Sættu þig við launalækkun, eða þú ert rekinn!

Eins og bréfið segir: "Að sjálfsögðu eiga starfsmenn rétt á því á grundvelli kjarasamninga að hafna þátttöku í þessari lækkun og þeir starfsmenn halda þá gömlu laununum út sinn uppsagnarfrest".

Með öðrum orðum - þeir sem ekki sætta sig við launalækkun verða reknir.   Þetta eru harðar aðgerðir, en sjálfsagt nauðsynlegar hjá mörgum fyrirtækjum sem nú róa lífróður.

Fyrir nokkrum misserum hefðu heyrst hróp úr öllum áttum ef eitthvert fyrirtæki gerði starfsmönnum sínum að velja milli launalækkunar eða brottreksturs - og ætli margir starfsmenn hefðu ekki bara hætt sjálfviljugir, enda næga vinnu að hafa.

Nú er öldin önnur og fólk mun láta bjóða sér margt sem hefði verið óhugsandi fyrir stuttu síðan - fyrir marga er launalækkun mun skárri kostur en atvinnumissir eins og staðan er í dag.

Eins og Púkinn sagði áður - ástandið á eftir að versna áður en það batnar.


mbl.is Yfir 20 manns sagt upp hjá 365 og laun lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

1 des... þá gerist það ! 

Óskar Þorkelsson, 30.10.2008 kl. 16:56

2 Smámynd: Tori

Það er rétt. erfitt er þetta og batnar sjálfsagt ekki strax. En er ekki furðulegt að ríkið virðist ekki þurfa að fækka starfsfólki né að lækka laun. Eiga atvinnulausir í einkageiranum enn þá einu sinni að þurfa að horfa uppá mismunun.

Tori, 30.10.2008 kl. 20:33

3 Smámynd: Kebblari

Jamm, eins og einn vinur minn sem vann hjá öflugu fjárfestingafyrirtæki í upphafi September, þegar ég spurði hvort þetta væri nú ekki bara kreppa, þá sagði hann og ég man það svo vel, þetta á eftir að verða mun verra, áður en það fer að batna aftur, en það verður sennilega ekki í nánustu framtíð annað eins ár og 2007 var.

Kebblari, 30.10.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband