Virðing fyrir lögreglunni?

Púkinn minnist þess tíma þegar almennt var borin virðing fyrir lögreglunni, en sú afstaða er á undanhaldi í dag, hvort sem því er um að kenna að þjóðfélagið er agalausara en áður, eða að lögreglan hefur glatað þeirri stöðu sem hún hafði í huga fólks, hvort sem er vegna aðgerða sinna eða aðgerðaleysis.

Sú afstaða er líka að verða útbreiddari að lögreglustarfið sé ekki eins eftirsóknarvert og áður - það sé illa launað og vanþakklátt, þannig að minna af raunverulega hæfu fólki sæki í það.

Fjársvelti lögreglunnar bætir ekki úr og sést það á því að fjöldi lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haldið í við íbúafjölgunina.

Lögreglan getur reyndar að hluta sjálfri sér um kennt um breytta afstöðu fólks - Púkinn gæti fjallað um það að lögreglumenn virðast ekki kunna að biðjast afsökunar þegar þeir eru að angra fólk að ástæðulausu, eða þegar lögreglan segir "það tekur því ekki að kæra þetta" þegar fólki finnst á sér brotið, en þannig atburðir hverfa í skuggann af tilvikum eins og því sem kom upp í 10/11.

Er það furða þótt margir spyrji sig hvort lögreglunni sé treystndi fyrir Taser byssum? 


mbl.is Lögregla fer yfir atvik í 10/11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góð hugleiðing.. en ég treysti ekki lögreglunni.. því miður.

Óskar Þorkelsson, 27.5.2008 kl. 17:31

2 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Nei alls ekki, það þarf fagfólk til að bera vopn.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 27.5.2008 kl. 19:16

3 identicon

Ofbeldi kallar á ofbeldi, lögreglan hefur alveg rangt viðhorf gagnvart borgurunum, við erum ekki þrælar, lögrelan á á þjóna, ekki sveifla þrælapíski.

Þetta er ekki sér-íslenskt, lögregla í bandaríkum, kanada og bretlandi er illa farin af sporinu, svo ég minnist ekki á abu-ghraib fangelsisruglið.  Vald spillir, það er hlutverk Björns Bjarna og lögregluyfirvalda að láta þau skilaboð breast niður til "fótgönguliðana" að þeir eigi að vinna með fólki, ekki bara brynja sig upp og garga GAS GAS GAS. 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 19:27

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Landssamband lögreglumanna vill endilega fá þessar rafbyssur. Það segir sína sögu um metalitetið. Þeir segja reyndar að árásum á lögreglumenn fari fjölgandi en leggja aldrei fram nein gögn um það.

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.5.2008 kl. 22:18

5 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Þeir virðast líka ætla að nota þessar byssur sem valdbeitingartæki, ekki sem varnarbúnað, því miður. (burtséð frá fávitum eins og þessum þarna í 10-11 sem væri ekki treystandi fyrir kylfu, hvað þá meira).

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 27.5.2008 kl. 22:50

6 Smámynd: Einar Indriðason

Hérna kemur viðbótarpæling... Hversu mikið af ofangreindu veseni hjá löggunni í dag er þeim að kenna?  Og hversu mikið er valdamönnum yfir löggunni að kenna?  (T.d. skera niður fjárveitingar til löggunnar, eða Dómsmálaráðherra að flippa út á hvaða hátt sem honum dettur í hug að flippa út, hverju sinni?)

Einar Indriðason, 28.5.2008 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband