Skammarlegir refsidómar fyrir ölvunarakstur

drunk_drivingPúkanum finnst skammarlegt að lesa að einhver hafi  "...hlotið fimmtán refsidóma fyrir ölvun við akstur og með fjórtán þeirra jafnframt dæmdur fyrir að aka sviptur ökurétti. " 

Púkinn hefur áður tjáð sig um hættuna sem stafar af akstri undir áhrifum og þá dapurlegu staðreynd að kerfið er hreinlega ekki að virka.

Sá maður sem hér var dæmdur er síbrotamaður - það má vel vera að hann sé áfengissjúklingur, en hann er hættulegur sjálfum sér og öðrum.

Svona menn eiga ekki að fá að sitja undir stýri og ef þeir virða ekki ökuréttarsviptingar verður að grípa til harðari ráða.

Í dæmum eins og þessum er hægt að líta á bílinn sem tæki sem síbrotamaður notar til afbrota.  Púkanum finnst að það ætti að gera ökutækin upptæk, eða a.m.k. kyrrsetja þau (nema þeim hafi verið stolið, að sjálfsögðu).  Þetta er að sjálfsögðu slæmt fyrir aðra ef þeir hafa lánað viðkomandi manni bílinn sinn, en þeir verða bara að taka afleiðingunum.

Í öðru lagi vill Púkinn sjá svona menn lagða inn á viðeigandi stofnun til afvötnunar.  Þeir eiga greinilega við vandamál að stríða og eins og með fíkniefnaneytendur, þá er það hagkvæmast fyrir þjóðfélagið til lengri tíma litið ef hægt er að ráðast að því vandamáli.   Þessu ráði mætti t.d. beita ef viðkomandi er tekinn í þriðja sinn eða svo.

Ef brotamaðurinn heldur uppteknum hætti og meðferð hefur ekki áhrif, þá er Púkinn þeirrar skoðunar að viðkomandi hafi í raun fyrirgert rétti sínum til almennrar þátttöku í þjóðfélaginu.  Nú er Púkinn ekki að leggja til sambærilegt kerfi og hið bandaríska "three strikes and you're out", þar sem menn geta fengið lífstíðardóm fyrir smáafbrot ef þeir eru með tvö fyrri brot á sakaskránni, en dómakerfið hér á Íslandi mætti taka meira tillit til sakaferils - og þyngja dóma frekar hjá síbrotamönnum.  

Í þeim tilgangi þjónar fangelsisvistin ekki þeim tilgangi að hafa fælingarmátt, né heldur að bæta viðkomandi.  Hún er til þess að vernda þjóðfélagið gegn viðkomandi.


mbl.is 10 mánaða fangelsi fyrir ölvunarakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband