Forsendur fyrir netþjónabúum

fiberopticÞað er athyglivert að lesa hverjar forsendurnar fyrir rekstri netþjónabúa eru , samkvæmt þeirri frétt sem hér er vísað til: "öruggt háhraða fjarskiptasamband við umheiminn, möguleikar á því að tengjast alþjóðlegum samtengipunktum, langtímasamningar um orku á samkeppnishæfu verði og menntað starfsfólk"

Það er fullyrt að allt sé til staðar nema örugga sambandið sem Farice ætlar að taka að sér að leysa.

Púkinn er ekki sammála.

Það er krónískur skortur á menntuðu starfsfólki hér á landi og fyrirtæki eru að hrekjast úr landi með hluta starfsemi sinnar af þeim sökum.

Það er líka eitt sem Púkinn saknar í þessari upptalningu.  Nú rekur fyrirtæki Púkans netþjóna - ekki stórt bú, en samt er gagnamagnið ekki mælt í MB eða GB, heldur TB.  Vandamálið er að það er ekki raunhæft að dreifa þessum gögnum frá Íslandi og það er ekki bara vegna núverandi óöryggis, heldu líka vegna verðlagningarinnar.  

Kostnaður við að leigja pláss í stóru netþjónabúi í Bandaríkjunum og dreifa gögnum þaðan var við síðustu athugun um 10% þess sem það hefði kostað að dreifa gögnunum héðan.

Dettur einhverjum heilvita manni í hug að gagnaflutningsverð muni lækka, ef Farice rekur tvo strengi í stað eins og er bara í samkeppni við sjálft sig?


mbl.is Orkuveitan aðili að Farice
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband