Hvenær er list list?

Það er erfitt að vera listamaður, þegar hreinsunardeild Reykjavíkurborgar lítur á listaverkin sem óþrifnað sem beri að fjarlægja - en þessu lenti Christoph Büchel í - rasistaplakötin sem voru hengd upp voru víst ekki rasistaplaköt, heldur hluti af gjörningi.

Þetta er nú reyndar ekki nýtt vandamál - Púkann rámar í að hafa heyrt af listamanni sem hvolfdi úr ruslatunnu inni á listasafni sem hluti af gjörningi um firringu nútímasamfélagsins, en "listaverk" hans hlaut víst svipuð örlög.

Annars ætti Púkinn ekkert að tjá sig um svona listamenn - hann skilur ekki verk þeirra - að svo miklu leyti sem hægt er að skilja þau, en leit á vefnum að "Christoph Büchel" leiddi ýmislegt áhugavert í ljós. eins og til dæmis þessa sögu.

Það sem Púkinn veltir hins vegar fyrir sér er hvort "listamanninum" muni verða gert að greiða kostnaðinn vegna hreinsunarinnar, eða hvort hann muni krefjast skaðabóta fyrir eyðileggingu listaverksins.


mbl.is Ekki áróður gegn innflytjendum heldur gjörningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Þetta er svo fyndið.  Ég, listfræðingurinn, fæ oft spurningar frá vinur og kunningjum með meðfylgjandi hvolpaaugnaráði: "Baldur, er þetta list?"   og svo stuttu seinna eftir að ég hef skýrt út að nánast allt geti flokkast sem list á síðustu og verstu tímum, þagnar fólk yfirleitt og hugsandi hverfur hugur þeirra á braut móts nútímalegri túlkun á því hvað er list.  Verst er þegar fólk tekur svo að hæðast að þessu. Ég hefi oft og lengi reynt að vera jákvæður gagnvart nútímalist, því einhverntíman var jú expressíonisminn "nútímalist" og barrokkið og súrrealisminn.  En vissulega hættir okkur til að vera gagnrýnislausum. Kannski er það einhver þrá að breyta, fá eitthvað nýtt, eitthvað próvóserandi. 

Síðan gerist það nokkrum dögum eftir að ég hef sagt að list eigi sér margar birtingarmyndir og form, að vinir mínir benda mér á slitinn bekk í garði, brotna grein við húsvegg eða ruslapoka fullan af McDonalds ílátum og spyrja: "Er þetta ekki líka list"?   Ég bendi þá oftast á að sköpuninni verði að fylgja viss intensjón, vilji til að skapa.  En oft verð ég að játa að röki virðast oft afar "grunn".

Baldur Gautur Baldursson, 20.5.2008 kl. 06:34

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Maður getur eiginlega skilið ,,listamennina" sem eru að reyna að toppa eitthvað sem áður hefur verið gert.   En þá sem alltaf eru tilbúnir að standa með kjálkann niður á bringu yfir svona  ,,list",  get ég alls ekki skilið.

Þórir Kjartansson, 20.5.2008 kl. 10:33

3 Smámynd: Sigurður Sigurðarson

List er svo spennandi, sérstaklega þessar innsetingar.  Ég held að það sé hægt að nefna allt innsetningar, t.d. að pissa í miðbænum, að leggja ólöglega, að berja mann og annann...allt í nafni listarinnar.  Frábær réttlæting á fáranlegri hegðun..og svo sleppur maður við allar afleiðingar!  Eru einhver mörk í þessum listaheimi?

Sigurður Sigurðarson, 21.5.2008 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband