Ísland - meinlausasta land heims?

Púkinn var að velta fyrir sér ímynd Íslands úti í hinum stóra heimi og spurningunni hvaða skoðun stjórnvöld í fjarlægum löndum hafa á okkur.

Nýlega var einn fyrrverandi samstarfsmanna Púkans að velta fyrir sér að skreppa yfir til Pakistan og athugaði hvers konar vegabréfsáritun Íslendingar þyrftu.

Í ljós kom að þeir þurfa enga áritun og mega dvelja þar eins og þeir vilja.  Aðeins nokkrar aðrar þjóðir eru í svipaðri stöðu, nefnilega Maldives, Nepal, Tobago, Tonga, Trinidad, Western Samoa og Zambia.

Góður félagsskapur, þetta - en öll þessi lönd eiga það sameiginlegt að vera frekar meinlaus - væntanlega flokkuð sem engin ógn við þjóðarhagsmuni Pakistan.

Já, svona er Ísland í dag...meinlaust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Það þurfa reyndar allir áritun til Ástralíu og þeir eru mjög strangir á því þar.

Hins vegar eru nokkur lönd eins og t.d. Qatar sem heimta vegabréfsáritun frá okkur við heimsóknir þar, en reyndar er hægt að fá hana við komu. 

Sigurjón, 30.10.2007 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband