitthvað æðra máttarvald
Hér tala ég bara fyrir mig, menn eru jafn misjafnir og þeir eru margir, það sem myndi virka fyrir mig þarf ekki að virka fyrir þig
Það væri púra fásinna að segja manni sem er trúleysingi að hann verði að trúa á einhvern guð, ella væri hann dæmdur til þess að drekka/dópa forever.

DoctorE (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 09:23

11 Smámynd: LM

AA samtökin eru náttúrulega ekkert annað en sértrúarsöfnuður.

LM, 14.6.2007 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband