Er blogg list ?

Fréttin um að tveimur bloggurum hafi verið neitað um listamannalaun vekur upp spurninguna um hvað sé list og hvað ekki - Sumir bloggarar hafa meira  aðdráttarafl en Listasafn íslands og það er sennilega óumdeilt að blogg felur oftast í sér sköpun og frumleika, en það er sennilega líka óumdeilt að flestir bloggarar líta ekki á verk sín sem list.

Getur verk verið list ef  höfundur þess lítur ekki á það sem slíkt?  Getur hvað sem verið list ef höfundurinn kýs að nefna því nafni?

Sum blogg eru beinlínis kynnt sem listablogg (eins og þetta hér og ýmsir listamenn nota blogg til að koma sjálfum sér og sínum verkum á framfæri, en hvað með hinn almenna bloggara, sem lítur sjaldnast á sig sem listamann?

Er blogg þannig list?  Er blogggrein sem vekur upp viðbrögð dæmi um gagnvirka list - list sem listneytandinn - sá sem les bloggið - tekur þátt í að skapa?  List þar sem listamaðurinn veitir listneytandanum innsýn í hugarheim sinn?

Er slíkt eitthvað minni list en sumt sem menningarfrömuðir stimpla sem list?

Púkinn varpar bara fram spurningum í þetta skiptið - hann hefur fyrir löngu gefist upp á spurningunni um hvað sé list.


mbl.is Bloggarar vilja listamannalaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Rúnar Einarsson

Blogg er bara miðill, eins og bók eða plakat eða segulband.  Sumar bækur eru listaverk, aðrar eru símaskrár, og margt lendir á gráu svæði einhversstaðar þar á milli.  Sama gildir um blogg.

Bjarni Rúnar Einarsson, 25.5.2008 kl. 17:06

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þarf að skilgreina allt ?

Óskar Þorkelsson, 25.5.2008 kl. 19:46

3 identicon

Blogg er blogg

DoctorE (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 21:52

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ha ha ha..svona lenda stundum góðar hugmyndir í kolli margra á sama tíma. Ég bloggaði reyndar um að maður ætti að fá bloggbætur þegar ég bloggaði sem mest..!! Blogg getur alveg verið list í sjálfu sér...eriðara kannski að greina hvað er ekki list?

Það er hægt að skrifa mjög skapandi á blogginu rétt eins og í bækur..ekki satt? Margir

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.5.2008 kl. 21:59

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

...semja ljóð og setja á bloggið....ég geri það stundum nú eða sögur. Er það miðillinn sem sker úr um hvort eitthvað er list?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.5.2008 kl. 22:00

6 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Auðvitað eru sumir bloggarar alveg jafn miklir listamenn og þeir sem þiggja listamannalaun. Enda eru listamannalaun úrelt.  Ríkið á ekki að stjórna listinni.

Þorsteinn Sverrisson, 25.5.2008 kl. 22:41

7 identicon

Listamannalaun... eru bætur fyrir wannabe listamenn

DoctorE (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband